Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 10.–12. júní 201436 Fólk
Hætt saman
Jennifer Lopez er hætt með
dansaranum Casper Smart.
Jennifer og Casper höfðu verið
saman í tvö og hálft ár en nú
segja heimildir tímaritsins Us
Weekly að ástarævintýrið sé á
enda. „Þetta var ekki auðveld
ákvörðun fyrir þau en þau ákváðu
samt að halda áfram að vera
vinir. Þau voru mikið í burtu frá
hvort öðru og sambandið þoldi
það ekki,“ segir ónafngreindur
heimildarmaður blaðsins. Casper
hafi sjálfur reynt að sinna eigin
ferli og Jennifer sínum. Það hafi
að lokum farið með sambandið.
Liggur þungt haldinn eftir bílslys
Leikarinn Tracy Morgan lenti í sex bíla árekstri en félagi hans lét lífið í árekstrinum
B
andaríski leikarinn Tracy
Morgan, sem er þekktastur
fyrir leik sinn í þáttunum
Saturday Night Live og 30
Rock, liggur þungt haldinn á Ro-
bert Wood Johnson-háskóla-
sjúkrahúsinu í New Jersey eftir
sex bíla árekstur sem hann lenti í
á laugardaginn. Auk Morgan liggja
tveir aðrir þungt haldnir á spít-
alanum. James McNair, grínisti
og vinur Morgan, lést í slysinu
en hann var farþegi í sama bíl og
Morgan.
Kevin Rober, 35 ára vörubíl-
stjóri, gaf sig fram til lögreglu á
sunnudag og viðurkenndi að hafa
valdið slysinu. Hann hefur verið
kærður fyrir að hafa valdið dauða
einnar manneskju með bifreið
og fyrir að hafa valdið meiðslum
fjögurra með bifreið en flutninga-
bíllinn sem hann ók lenti á eðal-
vagni sem Morgan var farþegi í.
Fjölmargir hafa sent Morgan
baráttukveðju á samskiptasíð-
unni Twitter. „Ég fékk áfall þegar
ég vaknaði og heyrði að Tracy
Morgan væri slasaður. Ást til
Tracy og baráttukveðjur,“ skrifaði
Rachel Dratch, fyrrverandi leik-
kona í Saturday Night Live. „Hugur
minn er hjá Tracy Morgan og fjöl-
skyldu hans. Ég vona að honum
batni fljótt og hann haldi áfram
að koma okkur til þess að hlæja!“
skrifaði leikkonan og þáttastjórn-
andinn Joan Rivers á Twitter um
helgina. n
erlak@dv.is
Brotist inn
hjá Söndru
Brotist var inn hjá leikkonunni
Söndru Bullock um helgina.
Grunaður innbrotsþjófur er í
haldi lögreglu í Los Angeles. Inn-
brotið átti sér stað klukkan 6.30
á sunnudagsmorgun. Sandra
er sögð hafa verið heima þegar
brotist var inn en það hefur ekki
fengist staðfest samkvæmt vefsíð-
unni tmz.com. Ekki er vitað hvort
innbrotsþjófurinn náði að taka
eitthvað af heimilinu en líklega
hefur Sandra náð að hringja í lög-
reglu eða fælt hann frá áður en
hann gat athafnað sig í glæsileg-
um heimkynnum hennar.
Staðfestir
óléttuna
Kourtney Kardashian hefur stað-
fest orðróm þess efnis að hún eigi
von á sínu þriðja barni með Scott
Disick. Í kynningarstiklu fyrir
næsta þátt Keeping up With the
Kardashians sést Kourtney segja
Scott tíðindin og að sjálfsögðu
var myndavélin að fylgjast með.
„Ég er ólétt,“ segir hún við hann
í stiklunni. Scott virðist vera afar
hissa á tíðindunum en þau eiga
tvö ung börn fyrir. „Hvað?“ segir
hann og lætur flakka blótsyrði
sem eru klippt út. Þau hafa verið
saman í tvö ár og eiga saman Ma-
son, fjögurra ára, og Penelope, 23
mánaða. Von er á þriðja barninu
í desember.
