Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1967, Qupperneq 21
Verzlnnarskýrslur 1966
19*
landinu er hér miðað við innlent framleiðslumagn. — Vert er að hafa
það í huga, að innflutt vörumagn segir ekki rétt til um neyzlumagn, nema
birgðir séu hinar sömu við byrjun og lok viðkomandi árs, en þar getur
munað miklu.
Tölurnar, er sýna áfengisneyzluna, þarfnast sérstakra skýringa. Árin
1881—1935 er miðað við innflutt áfengismagn og talið, að það jafngildi
neyzlunni. Þá er og allur innfluttur vinandi talinn áfengisneyzla, þó að
hluti hans hafi farið til annarra nota. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi
um, hve stór sá hluti hefur verið, en hins vegar má gera ráð fyrir, að
meginhluti vínandans hafi á þessu tímabili farið til drykkjar. — Frá
árinu 1935 er miðað við sölu Áfengisverzlunar ríkisins á sterkum drykkjum
og léttum vinum og hún talin jafngilda neyzlunni, en vínandainnflutning-
urinn er ekki meðtalinn, enda er sá hluti hans, sem farið hefir til fram-
leiðslu brennivins og ákavítis hjá Áfengisverzluninni, talinn í sölu hennar
á brenndum drykkjum. Þó að eitthvað af vinandainnflutningi hennar
kunni að hafa farið til neyzlu þar fram yfir, er ekki reiknað með því í
töflunni, þar sem ógerlegt er að áætla, hversu mikið það magn muni vera.
Hins vegar má gera ráð fyrir, að það sé mjög lítið hlutfallslega. — Inn-
flutningur vínanda síðan 1935 er sýndur í töflunni, en hafður i sviga, þar
sem hann er ekki með í neyzlunni. — Það skal tekið fram, að áfengi,
sem áhafnir skipa og flugvéla og farþegar frá útlöndum taka með sér inn
í landið, er ekki talið í þeim tölum, sem hér eru birtar, en þar mun vera
um að ræða mikið magn. Þetta ásamt öðru, sem hér kemur til greina, gerir
það að verkum, að tölur 3. yfirlits um áfengisneyzluna eru ótraustar, eink-
um seinni árin. — Mannfjöldatalan, sem notuð er til þess að finna neyzl-
una hvert ár, er meðaltal fólksfjölda í ársbyrjun og árslok. Fólkstala fyrir
1966, sem við er miðað, er 195 380.
Hluti kaffibætis af kaffineyzlunni samkvæmt yfirlitinu var sem hér
segir síðustu 5 árin (100 kg): 1962: 1 145, 1963: 938, 1964: 896, 1965:
664, 1966: 614.
4. yfirlit sýnir verðmæti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vöru-
deildum. Skip og flugvélar er tekið á skýrslu hálfsárslega með innflutn-
ingi júní og desember. Fyrr i þessum kafla var gerð grein fyrir, hvernig
innflutningur skipa og flugvéla 1966 skipist á árið.
Fyrir árin 1935—50, hvert um sig, var i inngangi Verzlunarskýrslna
tafla, er sýndi skiptingu innflutnings eftir notkun og vinnslustigi. Var
vörunum þar skipt í 2 aðalflokka, framleiðsluvörur og neyzluvörur, og
innan hvers flokks var annars vegar frekari sundurgreining eftir notkun
vara og hins vegar eftir vinnslustigi. Tafla þessi, sem var gerð eftir fyrir-
mynd hagstofu Þjóðabandalagsins gamla, var felld úr Verzlunarskýrslum
frá og með árinu 1951, þar eð hún taldist gagnslítil og jafnvel villandi.
Siðan var ekki birt nein slík skipting innflutnings eftir notkun vara fyrr en
i Verzlunarskýrslum 1959. í 5. yfirliti er sýnd skipting innflutnings 1966
eftir notkun vara og auk þess eftir innkaupasvæðum. — Flokkun inn-