Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Blaðsíða 42
34 Menning Sjónvarp Vikublað 4.–6. mars 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Safnaði fyrir myndinni með Kickstarter
Ný mynd eftir Zach Braff væntanleg
Miðvikudagur 5. mars
16.25 Ljósmóðirin (2:6)
(Call the Midwife)
17.20 Disneystundin (7:52)
17.21 Finnbogi og Felix (7:26)
(Disney Phineas and Ferb)
17.43 Sígildar teiknimyndir
(7:30) (Classic Cartoon)
17.50 Herkúles (7:21) (Disney
Hercules)
18.10 Táknmálsfréttir
18.20 Djöflaeyjan Þáttur um
leiklist, kvikmyndir, mynd-
list og hönnun. Ritstjóri
er Brynja Þorgeirsdóttir.
Dagskrárgerð: Sigurður
Jakobsson. 888 e
18.54 Víkingalottó
19.00 Fréttir
19.25 Veðurfréttir
19.30 Íþróttir Íþróttir dagsins í
máli og myndum.
19.40 Kastljós
20.00 Neyðarvaktin 8,0 (14:22)
(Chicago Fire II) Bandarísk
þáttaröð um slökkvi-
liðsmenn og bráðaliða í
Chicago, en hetjurnar á
slökkvistöð 51 víla ekki fyrir
sér að vaða inn í brennandi
hús og láta til sín taka við
hættulegar aðstæður.
Meðal leikenda eru Jesse
Spencer, Taylor Kinney,
Lauren German og Monica
Raymund.
20.45 Fjölbraut 7,1 (6:6) (Big
School) Bresk gaman-
þáttaröð með David Wall-
iams og Catherine Tate í að-
alhlutverkum. Seinheppinn
efnafræðikennari verður
ástfanginn af samkennara
sínum. Vandræðagangur
hans og samkeppni um hylli
dömunnar gera aðfarirnar
engu líkar. Kaldhæðinn,
breskur húmor eins og hann
gerist bestur. Leikstjóri:
Tony Dow
21.15 Kiljan Bókaþáttur Egils
Helgasonar. Stjórn upp-
töku: Jón Egill Bergþórsson.
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Norður Kórea (North Kor-
ea) Heimildamynd frá 2013
þar sem faldar myndavélar
fylgja yngsta einræðis-
herra veraldar eftir. Fylgst
er með ferðum leiðtoga
Norður Kóreu, Kim Jong Un
og reynt að varpa ljósi á
ástandið í landinu, spillingu
og eymd. Atriði í þættinum
eru ekki við hæfi barna.
23.10 Draumalíf rotta (La vie
rêvée des rats) Rottur hafa
fært vísindunum meiri
vitneskju um starfsemi
heilans en nokkuð annað.
Frönsk heimildamynd frá
2007 um þessi gáfuðu dýr
og með hvaða hætti þau
hafa flýtt fyrir þekkingaöfl-
un í þágu læknavísindanna.
00.05 Kastljós
00.25 Fréttir Endursýndar
Tíufréttir.
00.35 Dagskrárlok
ÍNN
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
12:00 Premier League 2013/14
(Hull - Newcastle)
13:40 Enska B-deildin (QPR -
Leeds)
15:20 Ensku mörkin - neðri deild
15:50 Premier League 2013/14
(Stoke - Arsenal)
17:30 Ensku mörkin - úrvalsd.
18:25 Premier League 2013/14
(Tottenham - Cardiff)
20:05 Messan
21:25 Premier League 2013/14
(Swansea - Crystal Palace)
23:05 Premier League 2013/14
(Aston Villa - Norwich)
20:00 Árni Páll Ekki glaður með
stöðu Evrópumála
20:30 Tölvur,tækni og kennsla
Netkennslan og vaxandi
vinsældir
21:00 Fasteignaflóran Umsjón
Páll H Pálsson
21:30 Á ferð og flugi Ráðherran
búin að tapa náttúrupassa-
málinu?
17:55 Strákarnir
18:20 Friends (3:24)
18:45 Seinfeld (9:24)
19:10 Modern Family
19:35 Two and a Half Men (16:16)
(That Darn Priest)
20:00 Matur og lífsstíll
20:30 Örlagadagurinn (5:14)
("Sótti dóttur sína til Kína")
Sigríður Arnardóttir, Sirrý,
ræðir við Íslendinga, bæði
þekkta og óþekkta, um
örlagadaginn í lífi þeirra;
daginn sem gerbreytti öllu.