Tvífari Kim Kardashian er
yfir dauðasveit í Mexíkó
n Claudia Ochoa Felix er leiðtogi Los Antrax n Montar sig á Instagram
Þ
að er ekki leiðum að
líkjast. Eða hvað? Hin
27 ára Claudia Ochoa
Felix heldur mikið upp
á Kim Kardashian,
reynir að líkjast henni í út-
liti og satt best að segja er hún
ekkert svo ólík þessari frægu
Hollywood-stjörnu sem margir
vilja þó meina að sé fræg fyrir
ekki neitt.
Kim Kardashian er í
miklu uppáhaldi hjá þessari
mexíkósku stúlku sem leiðir
einn hættulegasta hóp glæpa-
manna í heimi; Los Antrax en
það er hópur leigumorðingja
sem sér um skítverkin fyrir
hin alræmdu Sinaloa-glæpa-
samtök í Mexíkó.
Sérhæfa sig í fíkniefna
innflutningi
Bæði CIA og FBI hafa sagt
Sinaloa-glæpasamtökin ein
öflugustu sinnar tegundar í
heiminum en þau sérhæfa
sig í skipulagningu fíkniefna-
innflutnings.
Claudia nýtir sér
samfélagsmiðla til þess
að sýna og hálfpartinn
monta sig af lífsstíl sín-
um en á myndunum má
meðal annars sjá grímu-
klædda menn með sjálf-
virka riffla, demanta,
kampavín og peninga.
Reyndar heilu stæðurnar
af seðlum.
Börnin í seðlabaði
Ein myndin sýnir til að
mynda son hennar um-
vafinn seðlum uppi í
rúmi. Þá hafa einnig birst
myndir af börnum henn-
ar í baðkari sem hefur
verið fyllt af seðlum. Þá
hefur hún birt þó nokkrar
myndir af sér með uppáhaldsvopn
sitt en það er sérsmíðaður AK-
47-rifill, bleikur að lit, skreyttur
hauskúpum og beinum.
Ætluðu að skjóta Claudiu
Hingað til hefur ekki mikið borið á
Claudiu en það breyttist þó þann
7. maí síðastliðinn þegar stúlka
frá sama svæði var skotin til bana
fyrir mistök en leigumorðingjar
sem voru fengnir til verksins töldu
að þarna væri Claudia á ferð. Clau-
dia lét morðtilræðið ekki á sig fá og
hefur að undanförnu stundað stærstu
skemmtistaði landsins grimmt en ger-
ir það aðeins í fylgd fjölda lífvarða sem
eru meðal annars vopnaðir AK-47.
Segist ótengd glæpasamtökum
Þrátt fyrir að reynt hafi verið að
ráða hana af dögum þá heldur
Claudia því fram að hún tengist
ekki neinum glæpasamtökum. Af
myndunum af dæma er hún alla-
vega ekki að stunda neina góð-
gerðarstarfsemi. n
atli@dv.is
Í alveg eins
búningi Þær
Claudia og Kim
þekkjast ekki en
þykja ótrúlega
líkar. Hér er
Claudia í alveg
eins hrekkja-
vökubúningi og
Kim klæddist.
Sandur af seðlum
Claudia birtir
reglulega myndir af
börnum sínum í bók-
staflegu seðlabaði.
Hér er sonur hennar
undir seðlabúntum.
Með vopnaða lífverði Claudia nýtir hvert tækifæri til þess að sýna sig og veldi sitt á
samfélagsmiðlunum.
Hættulegur tvífari Samkvæmt CIA
og FBI eru Los Antrax hættulegur hópur
leigumorðingja sem sér um skítverkin fyrir
Sinaloa-glæpasamtökin.
Tvífari Kim Þær eiga að minnsta kosti eitt
sameiginlegt; Þær elska báðar að taka „selfie“.