Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Qupperneq 10
Vikublað 10.–12. júní 201410 Fréttir „Missirinn er svo mikill“ É g sakna hennar svo mikið. Hjarta mínu blæðir af söknuði og missirinn er svo mikill. Ég er bara dofin og tek eina mínútu í einu,“ seg- ir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar Laurens, sem lést á Barna- spítala hringsins á fimmtudaginn í síðustu viku aðeins átta ára að aldri. Heilastarfsemi lítil sem engin eftir slysið Sjúkrasaga Ellu er löng og ströng en í kjölfar atviks sem átti sér stað í skóla Ellu Dísar, 18. mars síðast- liðinn, þar sem hún fékk ekki súr- efni til heila og lenti í hjartastoppi, var ljóst að Ella hefði litla sem enga heilastarfsemi og lífsgæði hennar hefðu því orðið lítil sem engin, hefði hún lifað áfram. Það var því tekin ákvörðun um það að leyfa henni að fara og aftengja þau tæki sem héldu í henni lífi. Fyrir slysið var hún með fulla heilastarfsemi en hún hafði verið háð tækjum frá tveggja ára aldri. Reykjavíkurborg og Sinnum heima- þjónustu hefur verið stefnt vegna þess atviks en málið verður þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, þriðjudag. Farið var fram á lög- reglurannsókn til þess að komast að því hvort að sökin liggi í stórfelldu gáleysi þess starfsmanns sem sá um Ellu Dís þennan dag eða hvort umönnun hafi verið falin starfs- manni sem ekki kunni til verka og hafði ekki fengið nægilega þjálfun. Vilja lögmenn Ellu Dísar að yfirvöld rannsaki hvers sök hið refsiverða gáleysi sé. „Erfiðasta sem ég hef gert“ Ragna segir það sárara en tárum taki að kveðja barn sitt, hvað þá á þennan hátt. Eftir harða baráttu síð- ustu ára hafi þetta orðið niðurstað- an. Hún hafi þó tekið þá ákvörðun að leyfa henni að fá frelsi þar sem aðstæður voru orðnar svona. Ella var ekki lengur til staðar. „Ég náði engu sambandi við hana eftir slysið. Fyrst vonaði maður að hún kæmi til baka en svo sáum við að hún var far- in. Þetta er það allra erfiðasta sem ég hef gert. Hún fór samt á fallegan og friðsælan hátt og ég er þakklát fyrir að hún fékk að vera heima hjá okkur síðustu dagana,“ segir Ragna. Þegar DV tók viðtal við Rögnu í febrúar síðastliðnum, stefndi allt til betri vegar. Ella Dís hafði sýnt fram- farir og gat tjáð sig með augunum. Ragna var bjartsýn á að Ella fengi að koma aftur heim að búa með móð- ur sinni og systrum en undanfarið hafði hún búið á sambýli. Ósanngjörn og ólýsanleg sorg „Henni var farið að ganga svo vel og við sáum fram á að í fyrsta skipti í mörg ár myndum við eiga ágætt sumar saman. Við vorum að vonast til þess að hún fengi að koma heim aftur og loksins fengi hún að vera með okkur. Þetta er bara alveg ótrú- lega ósanngjarnt og ólýsanlega mik- il sorg. Eftir alla þessa baráttu, að við höfum loksins fengið sjúkdóms- greiningu og þá fari þetta svona. Sérstaklega í ljósi þess að þetta var ekki í fyrsta skipti sem þetta gerðist, heldur í það fimmta,“ segir Ragna. Áður höfðu sambærileg atvik átt sér stað þegar Ella var í umsjá Reykja- víkurborgar að sögn Rögnu. Á sam- býlinu þar sem Ella dvaldi og Rjóðr- inu. Sérstakt neyðarplan var í gangi sem fylgja átti ef til þess kæmi að túban færðist og Ella fengi ekki súr- efni. Ragna segir því plani ekki hafa verið fylgt þótt hún hafi margsinnis sett út á að bæði væri því ekki fylgt eftir og eins að starfsmenn sem væru með Ellu Dís væru ekki nægi- lega þjálfaðir til þess að vera með hana. Hún segir að ekki hafi verið hlustað á sig og svo hafi farið sem fór. „Það er það sem er svo sárt. Það var búið að ákveða að það væri ekki hægt að taka mark á mér og því var ekkert hlustað,“ segir Ragna en hún annaðist Ellu frá tveggja til sex ára aldurs. Veiktist við 15 mánaða aldur Sjúkrasaga Ellu Dísar er löng og ströng. Mikið hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum enda safn- aði Ragna háum fjárhæðum fyrir ýmsum læknismeðferðum, eða 50– 60 milljónum. Ella fæddist alheil- brigð 1. febrúar 2006. Fyrsta árið sýndi hún eðlilegan þroska, lærði að skríða og ganga og var fljót að læra að tala. Hún var hins vegar oft kvefuð og með veikt ónæmiskerfi. Um 15 mánaða aldur fór hins vegar að bera á skertu jafnvægi hjá Ellu Dís og hún vaggaði þegar hún gekk. Því fóru foreldrar hennar með hana til læknis sem sá ekkert að fótum hennar og taldi að þetta myndi eld- ast af henni. Ástandið hins vegar versnaði; Ella Dís byrjaði að detta, missa viðbragð og varð máttlaus í höndum. Foreldrar hennar leit- uðu til