Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 4.–6. mars 2014 Bestu löndin til að setjast í helgan stein n Best að fara á eftirlaun í Sviss n Ísland er í 11. sæti samkvæmt Business Insider n Norðurlöndin áberandi í efstu sætunum 20 Ísrael Heilsufar: 7,9 Fjárhagur: 6,3 Lífsgæði: 8,1 Efnisleg hagsæld: 7,0 n Lífsgæði í Ísrael eru með ágætum og heilsufarið gott, samkvæmt úttekt Business Insider. Landið fellur hins vegar um átta sæti frá því í fyrra, aðallega vegna versnandi fjárhags. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komst í skýrslu á dögunum að því að miklar fjárhags- legar hindranir væru framundan – bæði á hlutabréfamarkaði og hvað varðar ríkissjóð. 19 Bandaríkin Heilsufar: 8,1 Fjárhagur: 6,5 Lífsgæði: 8,0 Efnisleg hagsæld: 6,8 n Bandaríkin hafna annað árið í röð í 19. sæti af löndunum 150 sem metin voru. Lífsgæði eru góð í Bandaríkjunum og heilsufarið almennt líka. Tekjur á hvern íbúa eru þær sjöttu hæstu í heimi en það sem fellir landið er hversu mikill ójöfnuðurinn er. Bilið á milli fátækra og ríkra er gífurlegt. Bandaríkin eru í 33. sæti á lista yfir lífslíkur. 18 Bretland Heilsufar: 8,1 Fjárhagur: 5,8 Lífsgæði: 8,7 Efnisleg hagsæld: 7,2 n Bretland færist upp um tvö sæti á listanum frá því í fyrra þrátt fyrir náttúruhamfarirnar í janúar (janúar var sá blautasti frá árinu 1766) er gríðarleg flóð settu líf fjölda fólks úr skorðum. Lífsgæði eru mjög mikil í Bretlandi og landið fær 8,7 af 10 mögulegum þar. Fjárhagurinn, er eins og víðar, bágur og dregur landið niður. 17 Suður–Kórea Heilsufar: 7,7 Fjárhagur: 6,8 Lífsgæði: 7,1 Efnisleg hagsæld: 8,3 n Suður-Kórea er hástökkvari ársins – eða í það minnsta einn af þeim. Landið fer upp um 10 sæti og kemst því í fyrsta sinn inn á topp 20 listann. Meðaltekjur á mann hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í ríflega aldarfjórðung. Höfuðborgin Seúl, iðar af velsæld og tekjujöfnuður er á við Frakkland og Holland. 16 Tékkland Heilsufar: 8,3 Fjárhagur: 6,3 Lífsgæði: 7,6 Efnisleg hagsæld: 8,0 n Þrátt fyrir að almennt verðlag hafi hækkað nokkuð í Tékklandi á liðnum misserum er höfuðborgin Prag enn tiltölulega ódýr á evrópskan mælikvarða. Túrismi er blómlegur í Tékklandi og landið kemur þokkalega út á öll- um mælikvörðunum fjórum. Heilsufar er betra en til dæmis í Bandaríkjunum og Bretlandi og efnisleg hagsæld er á góðu róli. 15 Frakkland Heilsufar: 8,8 Fjárhagur: 6,1 Lífsgæði: 8,5 Efnisleg hagsæld: 7,4 n Þeir sem vilja sækjast eftir góðu heil- brigðiskerfi í ellinni ættu ekki að þurfa að leita lengra en til Frakklands. Félagslega kerfið í Frakklandi er af Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni, WHO, talið það fremsta í heimi. Fjárhagurinn og efnisleg hagsæld íbúa dregur landið þó niður í fimmtánda sæti. 14 Kanada Heilsufar: 7,9 Fjárhagur: 6,9 Lífsgæði: 8,3 Efnisleg hagsæld: 7,6 n Kanada kemur vel út á öllum mælikvörðum og þar virðist, samkvæmt þeim, vera gott að dvelja í ellinni. Efnahagurinn er þokkalegur, raunar betri en í mörgum öðrum löndum á listanum, en landið hefur lengi treyst á nátt- úruauðlindir sínar og viðskipti, þá sérstaklega við stóra bróður sunnan landamæranna. 13 Holland Heilsufar: 8,6 Fjárhagur: 5,6 Lífsgæði: 8,3 Efnisleg hagsæld: 8,6 n Hollendingar voru af OECD árið 2011 taldir hamingjusamastir allra þjóða. Í Hollandi er atvinnuleysi lítið og fólkið vinnur færri vinnu- stundir en flestar aðrar þjóðir. Raunar skora þeir hátt á öllum mælikvörðum nema þeim fjárhagslega. Fjárhagur Hollands er verri en hjá öllum öðrum þjóðum á listanum. 