Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1959, Blaðsíða 14
12*
Verzlunarskýrslur 1958
tölur þessar með því að fletta upp í Verzlunarskýrslum 1924, bls. 7*, og Verzlunar-
Verðvísitölur Vörumagngvísitölur
indices o/ prices indices of auantum
Innflutt Útflutt Innflutt Utílutt
imp. exp. imp. exp.
1935 100 100 100 100
1936 102 97 93 107
1937 113 110 103 112
1938 103 102 119
1939 133 112 111
1940 185 219 88 127
1941 209 310 138 127
1942 329 211 127
1943 297 282 186 177
1944 291 289 187 188
1945 294 261 194
1946 273 332 357 187
1947 308 362 370 172
1948 370 291 228
1949 345 345 271 180
1950 574 511 208 173
1951 741 628 274 246
1952 758 645 264 209
1953 697 638 350 237
1954 670 637 371 284
1955 665 649 419 280
1956 687 652 470 339
1957 715 657 418 322
1958 657 456 349
Tveir aftari dálkarnir sýna breytingar á inn- og útflutningsmagni.
Árið 1957 nam innflutningurinn 1 361 705 þús. kr. og útflutningurinn 987 602
þús. kr. Með sama meðalverði 1958 og var 1957 hefðu tölurnar fyrir 1958 orðið
sem hér segir: Innflutningur 1 485 177 þús. kr. og útflutningur 1 070 789 þús. kr.
Verðmunurinn stafar af breyttu vörumagni, og liefur innflutningsmagnið sam-
kvæmt þessu aukizt um 9,1% og útflutningsmagnið um 8,4%.
Tveir fremri dálkar yfirlitsins hér að ofan sýna verðbreytingar. Sé reikn-
að með verðinu 1957, hefði innflutningurinn 1958 numið 1 485 177 þús. kr. og
útflutningurinn 1 070 789 þús. kr., eins og áður segir. En tilsvarandi raunveru-
legar tölur eru: Innflutningur 1 397 592 þús. kr. og útflutningur 1 070 197 þús. kr.
Frá 1957 til 1958 liefur því, ef hvort árið um sig er tekið sem lieild, orðið 5,9%
verðlækkun á innflutningsvörum, en 0,1% verðlækkun á útflutningsvörum. Verð-
hlutfallið jnilli útfluttrar og innfluttrar vöru hefur þá hækkað um 6,2% miðað
við árið áður, 1957. Hér er þess að gæta, að þessi útreikningur er sem fyrr miðaður
við fob-verð útflutningsvara, en við cif-verð innflutningsvara, og geta því niður-
stöður hans verið villandi, ef meiri háttar breytingar hafa orðið á flutningsgjöld-
um þess hluta innflutningsins, sem er með íslenzkum skipum. í júní 1958 liækkuðu
farmgjöld fóðurvöru um 55% og farmgjöld annarra vara um 18% (í júlí liækkað
í 20%) vegna 55% yfirfærslugjaldsins. Ef þetta hefði ekki átt sér stað, hefði verð-
hlutfallið hækkað meir en um fyrr greind 6,2% og hefði það orðið réttari niður-
staða. Lækkunin á verði innflutningsins frá 1957 til 1958 stafar annars að veru-
legu leyti af lækkun farmgjalda fyrir olíur og bensín, en einnig hefur orðið tals-
verð lækkun á fob-verði þessara vara.
Síðan 1935 hefur þyngd alls innflutnings og útflutnings verið talin
saman. Árin 1935—1950 er þyngd innflutnings í verzlunarskýrslum nettóþyngd,