21:00 Game of Thrones (3:10)
22:00 Hustle (3:6)
22:55 The Fixer (5:6) (Fixer 1, The)
23:45 Curb Your Enthusiasm
00:15 Matur og lífsstíll
00:45 Örlagadagurinn (5:14)
("Sótti dóttur sína til Kína")
01:12 Game of Thrones (3:10)
02:12 Hustle (3:6)
03:02 The Fixer (5:6)(Fixer 1, The)
03:52 Tónlistarmyndb.Popptíví
11:20 Taken From Me: The
Tiffany Rubin Story
12:50 THE REMAINS OF THE DAY
15:05 Spy Next Door
16:40 Taken From Me: The
Tiffany Rubin Story
18:10 THE REMAINS OF THE DAY
20:25 Spy Next Door
22:00 Harry Brown
23:45 One For the Money
01:15 Prometheus
03:20 Harry Brown
16:30 American Idol (14:37)
17:50 American Idol (15:37)
18:35 Bob's Burgers
19:00 Junior Masterchef
Australia (10:22)
19:45 Baby Daddy (9:10)
20:05 Revolution (2:22)
20:50 Arrow (14:24)
21:30 Tomorrow People (3:22)
22:15 Shameless (5:12)
22:55 Shameless (6:12)
23:45 The Unit (4:22)
00:30 Hawthorne (1:10)
01:10 Supernatural (5:22)
01:50 Junior Masterchef
Australia (10:22)
02:35 Baby Daddy (9:10)
02:55 Revolution (2:22)
03:40 Arrow (14:24)
04:20 Tomorrow People (3:22)
05:05 The Unit (4:22)
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:40 Kalli kanína og félagar
08:05 Malcolm in the Middle
08:30 Ellen (153:170)
09:10 Bold and the Beautiful
09:30 Doctors (127:175)
10:15 Masterchef USA (12:20)
11:05 Spurningabomban (11:21)
11:50 Grey's Anatomy (3:24)
12:35 Nágrannar
13:00 Chuck (12:13)
13:45 Up All Night (9:24)
14:10 Suburgatory (16:22)
14:35 2 Broke Girls (5:24)
15:05 Sorry I've Got No Head
15:35 Fjörugi teiknimynda-
tíminn
16:00 Kalli kanína og félagar
16:25 UKI
16:30 Ellen (154:170)
17:10 Bold and the Beautiful
17:32 Nágrannar
17:57 Simpson-fjölskyldan
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag Umsjónar-
menn fara yfir helstu tíðindi
dagsins úr pólitíkinni,
menningunni og mannlíf-
inu. Ítarlegur íþróttapakki
og veðurfréttir.
19:11 Veður
19:20 Svínasúpan Frábærir
grínþættir frá árinu 2004.
Hér er grínast með allt milli
himins og jarðar en þessu
grínliði er fátt heilagt.
19:45 The Middle (15:24)
20:05 Heimsókn Sindri Sindra-
son heimsækir sannkallaða
fagurkera sem opna heimili
sín fyrir áhorfendum.
20:25 Léttir sprettir Friðrika
Hjördís Geirsdóttir stýrir
skemmtilegum þætti.
20:50 Grey's Anatomy 8,9
(13:24) Tíunda sería þessa
vinsæla dramaþáttar sem
gerist á skurðstofu á Grey
Sloan spítalanum í Seattle-
borg þar sem starfa ungir
og bráðefnilegir skurð-
læknar. Flókið einkalíf ungu
læknanna á það til að gera
starfið ennþá erfiðara.
21:35 Lærkevej (12:12) Skemmti-
leg, dönsk þáttaröð
með blöndu af gamni og
alvöru. Hún fjallar um þrjú
systkin sem þurftu að flýja
frá Kaupmannahöfn og
fara huldu höfði í rólegu
úthverfi. En íbúarnir við
Lærkevej eru skrautlegir
og búa allir yfir einvherju
leyndarmáli.
22:20 Touch (14:14) Önnur
þáttaröðin með Kiefer
Sutherland í hlutverki föður
sem reynir að ná tengslum
við fatlaðan son sinn. Þegar
faðirinn uppgötvar að son-
urinn getur séð fyrir atburði
sem enn hafa ekki átt sér
stað breytist líf þeirra svo
um munar.
23:05 My Piece of the Pie
00:55 The Blacklist (14:22)
01:45 NCIS (3:24)
02:30 Person of Interest (6:23)
03:15 The Keeper
04:50 Crusoe (9:13)
05:35 Crusoe (10:13).
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Cheers (16:26)
08:25 Dr. Phil
09:05 Pepsi MAX tónlist
16:55 Once Upon a Time (8:22)
17:40 Dr. Phil
18:20 The Good Wife (4:22)
Þessir margverðlaunuðu
þættir njóta mikilla
vinsælda meðal áhorfenda
SkjásEins.
19:10 Cheers (17:26)
19:35 America's Funniest
Home Videos (33:48)
Bráðskemmtilegur fjöl-
skylduþáttur þar sem sýnd
eru fyndin myndbrot sem
venjulegar fjölskyldur hafa
fest á filmu.