12 Belgía Heilsufar: 8,6 Fjárhagur: 6,2 Lífsgæði: 8,1 Efnisleg hagsæld: 8,2 n Belgar státa af heilbrigðiskerfi sem aðeins Frakkar slá út – sem er kannski eins gott í ljósi óhóflegs vöffluáts. Efnahagurinn í Belgíu, þessari stofnþjóð Evrópusambandsins, er á uppleið eftir niðursveifluna í Evrópu og síðasti ársfjórðungurinn í fyrra var sá besti í þrjú ár. Heilsufar Belga er mjög gott og lífsgæði einnig. 11 Ísland Heilsufar: 8,5 Fjárhagur: 6,0 Lífsgæði: 8,5 Efnisleg hagsæld: 8,3 n Viðsnúningur á efnahag Íslands, eftir hrunið haustið 2008, hefur vakið athygli víða um heim og um það hefur mikið verið skrifað. Hér er, þrátt fyrir allt, að finna eitthvert besta heilbrigðiskerfi í heimi og lífsgæði hér eru eins og best gerist á alþjóðavísu. Ísland skorar hátt á öllum mælikvörðum nema þeim fjárhagslega. 10 Lúxemborg Heilsufar: 8,5 Fjárhagur: 5,9 Lífsgæði: 8,0 Efnisleg hagsæld: 8,9 n Jafnvel þó Lúxemborg hafi bætt sig á milli ára hvað varðar lífsgæði tekur ríkið dýfu á milli ára. Það helgast af fjárhagslegum erfiðleikum ríkisins. Ríflega hálf milljón manna býr í þessu vel stæða ríki en fjármálageirinn – knúinn af hagstæðu skattaumhverfi – hefur verið aðalsmerkið. Lúxemborg er í fimmta sæti í heiminum yfir tekjur á hvern íbúa. 9 Nýja-Sjáland Heilsufar: 7,9 Fjárhagur: 7,2 Lífsgæði: 8,7 Efnisleg hagsæld: 7,5 n Lífsgæði í Nýja-Sjálandi eru eins og best ger- ist í heiminum. Rétt eins og Íslendingar hafa Nýsjálendingar miklar tekjur af ferðamönn- um – enda er landið ægifagurt og stórbrotið. Fjármálin eru einnig í góðu lagi – ólíkt því sem viðgengst hjá mörgum öðrum ríkjum á listanum. Nýsjálendingar skora hátt á flestum mælikvörðum. 8 Finnland Heilsufar: 8,2 Fjárhagur: 6,8 Lífsgæði: 8,3 Efnisleg hagsæld: 8,1 n Frændur okkar Finnar eru í góðum málum – eins og aðrar Norðurlandaþjóðir. Þessi fimm milljóna manna þjóð státar af besta mennta- kerfi í heimi – samkvæmt OECD. Mælingar sýna að Finnar eru ánægðir með lífið og þar eru engin stór samfélagsleg vandamál. Rétt er þó að vara eldri borgara við því að hlutfallslega eru hvergi fleiri þungarokkshljómsveitir en í Finnlandi. 7 Þýskaland Heilsufar: 8,8 Fjárhagur: 6,3 Lífsgæði: 8,5 Efnisleg hagsæld: 8,2 n Þjóðverjar eru þekktir fyrir ráðdeild sína í fjármálum og mikinn stöðugleika í efnahagslífinu. Það er frábært að eldast í Þýskalandi og leiguverð er til að mynda mun lægra en í Bandaríkjunum. Heilbrigðiskerfið þýska er mjög gott og nálægt því að vera á pari við það franska – sem þykir það besta í heimi. 4 Svíþjóð Heilsufar: 8,3 Fjárhagur: 6,8 Lífsgæði:8,7 Efnisleg hagsæld: 8,2 n Það kostar álíka mikið að búa í Stokk- hólmi og San Francisco í Bandaríkjunum, sum sé mjög dýrt. En ef þú vilt búa í borg og vilt jafnframt hafa náttúruna í nálægð er Stokkhólmur frábær kostur. Fáar borgir búa yfir jafn mörgum „grænum svæðum“ og Stokkhólmur, en þess má geta að borgin fékk sérstök verðlaun fyrir það af Evrópusam- bandinu árið 2010. 3 Austurríki Heilsufar: 9,0 Fjárhagur: 6,3 Lífsgæði: 8,6 Efnisleg hagsæld: 8,9 n Lífsgæði eru hvergi meiri en í Vínarborg af öllum borgum heimsins, samkvæmt úttekt greiningarfyrirtækisins Mercer. Í Austurríki er það ekki bara menningar- borgin Vín sem skarar fram úr. Austurrík- ismenn búa að einstöku heilbrigðiskerfi og lífsgæði eru almennt mikil í Austurríki. Austurríki hefur færst upp á við á listanum tvö ár í röð. Hamingja í ellinni Norðurlöndin eru góður staður til að verja síðustu árunum, samkvæmt Business Insider. Mynd SHuttErStock

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.