Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Blaðsíða 32
Vikublað 4.–6. mars 201424 Neytendur Matvæla- rekstrarfræði á Bifröst Boðið verður upp á nám í mat- vælarekstrarfræði frá og með næsta hausti við Háskólann á Bifröst en samkvæmt fréttatil- kynningu ætlar skólinn með því að svara kalli atvinnulífsins um land allt sem í vaxandi mæli hef- ur áhuga á að auka nýsköpun og framþróun á sviði matvælafram- leiðslu. „Lögð er áhersla á alla virðiskeðjuna frá frumfram- leiðslu að sölu til hins endanlega neytanda. Námið er 180 ECTS og lýkur með BS gráðu í viðskipta- fræði með áherslu á matvæla- rekstur og hægt verður að stunda það í fjarnámi og staðnámi eða blöndu af þessu tvennu,“ segir í tilkynningunni en námið verður í samvinnu við Landbúnaðarhá- skóla Íslands og kennslan m.a. í samvinnu við Matís. Lendingar- gjöld hækka Ný árstíðabundin gjaldskrá flug- vallargjalda á Keflavíkurflug- velli tekur gildi 1. nóvember næstkomandi. Við breytinguna munu notkunargjöld flugvallar- ins lækka að meðaltali um 19% yfir vetrarmánuðina en hækka um 4–5% yfir sumarmánuðina. Vetrargjaldskráin tekur gildi 1. nóvember nk. en sumargjald- skrá tekur fyrst gildi 1. júní 2015 og hafa breytingar því ekki áhrif á komandi sumri. Breytingin fel- ur í sér að lendingargjöld flug- véla hækka en heildarfarþega- gjöld lækka. Einnig er gerð sú breyting að brottfarargjald verð- ur innheimt af öllum farþegum sem leið eiga um flugvöllinn, bæði á leið úr landi og einnig skiptifarþegum. Er áætlað að ár- legar tekjur vegna þessa muni að óbreyttu nema um 250 milljón- um króna frá og með árinu 2015. Næturálag í verslun 10-11 Sérstakt næturálag verður lagt á ákveðnar vörur í verslun 10- 11 í Austurstræti frá miðnætti til klukkan sjö á morgnana. Þetta er ekki raunin í öðrum verslunum keðjunnar. Árni Pétur Jónsson forstjóri 10-11 segir næturálagið að jafn- aði um 8–9% ofan á almennt verð. „Ástæðan fyrir auknu næt- urálagi í þessari verslun er að þar er mikil umferð á nóttinni, sérstaklega á fimmtudögum til og með sunnudegi. Á þeim tíma aukum við öryggisgæsluna,“ segir hann en vill ekki útlista öryggis- mál nánar þar sem slíkar upplýs- ingar eru eðli málsins samkvæmt sjaldnast gefnar upp. „Afleiðingin af þessu er sú að rekstrarkostn- aðurinn á nóttinni í Austurstræti eykst verulega. Til að mæta aukn- um kostnaði höfum við farið þessa leið, eins og áður segir að hækka álagninguna í þessari einu búð í takmarkaðan tíma. Með þeim hætti má segja að þeir sem nýta sér þjónustu 10-11 Austur- stræti að nóttu til greiða fyrir kostnaðaraukann,“ segir Árni. Óheimilt að miða við 0% verðbólgu N eytendastofa telur að verð- tryggð lán til neytenda séu að fullu lögleg. Hins vegar kemst stofnunin að þeirri niður- stöðu að lánveitendum hafi verið með öllu óheimilt að taka mið af 0% verðbólgu við útreikninga árlegr- ar hlutfallstölu kostnaðar, heildar- lántökukostnaðar og framsetningu á greiðsluáætlun. Það verklag brjóti í bága við lög um neytendalán og lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi mark- aðarins. Neytendastofa birti nýlega ákvörðun í máli er varðar verðtryggt húsnæðislán sem Íslandsbanki veitti árið 2005. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að bankinn sé ósammála niðurstöðu Neytendastofu. Fyrir gildistöku nýrra laga um neytenda- lán árið 2013 byggði Íslandsbanki framkvæmd sína við veitingu verð- tryggðra lána á þeirri túlkun orð- anna „óbreytt verðlag“ í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verð- bólgu og var þann mánuð sem lán- ið var veitt. „Þeirri túlkun er bankinn ósammála“ segir í tilkynningunni en Íslandsbanki hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Hagsmunasamtök heimilanna fagna niðurstöðunni og segja flest ef ekki öll verðtryggð neytendalán hér á landi, þar með talin húsnæðislán, brjóta í bága við umrædd lagaákvæði. Ekki sé vitað um nein tilfelli þess að lánveitendur verðtryggðra neytenda- lána hafi á undangengnu tímabili tekið mið af raunverulegri verðbólgu við útreikning á árlegri hlutfalls- tölu kostnaðar og heildarlántöku- kostnaði. Að áliti Hagsmunasamtaka heimilanna þýðir þessi niðurstaða