Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1950, Page 21
Verzlunarskýrslur 1947
19'
töflunni, nema eldiviður og viðarkol, sem talin eru með trjáviðnum. Inn-
flutning helztu vara í þessum flokki má sjá neðst á bls. 18*.
Innflutningur á framleiðslutækjum, sem talin eru i 7. fl. í
2. yfirliti, hefur að verðmagni hækkað um 43% frá næsta ári á undan,
var 192.s millj. kr. árið 1947, en 135.2 millj. kr. árið á undan. Stafar þessi
hækkun mestmegnis af stórauknu innflutningsmagni, þó að verðið hafi
að vísu líka hækkað nokkuð. Mestur hlutinn af þessum vörum eru skip
og önnur flutningatæki, fyrir rúml. 120 millj. kr. árið 1947, vélar fyrir
rúml. 60 millj. kr. og ýmsar járn- og málmvörur ( verkfæri o. fl.) fyrir
rúml. 5 millj. kr.
Innflutningur á skipum (að undanskildum smábátum) og flugtækjum
hefur verið siðustu árin:
Skip Skip
yfir 100 lestir undir 100 lestum Flugtæki
Tals 1000 kr. Tals 1000 kr. Tals 1000 kr.
1945 .................. 6 3 786 14 3 794 10 1 755
1946 .................. 9 6 002 62 29 993 20 2 015
1947 ................. 35 81 489 14 7 111 9 2 790
Innflulningi á n e y z 1 u v ö r u m öðrum en matvörum er í 2. yfir-
liti skipt í tvo flokka, 9. og 10. flokk. í 9. fl. eru taldir óvaranlegir munir
lil notkunar. Er það einkum fatnaðarvörur, en ennfremur lyf, bækur og
blöð, leikföng og margt fleira. í 10. fl. eru aftur á móti taldir varanlegir
munir til notkunar, svo sem búsáhöld, reiðhjól og fólksbílar og aðrir slíkir
hlutir, sem lengi eiga að endast. Verðmagn innflutningsins í báðum
þessum flokkum til samans var 97.s millj. kr. árið 1946, en ekki nema
74.7 millj. kr. árið 1947 eða næstum lægra. Þó var verðið heldur hærra
1947, en innflutningsmagnið aftur á móti 25—30% lægra lieldur en
árið á undan.
Á undanförnum 10 árum hefur innflutningur bíla verið svo sem liér
segir. Aðeins fólkshílar eru taldir í 10 fl., en aðrir hílar og bílahlutar eru
taldir í 7. fl. (framleiðslutæki).
Fólksbílar Aðrir bílar Bilahlutar
Tals 1000 kr. Tals 1000 kr. 1000 kg 1000 kr.
1943 ........... 233 2 270 11 100 492 3 883
1944 ........... 37 307 132 2150 182 1484
1945 ........... 370 1 975 639 4 228 392 3 436
1946 ........... 643 5 723 1 610 13 563 743 5 109
1947 ........... 1 108 11 712 2173 21 736 635 5 555
í 2. yfirliti (bls. 11*) eru vörurnar einnig flokkaðar eftir vinnslu”
stigi eða i hrávörur, lítt unnar vörur og fullunnar vörur. Hrávörur telj-
ast afurðir af náttúruframleiðslu (landbúnaði, fiskveiðum, námugrefti
o. s. frv.), sem ekki hafa fengið neina verulega aðvinnslu, en geta þó sumar
hverjar verið hæfar til neyzlu. Sama máli er að gegna um ýmsar lítt unn-
ar vörur, sem fengið hafa nokkra aðvinnslu, þó að þær, eins og hrávör-
urnar, séu einkum notaðar til framleiðslu. Samkvæmt yfirlitinu hafa