Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1959, Síða 11
Verzlunarskýralur 1958
9
verð. 55% uppbætur eru greiddar á afurðir úr sumarveiddri Norður-og Austur-
landssíld og afurðir af hvalveiðum, 70% á afurðir úr annarri síld(Faxasíld og smá-
síld) og loðnu, en 80% á allar aðrar íiskafurðir. Við þessar uppbætur greiddar á
fob-verð bætast ýmsir aðrir rekstrarstyrkir, sem yfirleitt eru miðaðir við ákveðn-
ar fisktegundir eða bundnir við ákveðinn veiðitíma á árinu. Uppbætur á útflutt-
ar landbúnaðarafurðir skyldu eftir sem áður ákveðnar þannig, að þær væru jafnar
heildaruppbótum bátaafurða af þorskveiðum. — Aðrar útfluttar vörur en þær,
sem bér bafa verið nefndar, skulu verðbættar samkvæmt einhverjum hinna þriggja
uppbótaflokka, eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Sem fyrr greinir eru uppbætur á útfluttar vörur og yfirfærslugjald á innflutt-
um vörum ekki meðtalið í verðmæti útflutnings og innflutnings, eins og það er
birt í Verzlunarskýrslum.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks í verzlunarskýrslum gilda
sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar vörur síðar í inn-
gangi þessum.
Nokkuð kveður að því, að útflutningsverðmæti sé áætlað í skýrslimum,
þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutningsleyfi viðskipta-
deildar utanríkisráðuneytisins. Er farið þannig að, þegar látið er uppi af hálfu
útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að lagfæra þetta síðar, og er
hér um að ræða ónákvæmni, sem getur munað allmiklu.
Það segir sig sjálft, að í verzlunarskýrslurnar koma aðeins vörur, sem afgreiddar
eru af tollyfirvöldunum á venjulegan liátt. Kaup íslenzkra skipa og flugvéla erlendis
á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í verzlunarskýrslum, og ef slíkar
vörur eru fluttar inn í landið, koma þær ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti
sem þær kunna að vera teknar til tollmeðferðar.
Fram að 1951 er þyngd vöru í verzlunarskýrslum nettóþyngd, bæði
í útflutningi og innflutningi, og svo er einnig í Verzlunarskýrslum 1951 og síðar
að því er snertir útfluttar vörur. Innfluttar vörur eru hins vegar frá
og með árinu 1951 taldar með brúttóþyngd, þ. e. með ytri umbúðum.
Mælir margt með því að miða við brúttóþyngd í stað nettóþyngdar að því er snertir
innfluttar vörur. í fyrsta lagi er yfirleitt brúttóþyngdin einvörðungu gefin upp í
skýrslum innflytjenda eins og Hagstofan fær þær frá tollyfirvöldum, þar eð vöru-
magnstollur er í flestum tilfellum miðaður við brúttóþyngd. Séu innfluttar vörur
gefnar upp með nettóþyngd í verzlunarskýrslum, er það því ávallt samkvæmt útreikn-
ingi eftir ákveðnum umreikningshlutföllum,semhljóta að verameiraeðaminnaóáreið-
anleg. í öðru lagi er fullt eins heppilegt fyrir innflytjendur og aðra notendur skýrsln-
anna, að þyngd sé gefin upp brúttó, vegna þess að þeir eru kunnugri þeirri tölu en
nettótölunni. í þriðja lagi gefur brúttóþyngd betri hugmynd um flutningaþörfina
til landsins, og enn fremur eru flutningsgjöld að sjálfsögðu miðuð við bana. Loks
felst í því mikill vinnusparnaður fyrir Hagstofuna, við samningu verzlunarskýrsln-
anna, að miðað sé við brúttó- en ekki nettóþyngd. Af öllum þessum ástæðum var
ákveðið að taka upp brúttóþyngd í stað nettóþyngdar í verzlunar-
skýrslum, enda var áður búið að ganga úr skugga um, að það færi ekki í bág
við alþjóðasamþykktir um fyrirkomulag verzlunarskýrslna. Að vísu mun í verzlunar-
skýrslum annarra landa yfirleitt vera notuð nettóþyngd, en þar er ekki um að ræða
neina skuldbindingu eða kvöð, heldur getur hvert land hagað þessu eins og því
hentar bezt.
Sá annmarki fylgir breytingu þeirri, sem hér um ræðir, að samanburður við
eldri innflutningstölur torveldast. Er leitazt við að bæta eitthvað úr þessu með
b