Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 4.–6. mars 201410 Fréttir Barn tekið frá flóttafjölskyldu n Enginn fótur fyrir mansalsásökunum n Sex ára stúlka tekin af heimilinu og send til fórsturforeldra n Lögmaður gagnrýnir barnaverndaryfirvöld harðlega V anessa Francois, 26 ára, frá Haítí settist að hér á landi ásamt íslenskum eiginmanni sínum og tveggja ára dóttur árið 2008. Tveimur árum síðar létust fjórar systur hennar í jarðskjálft- anum sem reið yfir Haítí árið 2010 með hryllilegum afleiðingum, en talið er að allt að 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálft- anum. Vanessa studdi við for- eldra sína, systur og frændsystk- in með því að senda peninga heim til fjölskyldu sinnar en þau héldu til í tjaldbúðum eftir að þau misstu híbýli sín í jarðskjálftanum. Vanessu þótti að vonum erfitt að vita af fjölskyldu sinni í þessum aðstæðum og var því ekki lengi að bregðast við þegar hún fékk þau skilaboð frá íslenskum yfirvöldum að hún gæti boðið fjölskyldumeð- limum að koma hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar. Eftir nauðsynlega pappírsvinnu og allt sem henni fylgdi komu for- eldrar Vanessu, þau Yves Francois og Gerta Germain, til Íslands haustið 2012 ásamt dóttur sinni og tveimur barnabörnum. Vanessa sem eignaðist annað barn í milli- tíðinni og skildi við eiginmann sinn, hýsti þau í fjögurra herbergja íbúð sinni í Breiðholtinu við kom- una. Þrátt fyrir að þeim hafi verið gefið vilyrði um stærri félagslegri íbúð, enda alls átta manns, hef- ur lítið gerst í þeim efnum. Blaða- maður DV heimsótti fjölskylduna á dögunum en ýmislegt hefur á daga þeirra drifið frá því að þau komu hingað til lands. Alvarlegar ásakanir Þröngur húsakostur er ástæða þess að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sá ástæðu til þess að skoða aðstæður fjölskyldunnar nánar. Nafnlausar ásakanir um of- beldi, vanrækslu og mansal urðu á endanum til þess að sex ára systurdóttir Vanessu var tekin frá fjölskyldunni á dögunum, og færð í hendur fósturforeldra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum og greint frá því að grunur léki á að Yves hefði flutt barnabarn sitt hing- að til lands á fölsuðum skilríkjum og að til skoðunar væru alvarlegar ásakanir um að stúlkan gæti verið fórnar lamb mansals. Rannsókn lögreglunnar vegna hins meinta mansals er lokið en samkvæmt niðurstöðu hennar eiga ásakanirnar sér enga stoð í raunveruleikanum. „Ég hef unnið sem lögmaður í barnaverndar- málum frá upphafi árs 2000 og ég hef aldrei séð komið svona fram við forsjáraðila eða foreldra,“ segir Þuríður Halldórsdóttir, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við DV. Hún vandar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ekki kveðjurnar og segir hana hafa brotið gegn barna- verndarlögum, meðalhófsreglu stjórnvalda, og 8. grein mann- réttindasáttmála Evrópu. Blaða- maður hefur séð hluta gagna málsins og af þeim er ljóst að lítið stendur eftir af þeim alvarlegu ásökunum sem bornar hafa verið á fólkið, og voru grundvöllur þess að stúlkan var tekin frá þeim. „Þau rændu barninu“ „Þau rændu barninu,“ segir Yves Francois, 60 ára Haíti, sem kom hingað til lands með barnabarn sitt – fimm ára stúlku – á grundvelli fjölskyldusameiningar árið 2012. Af líkamstjáningu hans og fasi að dæma er augljóst að hann á erfitt með að átta sig á því sem hefur gerst. Hæstiréttur Íslands stað- festi þann 24. janúar síðastliðinn úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að barnabarn hans, sem hann er með forsjá yfir, skyldi vistað utan heimilis hans í sex mánuði. Úr- skurðurinn byggði meðal annars á ásökunum um mansal sem lög- reglan hefur staðfest að reyndust ekki á rökum reistar. Kærunni var vísað frá og málið fellt niður hjá lögreglu. „Stelpan er hjartað mitt. Hún er dóttir dóttur minnar sem lést í jarðskjálftanum. Ég var með fullt forræði við komuna til Íslands og alla löglega pappíra því til stað- festingar. Ég hefði aldrei komið með hana hingað ef ég hefði vitað að íslenska ríkið myndi taka hana frá mér,“ segir Yves. Vanessa, dóttir hans, segir föður sinn hafa sofið lítið undanfarið. „Þetta hefur farið illa með pabba. Hann kom hing- að til þess að fá frið en hefur þess í stað þurft að eiga við lögreglu og dómstóla,“ segir hún og bætir við að honum hafi verið mjög brugð- ið þegar hann áttaði sig á því að til- hæfulausar ásakanir um mansal hefðu ratað í fjölmiðla. „Hann tal- ar hvorki íslensku né ensku, skilur ekki hvað er að gerast og er hrædd- ur við þetta land. Hann borðar hvorki né sefur, honum líður mjög illa.