Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1967, Page 9
Ver*lunarskýr«Iur 1966
V
einnig verið gefinn upp á fob-verði í nokkrum töflum. Svo er nú í töfl-
um I og IV og í 2. yfirliti í inngangi. — í þeim kafla inngangsins, sem
fjallar sérstaklega um innfluttar vörur, verður vikið nánar að fob-verð-
mæti innflutningsins og mismun þess og cif-verðmætisins.
Innflutiiingsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda,
sem Hagstofan fær samrit af. Skýrslutöku skipa og flugvéla, sem fluttar
eru til landsins, er þó öðru vísi háttað. Skýrslu um slíkan innflutning fær
Hagstofan yfirleitt ekki frá tollyfirvöldunum, heldur beint frá hlutað-
eigandi innflytjendum. Upplýsa þeir, hver sé byggingarkostnaður eða
kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst áætlaður heimflutn-
ingskostnaður og kemur þá fram verðmætið, sem tekið er í verzlunar-
skýrslur. Skipainnflutningurinn hefur frá og með árinu 1949 verið tekinn
á skýrslu hálfsárslega, þ. e. með innflutningi júnímánaðar og desember-
mánaðar, og sömu reglu hefur verið fylgt um flugvélainnflutninginn. Þó
var skipainnflutningurinn í janúar og febrúar 1960 talinn með innflutn-
ingi febrúarmánaðar, þar sem rétt þótti að reikna hann á því gengi, sem
gilti fyrir 22. febr. 1960, enda voru allar tölur verzlunarskýrslna frá 1. marz
1960 miðaðar við það gengi, sem kom til framkvæmda 22. febrúar. — í
kaflanum um innfluttar vörur síðar í innganginum er gerð nánari grein
fyrir skipainnflutningnum á árinu 1966. — Útflutt skip hafa að jafnaði
verið tekin á skýrslu hálfsárslega. í kaflanum um útfluttar vörur síðar
í innganginum er gerð grein fyrir sölu skipa úr landi 1966.
Útflutningurinn er í verzlunarskýrslum talinn á söluverði afurða
með umbúðum, fluttra um borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fyrst
fara frá. Er hér yfirleitt miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflytj-
anda. Sé um að ræða greiðslu umboðslauna til erlends aðila og það heimil-
að i útflutningsleyfinu, er upphæð þeirra dregin frá, til þess að hreint fob-
verð komi fram. — Fob-verð vöru, sem seld er úr landi með cif-skilmálum,
er fundið með því að draga frá cif-verðmætinu flutningskostnað og trygg-
ingu, ásamt umboðslaunum, ef nokkur eru. — Nettóverðið til útflytjand-
ans er fob-verðið samkvæmt verzlunarskýrslum að frádregnum gjöldum á
útfluiningi. Með lögum nr. 4 28. febrúar 1966, um útflutningsgjald af
sjávarafurðum, féllu úr gildi 1. marz s. á. ákvæði um þau efni i lögum
nr. 1/1964 um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o. fl. Vísast til bís. 7*
í Verzlunarskýrslum 1965 um siðar nefnd lög. Samkvæmt hinum nýju
lögum skyldi útflutningsgjald nema: 530 kr. á tonn (þó aldrei meirá
én sém svarar 4,2% af fob-verði) freðfiskflaka, skreiðar, hertra þorsk-
hausa, verkaðs og óverkaðs saltfisks, saltfiskflaka, saltbita, frystra hfogna,
frysts humars og frystra rækja. 4,2% af fob-verði heilfrysts fisks, frysts
fiskúrgangs, saltaðra þunnilda og saltaðra hrogna. 6% af fob-verði ís-
varins fisks, fiskmjöls, karfamjöls, karfalýsis, heilfrystrar síldar, frystra
sildarflaka, saltsíldar, loðnumjöls, loðnulýsis, hvallýsis, hvalmjöls, frysts
hvalkjöts, svo og annarra sjávarafurða ót. a. 8% af fob-verði síldarlýsis,
síldarmjöls og síldarsoðkjarna. Niðursoðnar og niðurlagðar sjávarafurðir