20:00 Gordon Ramsay Ultima-
te Home Cooking (8:20)
Gætir þú hugsað þér betri
matreiðslukennara en
sjálfan Gordon Ramsay?
20:25 Sean Saves the World
(9:18) Gamanþættir með
Sean Heyes úr Will & Grace í
aðalhlutverki.
20:50 The Millers (9:22)
Bandarísk gamanþáttaröð
um Nathan, nýfráskilinn
sjónvarpsfréttamann sem
lendir í því að móðir hans
flytur inn til hans, honum
til mikillar óhamingju.
Aðalhlutverk er í höndum
Will Arnett. Það getur haft
sína kosti að ráðast á systur
sína, nema hún taki vel á
móti eins og Nathan á eftir
að komast að raun um.
21:15 Franklin & Bash (8:10)
Lögmennirnir og glaum-
gosarnir Franklin og Bash
eru loks mættir aftur á
SkjáEinn. Þeir félagar starfa
hjá virtri lögmannsstofu en
þurfa reglulega að sletta úr
klaufunum.
22:00 Blue Bloods (9:22) Vinsæl
þáttaröð með Tom Selleck
í aðalhlutverki um valda-
fjölskyldu réttlætis í New
York borg. Starfsmaður á
veitingahúsi er stunginn
til bana í skuggasundi og
geyma eftirlitsmyndavélar
upptöku af atburðinum.
22:45 The Tonight Show
Spjallþáttasnillingurinn
Jimmy Fallon hefur tekið
við keflinu af Jay Leno.
23:30 CSI Miami (24:24)
00:10 The Walking Dead (9:16)
00:55 Made in Jersey (5:8)
01:35 In Plain Sight (9:13)
02:20 The Tonight Show
03:05 Pepsi MAX tónlist
Stöð 2 Sport 2
14:10 Dominos deildin - Liðið
mitt (Haukar)
14:40 Þýsku mörkin
15:10 Evrópudeildin
(Napoli - Swansea)
16:50 Landsleikir Brasilíu (Suður
Afríka - Brasilía) B
19:00 Golfing World 2014
19:50 Landsleikur í fótbolta
(England - Danmörk) B
22:00 Landsleikir Brasilíu
(Suður Afríka - Brasilía)
23:40 Landsleikur í fótbolta
(England - Danmörk)
N
ýjasta kvikmynd banda-
ríska leikarans, leikstjórans
og handritshöfundarins
Zach Braff verður frum-
sýnd í sumar en Braff hefur
gert samning við Focus Features um
að sjá um dreifingu myndarinnar.
Myndin ber heitið Wish I Was Here
og var sýnd á Sundance-kvikmynda-
hátíðinni í janúar þar sem hún fékk
afar misjafna dóma.
Um er að ræða rómantíska gam-
anmynd með alvarlegum undir-
tón sem fjallar um mann á fertugs-
aldri sem á erfitt með að sætta sig
við sín mislukkuðu markmið í lífinu.
Braff fer sjálfur með aðalhlutverkið,
en hann skrifaði handritið og leik-
stýrði myndinni einnig, en á meðal
annarra leikara í myndinni eru Kate
Hudson, Josh Gad og Ashley Greene.
Wish I Was Here er önnur myndin
sem Braff skrifar og leikstýrir en árið
2004 kom út myndin Garden State úr
hans smiðju. Sú fyrrnefnda verður
frumsýnd í New York og Los Angel-
es þann 18. júlí en annars staðar viku
síðar. Myndina fjármagnaði Braff á
vefsíðunni Kickstarter þar sem alls
söfnuðust 3,1 milljón Bandaríkja-
dala, um 354 milljónir króna, af
46.520 manns. n horn@dv.is
Ekkert „feel-
good“ bíó
É
g man ekki hvar ég heyrði
hana né hvernig hún var orð-
rétt, en það er tilvitnun í mál-
arann Mark Rothko sem mér
verður oft hugsað til þegar ég
upplifi góða list. Einhvern tímann
þegar spyrill hafði einu sinni of oft
spurt hvað einlit og óhlutbundin
málverk hans þýddu þá varð hann
víst pirraður og hreytti út úr sér:
„Ég upplifi tilfinningu inni í sjálfum
mér. Svo mála ég á strigann til að
reyna að kveikja einhverja áþekka
tilfinningu innra með þér.“
Þetta rifjaðist upp fyrir mér
þegar ég rölti heim úr Háskólabíói
eftir að hafa horft á fyrri hlutann
af Nymphomaniac eftir Lars Von
Trier. Það er nefnilega þetta sem
mér finnst einstakt við nánast öll
verk hans: hinar öfgafullu tilfinn-
ingar sem listaverkin kveikja. Því
það er erfitt að koma tilfinningum
í orð – jafnvel ómögulegt að miðla
þeim áfram í röklegu samhengi
tungumálsins. Það er einmitt til að
deila þessum tilfinningum sem við
gerum list.
