Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1959, Síða 12
10*
Verzlunarskýrslur 1958
því að sýna í töflu IV A, í sérstökum dálki, hve miklum hundraðshluta
nettóþyngd er talin nema af brúttóþyngd fyrir hverja einstaka vöru-
tegund. Hlutföll þessi voru notuð við umreikning brúttóþyngdar í nettóþyngd í
verzlunarskýrslum 1950. Var gerð sérstök athugun á innflutningnum 1950 í því
skyni að finna sem réttust hlutföll milli brúttó- og nettóþyngdar, og fengust um
þetta tiltölulega öruggar niðurstöður að því er snertir flestar vörur. í suinum til-
fellum var þó haldið áfram að nota hlutföll, sem Hagstofan hafði áður notað við
útreikning á nettóþyngd viðkomandi vörutegunda.
Gjaldeyrisgengi. I árslok 1958 var skráð gengi Landsbankans á erlendum
gjaldeyri sem hér segir (í kr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Sterlingspund 1 45,55 45,70
Bandaríkjadollar 1 16,26 16,32
Kanadadollar í 16,87 16,93
Dönsk króna 100 235,50 236,30
Norsk króna 100 227,75 228,50
Sænsk króna 100 314,45 315,50
Finnskt mark 100 - 5,10
Franskur franki 1 000 32,93 33,06
Belgískur franki 100 32,80 32,90
Svissneskur franki 100 374,80 376,00
Gyllini 100 431,00 432,40
Tékknesk króna 100 225,72 226,67
Vestur-þýzkt mark 100 390,00 391,30
Líra 1 000 25,94 26,04
Eftirtaldar breytingar urðu í gengisskráningu erlendis gjaldeyris á árinu
1958: Sölugengi Kanadadollars hækkaði 14. marz úr 16,56 í 16,70, 10. apríl í 16,81 og
31. maí í 16,96, lækkaði síðan 26. ágúst í 16,86 og 6. sept. í 16,70, hækkaði svo
aftur 10. okt. í 16,81 og 10. des. í 16,93. Kaupgengið var 6 aurum lægra en sölu-
gengið allt árið. Sölugengi franskra franka lækkaði 31. des úr kr. 38,86 fyrir 1000
franka í kr. 33,06 og kaupgengið úr kr. 38,73 í kr. 32,93. Gyllini hækkaði 10. okt.,
sölugengi úr kr. 431,10 fyrir 100 gyllini í kr. 432,40, og kaupgengi úr kr. 429,70
í kr. 431,00.
Innflutningstölur verzlunarskýrslnanna eru afleiðing umreiknings í íslenzka
mynt á sölugengi, en útflutningstölurnar eru aftur á móti miðaðar við kaupgengi.