Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1959, Qupperneq 28
26*
Verzlunarskýrslur 1958
Hluti kaffibætis af kaffineyzlunni samkvæmt yfirlitinu var sem hér segir
síðustu 5 árin (100 kg); 1954: 1917, 1955: 1767, 1956: 1774, 1957: 1655,
1958: 1855.
4. yfirlit sýnir verðmæti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vöru-
deildum. Skip eru, eins og fyrr greinir, tekin á skýrslu hálfsárslega, með inn-
flutningi mánaðanna júní og desember. Af skipuuum, sem talin eru upp hér að
framan, eru þessi talin með innflutningi júnímánaðar: Gissur hvíti, Freyja, Fyl-
kir, Haförn, Reynir og Þormóður goði. 011 hin skipin eru tahn með innflutningi
desembermánaður.
Innflutningur varnarliðseigna. Við lok lieimstyrjaldarinnar var sett á fót nefnd,
er keypti fyrir hönd ríkissjóðs ýmsar eignir setuliðanna tveggja, sem þau tóku
ekki með sér, þegar þau fóru af landi burt. Nefndin sá og um sölu slíkra eigna til
innlendra aðila. Árið 1951 hófust sams konar kaup af bandaríska liðinu, sem kom
til landsins samkvæmt varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna í maí 1951.
— Vörur þær, sem Sölunefnd varnarliðseigna kaupir af varnarliðinu, fá ekki toll-
meðferð eins og allar aðrar innfluttar vörur, og er þar af leiðandi ógerlegt að telja
þær með innflutningi í verzlunarskýrslum. Rétt þykir að gera hér nokkra grein
fyrir þessum innflutningi og fer hér á eftir yfirlit um heildarupphæð þessara kaupa
hvert áranna 1951—58 (í þús. kr.):
1951 204 1954 1 731 1957 2 401
1952 77 1955 2 045 1958 5 113
1953 664 1956 2 439
í kaupverðmætinu er innifahnn kostnaður við viðgerðir o. fl. til aukningar á
6öluverðmæti, o. fl. Sundurgreining kaupverðmætisins eftir vöruflokkum 1957 og
1958 fer hér á eftir (í þús. kr.):
1957 1958
Niðursuðuvörur ........................................ 110 39
Brotajárn .............................................. 27 146
Hreinlætis- og snyrtivörur ............................ 225 121
Járnvörur .............................................. 90 44
Vélar aðrar en rafmagnsvélar ........................... 88 74
Rafmagnsvélar og -áhöld ................................ 95 400
Fólksbifreiðar (tala: 1957:95, 1958:90) ............... 875 1 522
Aðrar bifreiðar (tala: 1957:75, 1958:32) .............. 284 384
Varahlutir í bifreiðar og aðrar vélar................... 28 473
Fatnaður og skófatnaður ............................... 112 114
Ymsar byggingarvörur..................................... 2 385
Aðrar vörur frá varnarliðinu ........................... 97 100
Vörur keyptar innanlands vegna söluvarnings,
svo og viðgerðir .................................... 193 586
Leyfis-, yfirfærslu- og útflutningssjóðsgjald ......... 121 725
Skilaðar vörur og afslættir............................. 54 —
Alls 2 401 5 113
4. Útfluttar vörur.
Exports.
í töflu IV B (bls. 72—79) er skýrt frá útflutningi á hverri einstakri
vörutegund frá landinu í heild sinni. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir skyld-