Verk Triers þýða alltaf svo of-
boðslega margt, en samt ekki neitt
– ekkert niðurneglt og ákveðið.
Þær gefa manni endalaust pláss
fyrir vangaveltur, neyða ekki einni
þröngri merkingu upp á mann
heldur kveikja fjölmargar ólíkar
tilfinningar. Sögusvið og -þræð-
ir eru ekki bundnir af lögmálum
hins röklega heims, heldur miðlar
Trier persónulegri upplifun sinni á
veruleika sem er oft og tíðum ein-
manalegur, óskiljanlegur og hræði-
legur, en einnig undurfallegur.
Til að ná fram þessu mark-
miði sínu er Trier oft ofbeldisfull-
ur: gagnvart sjálfum sér, leikurum,
persónum og umfram allt áhorf-
endum. Ofbeldi og nekt eru tvær af
leiðunum sem hann notar til að ná
fram tilfinningum. En ólíkt 99 pró-
sentum af ofbeldinu sem við erum
orðin svo ónæm fyrir – morðum
hversdagslegra glæpamynda og
erótík tónlistarmyndbanda – er til-
gangurinn að vekja upp raunveru-
legar tilfinningar. Tilgangurinn
er að gefa okkur færi á að takast á
við merkingarleysi og hörmungar
heimsins saman, en einnig upplifa
fegurð og hamingju í sameiningu.
Listin kveikir samkennd.
Öfgafullu andlegu áhrifin sem
verk Triers hafa á mann eru til
merkis um að listin sé að ná til-
gangi sínum. Raunar hafa flest
verkanna algjörlega niðurbrjótandi
áhrif á mig líkamlega: ég fæ sting í
magann af þjáningu eða andagift,
öll orka fer í að spenna upp hvern
einasta vöðva líkamans, að lokum
er ég fullkomlega úrvinda og mið-
ur mín. Ofbeldi myndmálsins er
slíkt. Eftir búkhreinsunina birtist
sjaldnast nein niðurstaða, bara
tómleiki. Manni líður ekki vel eftir
á. Þetta er ekkert „feel-good“ bíó.
En listin hefur miðlað raunveruleg-
um, sterkum tilfinningum frá einni
manneskju til annarrar og þar með
réttlætt tilvist sína. n
Nymphomaniac
eftir Lars Von Trier
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Pressa
06:00 Eurosport 2
19:40 Ísland - Wales
21:40 Ísland - Wales
23:40 Eurosport 2
SkjárGolf
Úr myndinni Wish I Was Here er róman-
tísk gamanmynd með alvarlegum undirtón.
G
ylltu rifsberjaverðlaunin,
Golden Rasperry Awards,
voru veitt í 34. sinn síðast-
liðinn laugardag. Ólíkt flest-
um verðlaunahátíðum heiðra verð-
launin það versta í kvikmyndum á
undangengnu ári og eins og gefur
að skilja er mætingin því ekki alltaf
sú besta. Verðlaunin eru ákveðin af
meðlimum í Golden Rasperry Award
Foundation sem og af notendum vef-
síðunnar Rotten Tomatoes.
Gamanmyndasafnið Movie
43 var „sigurvegari“ kvöldsins en
það var meðal annars valið versta
mynd ársins 2013. Auk þess hlutu
þeir þrettán leikstjórar sem leik-
stýra stuttmynd í safninu allir verð-
laun fyrir verstu leikstjórn auk þess
sem handritshöfundarnir nítján
voru valdir þeir verstu. After Earth,
kvikmynd feðganna Wills og Jadens
Smith, sópaði að sér þrennum
Razzie-verðlaunum, en Jaden var
valinn versti leikari í aðalhlutverki
og Will versti leikari í aukahlutverki.
Saman voru þeir svo valdir versta
tvíeykið á hvíta tjaldinu. Banda-
ríski leikarinn Tyler Perry var valinn
versta leikkona í aðalhlutverki, þrátt
fyrir að vera karlkyns, fyrir túlkun
sína á Madeu í myndinni A Madea
Christmas og raunveruleikastjarnan
Kim Kardashian var valin versta
leikkona í aukahlutverki fyrir tilþrif í
myndinni Tyler Perry‘s Temptation.
Þá var kvikmyndin The Lone Ranger,
með Johnny Depp í aðalhlutverki,
valin versta endurgerð eða fram-
haldsmynd ársins. n
Movie 43 valin
versta myndin
Razzie-verðlaunaafhendingin fór fram um helgina
After Earth Feðgarnir Will og Jaden
Smith hlutu báðir verðlaun á hátíðinni.