“ Tekið var á móti fjölskyldunni á grundvelli sérstakra viðmiðunar- reglna sem voru mótaðar að frum- kvæði ríkisstjórnar Samfylkingar- innar og Vinstri grænna í kjölfar jarðskjálftans á Haítí. Samkvæmt þeim gátu Haítar búsettir hérlend- is sótt um fjölskyldusameiningu að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Reglurnar miðuðust við fjöl- skyldusameiningu með tilliti til mannúðarsjónarmiða á grundvelli laga um útlendinga, og var í þeim miðað við ákvæði laganna um til- tekin fjölskyldutengsl. Snyrtilegt heimili Þrátt fyrir að þröngt sé á þingi er heimili Francois- fjölskyldunnar snyrtilegt. Í stofunni má sjá mynd- ir af látnum ættingjum. Þær minna á þann harmleik sem skók fjöl- skylduna fyrir fjórum árum. Í eld- húsinu eru eggjabakkar í röðum. „Ég reyni að kaupa ódýrt,“ segir Vanessa sem er sú eina úti- vinnandi í fjölskyldunni. Hún segir frá því að faðir hennar hafi fengið stærðarinnar steypuhnull- ung á hendina í jarðskjálftanum og hafi síðan þá verið óvinnufær. Móðir hennar, Gerta Germain, 67 ára, er miður sín vegna alls þess sem á undan er gengið. Hún situr við eldhúsborðið og ruggar sér ró- lega í stólnum. „Ég verð að vera hér, ég hef engan stað til að sofa á, herbergin eru fyrir börnin,“ segir Gerta. Vanessa útskýrir að mamma hennar sofi stundum á sófanum og stundum inni í einu herbergjanna. Þar hefur Vanessa komið fyrir koj- um til þess að nýta plássið til hins ýtrasta. Vanessa segir móður sína hafa reynt að halda til á Konukoti um sinn en það hafi reynst henni of erfitt. „Hér er þröngt en þar [á Konukoti] var of mikil drykkja og óregla. Hún er mjög stressuð, hún veit ekki hvað hún á að gera, hvert á hún að fara? Ég get auðvitað ekki hent þeim út, þetta er fjölskyldan mín.“ Vanessa segir foreldra sína hálf bugaða eftir síðustu mánuði. Þau eigi erfitt með að skilja það sem eigi sér stað og að þau vilji helst af öllu snúa aftur heim til Haítí, en það geti þau ekki gert fyrr en þegar og ef þau fá barnabarn sitt aftur. „Þú mátt ekki misskilja, þeim lík- ar vel við Ísland og allt það, en þau skilja ekki kerfið og hvernig það getur talist eðlilegt að taka barna- barn þeirra frá þeim. Þau botna ekkert í þessu.“ Furðulegt fordæmi Inni í stofu leika dætur Vanessu sér í tölvunni, en þær eru þriggja og átta ára. Þær eru forvitnar um þennan nýja gest og vilja ólmar sýna honum tölvuleikinn. Eftir smá spjall þar sem sú yngri út- skýrir fyrir blaðamanni hvernig tölvuleikurinn virkar heldur Vanessa áfram: „Þetta er auðvitað líka erfitt fyrir stelpurnar mínar. Þær eiga erfitt með að átta sig á því hvert frænka þeirra fór.“ Yves má heimsækja stúlkuna tvisvar í mánuði í klukkustund í senn en Vanessa má ekki vera með honum þar sem hún er ekki forsjáraðili. „Hann vildi fá mig með sér um daginn en allt kom fyrir ekki, það var harðbannað. Það er í rauninni komið fram við hann sem glæpa- mann,“ segir Vanessa. Þá segir hún sextán ára frænda sinn, sem er einnig undir forsjá Yves, vera stressaðan yfir því að hann kunni að verða tekinn af heimilinu einn daginn. „Hann er hræddur um að þau [Barnaverndarnefnd Reykja- víkur] taki hann einn daginn úr skólanum eins og þegar þau tóku hana.“ Þuríður Halldórsdóttir er lög- maður fjölskyldunnar. Hún gagn- rýnir Barnaverndarnefnd Reykja- víkur harðlega fyrir vinnubrögðin. „Ég leyfi mér að efast um að þessi vinnubrögð hefðu verið viðhöfð ef um Íslendinga væri að ræða,“ segir hún og bendir á að við upp- haf málsins hafi félagsþjónustan í Breiðholti tilkynnt til Barnavernd- ar Reykjavíkur um áhyggjur vegna „plássleysis“. Hún tekur fram að sér finnist um furðulegt fordæmi að ræða ef taka á börn af fátæku fólki og færa þau fósturforeldrum. „Þessar áhyggjur vegna plássleysis eru í rauninni það eina sem stend- ur eftir þegar litið er til þess að ekk- ert af þeim ásökunum sem komið hafa fram hafa staðist. Það er ekk- ert mansal inni í dæminu. Ásakan- ir um ofbeldi og vanrækslu stóðust engan veginn enda um nafnlaus- ar ávirðingar að ræða sem byggja ekki á neinum gögnum.“ Ekki á rökum reist Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er farið yfir feril málsins. Þar kem- ur fram að upphaf þess megi rekja til tilkynningar sem barst Barna- vernd Reykjavíkur þann 8. febrúar 2013. Var þar lýst áhyggjum af að- stæðum stúlkunnar. „Mikill barns- grátur bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings, í bland við há- væra tónlist, og virtist tilkynnanda sem ekkert væri sinnt um börnin og þau alveg látin afskiptalaus,“ eins og segir í úrskurði Héraðs- dóms. Sams konar ávirðingar bár- ust lögreglunni þann 26. júní 2013. „Að afinn skuli síðar þurfa að verja sig gagnvart ásökunum um að hann sé komin með barnabarn sitt hingað í mansal er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Fjölskyldan Francois-fjölskyldan hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Ásakanir um mansal enduðu í fjölmiðlum en þær eiga ekki við nein rök að styðjast. Mynd Sigtryggur Ari „Þau geta ekki gert okkur þetta, við komum hingað allslaus og í leit að betra lífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.