Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Blaðsíða 23
Vikublað 10.–12. júní 2014 Fréttir Stjórnmál 23
Engin þjóðstjórn
í Hafnarfirði
Ekkert varð af þjóðstjórnarhug-
myndum Bjartrar framtíðar í
Hafnarfirði. Flokkurinn fékk tvo
menn kjörna í bæjarstjórn í sín-
um fyrstu kosningum og var í lyk-
ilstöðu við myndun meirihluta.
Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti
Bjartrar framtíðar, talaði strax
fyrir kosningar um að reyna að
mynda heildstæða bæjarstjórn
án meirihluta og minnihluta þar
sem unnið yrði í sameiningu að
hagsmunum bæjarins. Þessu tali
hélt hún áfram eftir kosningar
og gaf því undir fótinn að enginn
meirihluti yrði myndaður. Í sam-
tali við RÚV sagðist hún hafa, í
þrjá sólarhringa, reynt að ná öll-
um flokkum í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar saman til fundar. Það hafi
ekki tekist og því hafi verið farið
í meirihlutaviðræður við sjálf-
stæðismenn. Nú verður Guðlaug
sjálf forseti bæjarstjórnar og Rósa
Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálf-
stæðisflokks, formaður bæjarráðs.
Hinir verða í minnihluta.
Með í meirihluta
Björt framtíð á í eða hefur lokið
meirihlutaviðræðum í nokkrum
sveitarfélögum um landið. Hægt
er að slá því
svo gott sem
föstu að flokk-
urinn muni
halda áfram
í meirihluta
í Reykjavík,
flokkurinn
hefur myndað
meirihluta í
Hafnarfirði, Kópavogi og á í við-
ræðum um að starfa með hrein-
um meirihluta sjálfstæðismanna
á Akranesi. Flokkurinn bauð fram
í níu sveitarfélögum og verður að
teljast nokkuð góður árangur að
setjast í stjórn í fjórum þeirra að
loknum kosningum. Svo virðist
sem Björt framtíð sé að festa sig í
sessi en athygli vekur að flokk-
urinn virðist jafn tilkippilegur
til hægri og vinstri. Það mun þó
ekki koma í veg fyrir vonbrigðin
í Reykjavík þar sem flokkurinn
tók við af Besta flokknum. Þar fór
flokkurinn úr sex fulltrúum niður
í tvo og var langt frá fylginu sem
mældist í skoðanakönnunum.
Fimmtán
hundruð fyrir
málefnastarf
Undirbúningur fyrir nýjan hægri-
flokk, Viðreisn, er kominn á fullt.
Sérstakur undirbúningsfundur
verður haldinn á miðvikudag þar
sem lögð verða drög að stofnun
flokksins, sem var framan af kall-
aður Nýi Sjálfstæðisflokkurinn.
Flokkurinn á rætur sínar í þeim
flokki en hópur fólks fékk nóg í
Evrópuumræðunni síðastliðinn
vetur þar sem þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins tóku undir þings-
ályktunartillögu Gunnars Braga
Sveinssonar utanríkisráðherra um
slit á aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið. Þetta á þó ekki að vera
eina mál flokksins en í fundar-
boðinu sem Benedikt Jóhannes-
son, einn leiðtoga hins nýja flokks,
sendi út fyrir miðvikudag kemur
fram að vinna á stefnu í gjaldeyris-
málum, landbúnaðarmálum, heil-
brigðismálum og menntamálum.
Það er svo í takt við áætlanir um að
Viðreisn verði vel fjármögnuð að
fundargestir greiða 1.500 krónur
fyrir að fá að taka þátt.
S
íðustu vikuna fyrir kosn-
ingar fór fátt jafn hátt og um-
deild ummæli Sveinbjargar
Birnu Sveinbjörnsdóttur,
oddvita Framsóknar og
flugvallarvina, um að afturkalla ætti
lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til
byggingar mosku. Athyglis vert er að
skoða ummælin sem féllu í vikunni
fyrir kosningar og svo strax að lokn-
um kosningum en þau lýsa minnst
þrenns konar mismunandi afstöðu í
moskumálinu.