að lánveitendur þurfi að endurgreiða allar verðbætur sem innheimtar hafa verið á grundvelli verðtryggðra neyt- endalánasamninga sem haldnir eru sambærilegum ágöllum. n fifa@dv.is Úrskurður Neytendastofu varðandi lán frá Íslandsbanka Íslandsbanki Bankinn hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Matvara gæti lækkað um 25 % n Áhrif ESB á neytendur n Tollar gagnvart öðrum gætu hækkað N eytendasamtökin hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið enda liggur ekki samningur fyrir,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, en hart er nú deilt um þá ákvörðun stjórnvalda að hætta við aðildar- umsókn að Evrópusambandinu. Vaxtastig hátt Árið 2008 létu samtökin vinna skýrslu fyrir sig þar sem farið var yfir áhrif aðildar á neytendur hér- lendis. Jóhannes segir bankahrunið hafa áhrif hér á. „Það sem hefur að- allega breyst frá því skýrslan kom út er verðlag hérna. Krónan hrap- aði og það breytir einhverju varð- andi vöruverð. Hins vegar stend- ur ennþá að vaxtastig sé mjög hátt hérna og að það myndi lækka með inngöngu í Evrópusambandið,“ segir hann. „Síðan að sjálfsögðu ef við gefum okkur að Ísland myndi ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, það kostar okkur ákveðið að vera með hana sem mynt en með evru myndi viðskiptakostnað- ur lækka.“ Verðmunur ekki jafn mikill „En núna þegar við erum að bera saman vöruverð hérna og vöru- verð í öðrum löndum þá er þessi samanburður með öðrum hætti en hann var. Á meðan krónan var sterk var samanburðurinn okkur mjög í óhag. Krónan er miklu veikari þannig að ef þú berð saman vöru- verð hér miðað við gengi krónunnar er verðmunurinn ekki jafn æpandi,“ segir hann. Látið reyna á samning „Hins vegar legg ég áherslu á það að Neytendasamtökin gáfu út þessa skýrslu en hvöttu til þess á þingi að látið yrði á það reyna hvernig samn- ingi við gætum náð við Evrópusam- bandið og síðan færi það í þjóðar- atkvæði. Það er erfitt að meta það á meðan ekki liggur fyrir samningur,“ segir Jóhannes. Tollabandalag lækkar verð Í fyrrnefndri skýrslu segir meðal annars: „Með aðild að ESB yrði Ís- land um leið aðili að tollabanda- lagi ESB. Því myndu þeir tollar sem enn eru milli Íslands og ESB-land- anna falla niður og munar þar mestu um landbúnaðarvörur. Þetta myndi skila sér í lægra verði á þessum vör- um. Tollar gagnvart ríkjum utan ESB gætu hins vegar í sumum tilvikum hækkað.“ Þá segir að með aðild að tolla- bandalaginu myndu netviðskipti við fyrirtæki innan ESB verða ódýr- ari og einfaldari. Slíkt myndi auka samkeppni gagnvart ýmsum inn- lendum fyrirtækjum. Matvælaverð lækki „Talið er að matvælaverð geti lækkað um allt að 25% með inngöngu Ís- lands í ESB,“ segir í skýrslunni en eins og áður segir hafði hátt gengi krónunnar fyrir hrun töluverð áhrif hér á. Um vexti á lánum segir: „Með aðild að myntbandalagi ESB má gera ráð fyrir að vextir á íbúðalánum myndu lækka töluvert. Erfitt er hins vegar að segja til um hve mikil sú lækkun yrði.“ Þá gerir skýrslan ráð fyrir aukinni samkeppni vegna viðskipta og fjár- festinga erlendra aðila hér á landi. Að lokum segir að með aðild að ESB myndu Íslendingar geta sótt í ýmsa sjóði sem ekki er mögulegt í dag. Þar má nefna styrki til landbúnaðar og til byggðamála. Einnig yrði samstarf við lönd ESB öflugra á ýmsum sviðum eins og í mennta- og menningarmál- um, rannsóknum og félagsmálum. Þjóðin velji „Það var mat þings Neytendasam- takanna að hér sé um þannig mál að ræða að við fáum ekki að vita fyrr en með aðildarviðræðum hverjir séu þeir kostir og gallar sem fylgja inn- göngu okkar í ESB,“ segir Jóhannes en leggur áherslu á að þjóðin sjálf taki endanlega ákvörðun um þetta stóra mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er hins vegar hlutverk Neyt- endasamtakanna að benda á hags- muni heimilanna í þessu máli, enda ber samtökunum að gæta hagsmuna þeirra.“ n Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Jóhannes Gunnarsson Formaður Neytendasamtak- anna leggur áherslu á að látið sé reyna á samning við Evrópu- sambandið áður en ákvörðun er tekin um inngöngu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.