sérfræðinga sem töldu hana vera með SMA (Spinal Muscular Athropy), alvarlegan og ólæknandi sjúkdóm sem myndi draga hana til dauða á nokkrum mánuðum; hugs- anlega myndi hún ekki ná tveggja ára aldri. Blóðsýni var sent út til rannsóknar en þegar niðurstöður komu til baka kom í ljós að Ella var ekki með sjúkdóminn. Hætti að geta andað sjálf Næstu fjögur árin var hún því með ógreindan sjúkdóm. Þegar Ella Dís var rúmlega tveggja ára, árið 2008, var hún hætt að geta andað sjálf og því fóru foreldrar hennar með hana til London og þar var hún tengd við öndunartæki á gjörgæsludeild. Í júlí sama ár fór hún í þrjár aðgerðir á Íslandi í þeim tilgangi að tengja öndunartækið beint við hálsinn. Þær aðgerðir misheppnuðust allar og var farið með hana til Bandaríkj- anna þar sem öndunartæki hennar var fært við nef. Næstu tvö ár á eft- ir var Ella nokkuð „stabíl.“ Hún bjó með foreldrum sínum í Bretlandi og fór í tvær mjög dýrar stofnfrumuað- gerðir sem Ragna safnaði fyrir með framlögum frá almenningi. Þar sem Ella var ekki með greindan sjúkdóm vonuðust þau til þess að hún myndi ná bata í aðgerðunum en sú varð ekki raunin. Hreyfigeta hennar hins vegar jókst til muna að sögn Rögnu og hún virtist eiga auðveldara með að fylgja fólki eftir og tjá sig með augum og hljóðum. Meinað að fara úr landi Í ágúst 2011 var Ella Dís farin að eiga í erfiðleikum með öndun í gegnum nefið, kok hennar var að lokast og móðir hennar vildi að hún færi í túbuaðgerð í Englandi þar sem slík aðgerð hafði þrívegis mistekist hér- lendis. Íslenskir læknar voru mót- fallnir því þar sem þeir töldu Ellu ekki þola ferðalagið. Ragna óttaðist um líf Ellu og fór á endanum með hana út eftir að hafa fengið vott- orð frá íslenskum taugalækni, sem hafði annast Ellu og taldi aðgerðina nauðsynlega. Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því í fyrstu til- raun var henni meinað af fulltrúum Barnaverndarnefndar að fara með Ellu úr landi. Hún var stöðvuð við hliðið í Leifsstöð þar sem þeir töldu Ellu Dís ekki vera nógu fríska til að fljúga. Hún fór hins vegar með hana úr landi nokkrum dögum seinna og þá án vandkvæða. Sjúkdómsgreining eftir fimm ár Aðgerðin á Ellu var framkvæmd í janúar 2012 og gekk mjög vel. Í sömu ferð rannsakaði breski lækn- irinn sem sá um Ellu Dís blóð henn- ar, því hann vildi kanna hvort hún væri með sama sjúkdóm og önnur ung stúlka sem hann var með á sinni könnu og hafði svipuð ein- kenni. Sú reyndist vera raunin, Ella Dís fékk loksins, eftir fimm ár, sjúk- dómsgreiningu. Sjúkdómurinn sem hún var greind með heitir Brown- Vialetto-Van Laere Syndrome og er alvarlegur taugasjúkdómur sem lýsir sér meðal annars í dreifðu máttleysi, öndunarerfiðleikum, heyrnarskaða og næringarerfið- leikum. Engin meðferð eða lækn- ing er til við sjúkdómnum er unnt er að meðhöndla hann með stór- um skömmtum af B2-vítamíni. Ella Dís var langt leidd af sjúkdómnum þegar hann greindist en hefði hún greinst fyrr og fengið rétta með- höndlun þá hefði hún staðið betur að vígi. Vistuð á heimili út í sveit Eftir að Ella Dís hafði fengið sjúk- dómsgreininguna var hún hins vegar vistuð á heimili úti í sveit á vegum enskra barnaverndaryfir- valda, eða frá febrúar 2012 þang- að til í ágúst sama ár. Var það vegna n Ella Dís Laurens lést aðeins átta ára gömul n Reykjavíkurborg og Sinnum heimaþjónusta kærð vegna slyss n Fékk heilaskaða sem var orsök súrefnisskorts Saga Ellu Dísar 2006 Ella Dís Laurens fæðist alheilbrigð. 2007 Bera fer á jafn- vægisskorti hjá Ellu og hún vaggar þegar hún gengur. Læknar telja það muni eldast af henni en raunin varð önnur og ástandið versnaði hratt. 2008 Læknar telja Ellu vera með SMA-sjúk- dóminn sem er ólæknandi og segja óvíst að hún nái tveggja ára aldri. Blóðprufur að utan sýna að hún er ekki með sjúkdóminn. 2008 Ella Dís hættir að geta andað og er tengd við öndunartæki. Gerðar eru þrjár tilraunir hérlendis til þess að tengja öndunartækið við hálsinn en þær misheppnast allar. 2009 Ella fer í fyrri stofnfrumuaðgerðina. 2010 Ella fer í seinni stofnfrumuaðgerðina. 2011 Ella fer að eiga erfitt með öndun í gegnum nef. Ragna fer með Ellu til Eng- lands í trássi við barnalækna hérlendis. Hún er stoppuð í Leifsstöð af barnaverndaryf- irvöldum en fer út nokkrum dögum seinna. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Ég sakna hennar svo mikið. Hjarta mínu blæðir af söknuði. Ella Dís F. 02.01. 2006 D. 05.06. 2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.