Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1956, Qupperneq 19
Verrlunarskfrslur 1954
17
Rúmlestir Innflutn.-voið
brúttó þús. kr.
V/s Björg, frá Færeyjum, fiskiskip .............. 37 300
V/s Sigurfari, frá Danmörku, fiskiskip ........ 39 693
V/s Gammur, frá Danmörku, fiskiskip ............. 46 640
V/s Vörður, frá Færeyjum, fiskiskip ............. 33 236
V/s Sæborg, frá Danmörku, fiskiskip ............. 49 648
V/s Frosti, frá Svíþjóð, fiskiskip .............. 54 736
Alls 402 5 803
Flutningaskipin eru öll nýsmíðuð og sama er að segja um eftirtalin smærri
skip: Gissur hvíti, Sigurfari, Sæborg og Frosti. Hin skipin eru ekki nýsmíðuð, en
bins vegar hafa sum þeirra verið lagfærð, eða þeim verið breytt, áður en þau voru
flutt til landsins.
Á árinu 1954 voru fluttar inn 9 flugvélar, ein stór millilandaflugvél frá Noregi,
innkaupsverð 7 099 þús. kr., ein stór farþegaflugvél til innanlandsflugs frá Banda-
ríkjunum, innkaupsverð 1 306 þús. kr., og 7 smáar flugvélar, ein frá Bretlandi og
6 frá Bandaríkjunum, innkaupsverð 1 732 þús. kr. samtals.
í 3. yfirliti er sýnd árleg neyzla nokkurra vara á hverju 5 ára skeiði,
síðan um 1880 og á hverju ári síðustu 5 árin, bæði í heild og á hvern einstakling.
Að því er snertir kaffi, sykur og tóbak er miðað við innflutt magn og talið, að
það jafngildi neyzlunni. Sama er að segja um ölið framan af þessu tímabili, en
eftir að komið var á fót reglulegri ölframleiðslu í landinu er hér miðað við innlent
framleiðslumagn. — Tölurnar, er sýna áfengisneyzluna, þarfnast sérstakra skýr-
inga. Árin 1881—1935 er miðað við innflutt áfengismagn og talið, að það jafngildi
neyzlunni. Þá er og allur innfluttur vínandi talinn áfengisneyzla, þó að hluti hans
hafi farið til annarra nota. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi um, hve stór sá hluti
hefur verið, en hins vegar má gera ráð fyrir, að meginhluti vínandans hafi á þessu
tímabili farið til drykkjar. — Frá árinu 1935 er miðað við sölu Áfengisverzlunar
ríkisins á sterkum drykkjum og léttum vínum og hún talin jafngilda neyzlunni, en
vínandainnflutningurinn er ekki meðtalinn, enda er sá hluti hans, sem farið hefir
til framleiðslu brennivíns og ákavítis hjá Áfengisverzluninni, talinn í sölu hennar á
brenndum drykkjum. Þó að eitthvað af vínandainnflutningi hennar kunni að hafa
farið til neyzlu þar fram yfir, er ekki reiknað með því í töflunni, þar sem ógerlegt
er að áætla, hversu mikið það magn muni vera. Hins vægar má gera ráð fyrir, að
það sé mjög lítið hlutfallslega. — Innflutningur vínanda síðan 1935 er sýndur í
töflunni, en hafður í sviga, þar sem hann er ekki með í neyzlunni. — Mannfjölda-
talan, sem notuð er til þess að finna neyzluna hvert ár, er meðaltal fólksfjölda í
ársbyrjun og árslok. Fólkstala fyrir 1954, sem við er miðað, er 154 270.
Hluti kaffibætis af kaffineyzlunni samkvæmt yfirlitinu var sem hér segir síðustu
5 árin (100 kg): 1950: 2 588, 1951: 2 321, 1952: 1 541, 1953: 2 163, 1954: 1 917.
4. yfirlit sýnir verðmæti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vöru-
flokkum. Skip eru, eins og fyrr greinir, tekin á skýrslu hálfsárslega, með inn-
flutningi mánaðanna júní og desember. Af skipunum, sem talin eru upp hér að
framan, er flutningaskipið Helgafell og 4 síðast nefndu fiskiskipin talin með inn-
flutningi desembermánaðar, en öll hin skipin eru með innflutningi júnímánaðar.