Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1967, Síða 18
16*
Verzlunarskýrslur 1966
2. yfirlit (frh.). Sundurgreining á cif-verði innflutningsins 1966, eftir vörudeildum.
■s • ► | á! II
« o Ui Ifj S2 ii b, M U
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
83 FerBabúnaCur, handtöskur o. þ. h 9 991 109 907 11 007
84 85 194 463 2 039 9 412 205 914
84 875 893 4 451 90 219
86 Vísinda-, mæli-, ljósmyndatæki, o. fl.* 95 962 994 3 448 100 404
89 235 734 2 495 13 745 251 974
9 Vörur og viðskipti ekki flokkuð eftir tegund .. 1 912 20 82 2 014
Samtals 6 175 941 66 706 610 060 6 852 707
Alls án skipa og flugvéla 5 624 418 66 639 607 288 6 298 345
*) Heiti vðrudeildar itytt. ijá fullau texta á bli. 20* i inngaugi.
um að ræða hækkun þessa lágmarks úr 25 þús. kr., frá því sem var í
Verzlunarskýrslum 1963—65.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvaranna bæði cif og fob eftir
vörudeildum. Ef skip og flugvélar er undanskilið — en á slíkum inn-
flutningi er cif-verðið talið sama og fob-verðið (nema á litlum flugvélum)
— nemur fob-verðmæti innflutningsins 1966 alls 5 624 418 þús. kr., en
cif-verðið 6 298 345 þús. kr. Fob-verðmæti innflutnings 1966 að undan-
skildum skipum og flugvélum var þannig 89,3% af cif-verðmætinu. —
Ef litið er á einstaka flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og cif-
verðs er mjög mismunandi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa,
ef litið er á einstakar vörutegundir.
Til þess að fá einhverja vitneskju um, hvernig mismunur cif- og
fob-verðs skiptist á vátryggingu og flutningskostnað, hefur hún verið
áætluð, og verður flutningskostnaðurinn þá sá mismunur, sem fram kem-
ur, þegar fob-verð ásamt áætlaðri vátryggingu er dregið frá cif-verðinu.
Vátryggingin er áætluð með því að margfalda cif-verðmæti vörutegunda,
sem koma til landsins i heilum skipsförmum, með viðeigandi iðgjalds-
hundraðshluta, en hvað snertir aðrar innfluttar vörur er cif-verðmæti
hverrar vörudeildar yfirleitt margfaldað með iðgjaldshundraðshluta
stykkjavöru almennt. Tryggingaiðgjald á olium og benzíni með tankskip-
um reiknast 0,27% af cif-verðmæti + 10%, og á öðrum vörum er það
reiknað sem hér segir, miðað við cif-verðmæti + 10%: Kol 0,75%, almennt
salt 0,5%, almennt timbur 0,85%, kornvörur, sykur, o. fl. 0,75%, bifreiðar
2,5%. Tryggingaiðgjald á vörum, sem ekki fá sérstaka meðferð í þessum
útreikningi, er reiknað 0,9% af cif-verðmæti + 10%. — Að svo miklu
leyti sem tryggingaiðgjald kann að vera talið of hátt eða of lágt í 2. yfirliti,
er flutningskostnaður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of hátt.
Innflutningsverðmæti skipa, sem flutt voru inn á árinu 1966, nam
alls 263,8 millj. kr., og fer hér á eftir skrá yfir þau.