Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Blaðsíða 3
Vikublað 10.–12. júní 2014 Fréttir 3 EyeSlices augnpúðar Ferskari augu á 5 mínútum Púðana má nota í 10 skipti facebook.com/Eyeslices/IcelandUpplýsingar um sölustaði: Lokað á heimild fyrir aðgerðinni í vetur n Guðmundur Felix enn í Frakklandi n Bíður eftir ágræðslu á nýjum höndum G uðmundur Felix Grétarsson bíður eftir nýjum höndum í Frakklandi en hann missti báða handleggina við öxl í vinnuslysi árið 1998. Til stóð að hann færi í aðgerðina í byrjun árs en tímasetningar hafa stöðugt verið að breytast. Síðastliðinn nóvember mátaði hann skurðarborð sem var sérsmíðað fyrir aðgerðina. Nú er hins vegar ljóst að Guðmundur Felix þarf að bíða fram á haust hið minnsta eftir að ágræðslan geti átt sér stað. Verklagsreglur endurskrifaðar „Af því að ég passa ekki inn í verk­ lagsreglur fyrir svona aðgerðir þarf að endurskrifa þær,“ útskýrir hann í samtali við blaðamann. „Áður var gat í kerfinu sem gerði mér kleift að fara á svig við hefðbundnar verklags­ reglur um það hvernig svona aðgerð­ ir eru gerðar, hverjir geta fengið slík­ ar aðgerðir og annað. Ég passaði ekki inn í neitt slíkt, bæði af því að það vantar meira á mig en almennt er þegar svona aðgerðir eru gerðar og annað. Þá þarf að bera væntanlegan árangur saman við áhættuna og meta hvort hún sé þess virði. Áhætt­ an felst fyrst og fremst í því að það þarf að setja mig á ónæmisbælandi lyf en af því að það er búið að skipta um lifur í mér þá er ég búin að vera á slíkum lyfjum og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þetta var engu að síður inni í þessum verklags­ reglum. Læknarnir ætluðu að nýta sér heimild til að gera aðgerðina af mannúðarástæðum en það var lokað fyrir það með lagabreytingum í vetur. Þannig að það er ekki hægt. Í staðinn voru verklagsreglurnar endurskrif­ aðar út frá mér.“ Skriffinnskan „djöfulleg“ Málið er nú til meðferðar hjá eftir­ litsstofnuninni ANSM í Frakklandi. „Þannig að það verður ekki hægt að gera þetta fyrr en í haust hið fyrsta. Það fara allir í sumarleyfi. Borgin tæmist bara í júlí og ágúst og það er ekki hægt að hafa mig á mannlausu sjúkrahúsi. Þannig að stefnan er sett á að ég geti farið á biðlista eftir sum­ arið.“ Sjö ár eru síðan Guðmundur Felix byrjaði að vinna í því að kom­ ast í þessa aðgerð. Árið 2011 fékk hann loks jákvætt svar. Núna hefur hann verið úti í Frakklandi í heilt ár að bíða. Þrátt fyrir að lokað hafi ver­ ið fyrir þann möguleika að gera að­ gerðina af mannúðarástæðum er Guðmundur Felix hvergi banginn, enda viss um að aðgerðin mun eiga sér stað, fyrr en síðar. „Ég var nú úti að borða læknunum þeim fyr­ ir nokkrum dögum síðan. Þeir hafa engar áhyggjur af því að þetta verði ekki samþykkt. Skriffinnskan í Frakk­ landi er bara djöfulleg.“ Brotnaði ansi víða Það var hinn 12. janúar 1998 sem Guðmundur slasaðist. Hann hafði fyrir misskilning klifrað upp í mastur Úlfarsfellslínu þar sem hann kom við rafstreng með ellefu þúsund volta spennu. Guðmundur féll niður átta metra úr mastrinu og slasaðist alvar­ lega. Auk þess sem hann missti báða handleggina brotnaði hann ansi víða, þar á meðal á hrygg, og fékk áverka á bæði lungu og lifur. „Það var strax nokkuð augljóst að lúkurnar voru farnar. Lifrin á mér fór í kjölfar­ ið. Svo segja allir að ég sé óttalegur fáviti, ég veit ekki hvort ég hafi verið það áður,“ segir hann hlæjandi. „Það sem gerðist með lifrina var að það varð svo mikill frumudauði eftir slysið og dauðir vefir söfnuðust í lifr­ inni og stífluðu hana og eyðilögðu. Þar fyrir utan hef ég verið í þokka­ legu standi,“ segir Guðmundur Felix, sem er í dag við hestaheilsu: „Annars væri ég ekki að fara í þessa aðgerð. Fyrstu árin voru erfiðust, í fjögur ár var ég alveg í steik en síðan hefur þetta allt legið upp á við.“ n Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Það er ekki hægt að hafa mig á mann- lausu sjúkrahúsi Með læknunum Guðmundur Felix fór út að borða með læknunum sem standa að að- gerðinni, móður sinni og dóttur. Í góðum gír Guð- mundur Felix mætir örlögum sínum af hógværð með þolin- mæði að vopni. Í sjö ár hefur hann unnið að því að komast í þessa aðgerð og nú er ljóst að hann þarf að bíða fram á haust hið minnsta. Hann stýrir hér hraðbát eins og ekkert sé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.