Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1959, Síða 35
Yerzlunarskýrslur 1958
33*
Með lögum nr. 85/1957 voru fyrir árið 1958 endurnýjuð áður gildandi ákvæði
um, að vörumagnstollur á bensíni samkvæmt 27. kafla tollskrárinnar skuli
innheimtur með 20 aur. í stað 1 eyris, svo og ákvæði laga nr. 3/1956 um 80% álag
á verðtollinn, hvort tveggja með sömu undantekningum og áður voru í gildi.
Ákvæðið um 340% álag á vörumagnstollinn var með nefndum lögum framlengt til
ársloka 1958.
Með lögum nr. 82/1957 voru ákvæðin um 7% söluskatt af tollverði inn-
fluttrar vöru, að viðbættum aðflutningsgjöldum og áætlaðri álagningu 10% (sjá
nánar Verzlunarskýrslur 1949, bls. 27*), framlengd til ársloka 1958. Ákvæðin um,
hvaða vörur skuli vera undanþegnar söluskatti, héldust óbreytt. Með sömu lögum
voru endurnýjuð óbreytt ákvæði laga nr. 112/1950 um 35% viðbótargjöld af inn-
flutningsleyfum fyrir fólksbifreiðum.
Á bls. 8* í inngangi þessum er skýrt frá þeim breytingum á gjaldbeimtu,
sem ákveðnar voru með lögum nr. 33 29. maí 1958, um útflutningssjóð o. fl., og
vísast til þess.
Tekjur ríkissjóðs af söluskatti á innfluttum vörum eru ekki taldar í
töflu VIII, og sama gildir um 35% gjaldið af innflutningsleyfum fyrir fólksbifreið-
um, um 125% og síðar 160% gjaldið af innflutningsleyfum fyrir fólksbifreiðum
og sendiferðabifreiðum, svo og um þau gjöld, er ákveðin voru með lögum um
útflutningssjóð í desember 1956 og lögum um útflutningssjóð í maí 1958, er komu
í stað binna fyrr nefndu (sjá bls. 8* að framan). — í töflu VIII eru og aðeins tabn
aðflutningsgjöld á bensíni skv. tollskrárlögunum 1939 með síðari breytingum.
Hið sérstaka innflutningsgjald á bensíni, skv. lögum nr. 84/1932 með síð-
ari breytingum — en það var með lögum nr. 3/1956 bækkað úr 31 eyri í 51 eyri
á btra — kemur með öðrum orðum til viðbótar aðflutningsgjöldum af bensíni,
eins og þau eru tabn í töflu VIII, og sama máb gegnir um 62 au. nýtt gjald á bens-
ín skv. 46. gr. laga nr. 33/1958, um útflutningssjóð o.fl. 1 Verzlunarskýrslum 1949,
bls. 27*, er greint nánar frá innflutningsgjaldi skv. lögum nr. 84/1932 með síðari
breytingum.
í 8. yfirliti er samanburður á vörumagnstobtekjum ríkissjóðs af binum gömlu
tollvörum 6 síðustu árin og fjögur 5 ára tímabil þar áður, og jafnframt eru til-
greindar þar vörumagnstolltekjur af öðrum vörum og beildarupphæð verðtollsins
þessi sömu ár.
Hér fer áeftir yfirbt um hundraðshluta tolltekna ríkissjóðs af heildar-
verðmæti innflutningsins. í því sambandi verður að hafa í buga, að innflutn-
ingsgjaldið af bensíni ásamt viðbótargjöldum á innflutningsleyfi, svo og söluskattur
°g gjöld af innfluttum vörum skv. lögum um útflutningssjóð o. fl., er bér ekki
meðtabð í tobtekjunum, eins og fyrr var getið.
1931—35 meðaltal...... 13,4 % 1950 14,7 % 1954 16,1 %
1936—40 — 16,2 „ 1951 15,4 „ 1955 16,6 „
1941-45 — 18,6 „ 1952 14,3 „ 1956 17,4 „
1946—50 — 17,4 „ 1953 15,5 „ 1957 15,7 „
1958 20,4 „
í 1. kafla inngangsins er greint frá hinum ýmsu gjöldum á útflutnings-
vörum, sem voru í gildi á árinu 1958. Eins og þar kemur fram eru gjöld þessi,
að útflutningsleyfisgjaldinu fráteknu,innheimt af ríkissjóði fyrir aðra aðila samkvæmt
lagaákvæðum þar að lútandi. Tekjur ríkissjóðs af útflutningsleyfisgjaldinu 1958
námu 1 060 þús. kr.
é