Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1959, Side 34
32
Vrrzlunarskýrslur 1958
8. yfirlit. Tollarnir 1931—1958.
Customs duties.
Aðflutningagjald import duty
Vínfangatollur tcine and spirita Vörumagn £3 á o h -a a tollur spec 1 | £ - ° | «8 = fic duty 'S ° - 1 Annar vöru- magnstollur other specific duty Verðtollur ad valorem duty Samtals total
1000 kx. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
1931—35 meðaltal 715 1 266 1 120 112 1 552 1 394 6 159
1936—40 — 1 127 1 654 1 243 76 2 140 3 019 9 259
1941—45 1 763 3 089 1 385 220 3 170 34 979 44 606
1946 50 — 2 428 5 086 2 087 472 11 367 61 710 83 150
1951—55 — 2 261 4 511 729 678 18 883 140 096 167 158
1954 2 476 4 488 124 797 21 273 152 341 181 499
1955 2 269 4 821 161 710 21 532 180 541 210 034
1956 2 830 5 271 203 756 27 249 218 513 254 822
1957 2 515 9 998 216 867 23 681 176 461 213 738
1958 2 960 10 562 282 958 21 644 249 381 285 787
Tafla VII sýnir verðmæti innflutnings í pósti, en tilsvarandi skýrslur um út-
flutning í pósti eru ekki fyrir hendi, enda hefur verið lítið um, að verzlunarvörur
væru sendar út í pósti. — Póstbögglar, sem sendir eru að gjöf, hvort heldur hingað
til lands eða héðan frá einstaklingum, eru ekki teknir með í verzlunarskýrslurnar.
7. Tollarnir.
Customs duties.
Tafla VIII (bls. 141—142) sýnir tolltekjur ríkissjóðs, tilfallnar árið 1958,
af hinum svo nefndu gömlu tollvörum (áfengi, tóbak, sykur, te og kakaó, sjá
nánar Verzlunarskýrslur 1948, bls. 29*), svo og af nokkrum öðrum vörum (trjá-
viður, kol, brennsluolíur, salt og sement). Hefur Hagstofan reiknað út verðtollinn
af þessum vörum með því að margfalda innflutningsverðið (cif) samkvæmt verzl-
unarskýrslum með verðtolli hverrar þessara vara fyrir sig eftir tollskránni. Vöru-
magnstollurinn hefur á sama hátt verið reiknaður út með því að margfalda nettó-
eða brúttóinnflutningsmagn hverrar vöru, eftir því sem við á, með tilheyrandi
vörumagnstolli. 1 töflu VIII eru svo gefnar upp í einu lagi tolltekjur ríkissjóðs
af öllum öðrum vörum.
Með auglýsingu fjármálaráðuneytisins, nr. 195/1957, voru samkvæmt heimild
í 1. nr. 85/1957, endurnýjuð fyiir árið 1958 ákvæði auglýsingar nr. 235/1952, um
niðurfellingu tolla af kornvöru, kaffi og sykri (þ. á m. flórsykur og púður-
sykur o. fl., en ekki síróp, þrúgusykur o. fl.). Eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar
voru frá og með 22. des. 1952 felldir alveg niður tollar af kaffi og sykri, sbr. lög
nr. 12/1953. Var þetta einn þáttur í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar til úrlausnar
verkföllum þeim, er voru leidd til lykta með samkomulagi vinnuveitenda og stéttar-
félaga 19. des. 1952.