Allt byrjaði þetta á Facebook-
stöðuuppfærslu og frétt á Vísi þar
sem haft var eftir Sveinbjörgu að
hún væri andvíg úthlutun lóða fyr-
ir mosku. „Á meðan við erum með
þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta
lóðum undir hús eins og moskur
eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðar-
kirkjuna,“ sagði hún og hélt áfram:
„Við erum búin að búa hér í sátt og
samlyndi frá landnámi. Fyrst var
það ásatrú, síðan komu siðaskiptin
– allir þekkja þessa sögu. Ég tel bara
að á meðan við erum með þjóð-
kirkju eigi sveitarfélög ekki að út-
hluta lóðum til byggingu húsa eins
og mosku.“
Þessi ummæli voru gagnrýnd
harðlega og ollu þau miklum titringi
á meðal framsóknarmanna. Þá
steig Sveinbjörg fram í opnu svar-
bréfi til Ásatrúarfélagsins og sagð-
ist vera á móti úthlutunum lóða til
trúfélaga. „Ég hef talað um að ég
sé á móti ókeyp is út hlut un lóða til
trú fé laga og í því miði eigi jafnt yfir
alla að ganga. Ég hef einnig talað
um að ég telji að borg ar bú ar eigi í
krafti lýðræðis að fá að eiga síðasta
orðið í borg ara legri leyni legri at-
kvæðagreiðslu, hvort að slík ar út-
hlut an ir eigi yf ir höfuð að eiga sér
stað,“ sagði hún þá.
Daginn fyrir kosningar kom enn
ein afstaðan fram þar sem Svein-
björg vildi koma í veg fyrir þvinguð
hjónabönd múslíma og vísaði til
Svíþjóðar. „Vilt þú búa í samfélagi
þar sem, eins og Svíar þurftu að
setja í síðustu viku, að það er refsi-
vert, hver hefði getað ímyndað sér
það, að Svíar þyrftu að setja lög þar
sem væri refsivert að þvinga fólk í
hjúskap?“ sagði hún og bætti við:
„Við þurfum að gera okkur grein
fyrir því að við þurfum að horfa til
þess hvernig hlutirnir hafa verið
á Norðurlöndunum, með þessari
trúfrelsisumræðu sem hefur ver-
ið í gangi. Við þurfum að læra af
Norður löndunum.“
Það mun svo væntanlega koma
í ljós þegar ný borgarstjórn kem-
ur saman hver hin raunverulega
afstaða flokksins er í moskumál-
inu; hvort draga eigi úthlutunina til
baka, hvort kjósa eigi um moskuna
eða hvort kjósa eigi um úthlutanir
almennt. n
Þrenns konar afstaða Sveinbjargar
og Framsóknar í moskumálinu
Hvað finnst Sveinbjörgu og Framsókn?
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Mynd Kristinn MAgnússon
Mynd sigtryggur Ari
M
eirihlutaviðræður í Reykja-
vík virðast ganga ágæt-
lega en fjórir flokkar
ræða saman um nýjan
meirihluta í borginni. Núverandi
samstarfsflokkar, Björt framtíð,
arftaki Besta flokksins, og Samfylk-
ingin vinna saman að því að mynda
meirihluta með Vinstri grænum og
Pírötum. Eining er um að Dagur B.
Eggertsson, oddviti Samfylkingar-
innar, verði næsti borgarstjóri og
er það ekki eitt af átakamálum við-
ræðnanna.
Líklegt er að auðvelt verði að
koma til móts við kröfur Pírata
en það eina sem þeir töluðu um í
aðdraganda kosninganna var að
opna stjórnsýsluna. Þegar hafa
verið stigin skref í þá átt í borgar-
stjóratíð Jóns Gnarr og ætti því að
vera nokkuð auðvelt fyrir Sam-
fylkingu og Bjarta framtíð að sam-
þykkja að stíga næstu skref í þeim
málum.
Kröfur Vinstri grænna verður
líklega erfiðara að semja um en
flokkurinn lagði upp með gjald-
frjálsa leikskóla á lokametrum
kosningabaráttunnar. Borgin hefur
verið í ströngu fjárhagslegu að-
haldi allt frá hruni og hefur ekki
mátt við miklum útgjaldaaukning-
um. Hagræða þyrfti um þrjá millj-
arða til að hægt yrði að fjármagna
hugmyndir flokksins.
Dagur og S. Björn Blöndal, odd-
viti Bjartrar framtíðar, eru hins
vegar í mjög góðri samningsstöðu
gagnvart Sóleyju Tómasdóttur,
oddvita Vinstri grænna. Ekki vant-
ar nema einn fulltrúa upp á að
Samfylking og Björt framtíð geti
myndað tveggja flokka meirihluta
og er því óþarfi að taka bæði Sól-
eyju og Halldór Auðar Svansson,
oddvita Pírata, með í meirihluta-
samstarfið.
Það verður því erfitt fyrir Sóleyju
að ná fram stærstu loforðum flokks
síns í meirihlutaviðræðunum. Það
gæti svo reynst henni dýrkeypt
innan flokksins en hún rétt marði
sigur í flokksvali Vinstri grænna
fyrir kosningarnar og er ljóst að
margir innan flokksins eru tilbúnir
að taka slaginn við hana náist ekki
hagstæður málefnasamningur við
hina flokkana í borgarstjórn. n
adalsteinn@dv.is
Pressan á Vinstri grænum
Dagur og Björn í góðri samningsstöðu
Mynd sigtryggur Ari