Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1967, Side 35
Verzlunarskýrslur 1966
33*
tiltækilegt að gera yfirlit um það. Þó hefur verið breytt til um nokkrar
vörur, þar sem augljóst hefur þótt, hvert upprunalandið var. Á þetta einkum
við um sumar þungavörur, svo sem kol, olíur, benzin, salt o. fl. Á sama
hátt vantar oft upplýsingar um neyzluland varanna í útflutningsskýrslum
útflytjenda, og þess vegna er útflutningslandið í þeim að jafnaði söluland
i skýrslum. Frá og með ársbyrjun 1964 er hins vegar vikið frá þessu, að
svo miklu leyti sem upplýsingar um neyzluland liggja fyrir. Hefur það
þýðingu i sambandi við ýmsar vörur, einkum þó skreið.
6. Viðskipti við útlönd eftir tollafgreiðslustöðum.
External trade by places of customs clearance.
Töflu VI á bls. 172 er ætlað að sýna verð innfluttrar og útfluttrar vöru
eftir tollafgreiðslustöðum. í því sambandi skal tekið fram, að tölur þess-
arar töflu eru að ýmsu leyti óáreiðanlegar vegna annmarka, sem erfitt er
að bæta úr. T. d. kveður talsvert að því, að farmar og einstakar vöru-
sendingar séu tollafgreiddar — og þar með taldar fluttar inn — i öðru toll-
umdæmi en þar, sem innflytjandi er búsettur. Eins og vænta má, er það
aðallega í Reykjavík, sem tollafgreiddar eru vörur, sem fluttar eru inn
af innflytjendum annars staðar á landinu.
Taflan gefur enn fremur að sumu leyti ófullkomna hugmynd um
skiptingu útflutningsins á afgreiðslustaði, þar sem það er talsvert mikið
á reiki, hvaðan útflutningurinn er tilkynntur. Stafar þetta einkum af þvi,
að sölusambönd, sem hafa aðsetur i Reykjavík, annast sölu og útflutning
á sumum helztu útflutningsvörunum, þannig að útflutningsvörur utan af
landi eru afgreiddar i Reykjavík og oft ekki tilkynntar Hagstofunni sem
útflutningur frá viðkomandi afskipunarhöfn.
Tafla VI sýnir verðmæti innflutnings í pósti. Mjög litið er um út-
flutning í pósti og þvi nær eingöngu frá Reykjavik. — Póstbögglar, sem
sendir eru að gjöf, hvort heldur hingað til lands eða héðan frá einstakling-
um, eru ekki teknir með í verzlunarskýrslur.
í töflu VI kemur fram, að cif-verðmæti vara, sem fóru um toll-
vörugeymsluna i Reykjavik 1966, var 194,7 millj. kr. Tollvörugeymslan
h.f., sem fékk heimild ráðherra til að reka almenna tollvörugeymslu í
Reykjavik (sbr. lög nr. 47/1960 og reglugerð nr. 56/ 1961), hóf starfsemi
i ágúst 1964. Aðalhlutverk hennar er að skapa innflytjendum aðstöðu
til að fá, að vissu marki, einstakar vörusendingar tollafgreiddar smám
saman eftir hentugleikum. Að sjálfsögðu eru það aðallega tiltölulega
fyrirferðarlitlar vörur, og vörur með háum tolli, sem færðar eru i toll-
vörugeymslu. — Það skal tekið fram, að Hagstofan telur allar vörur i
vörusendingu fluttar inn, þegar þær eru færðar í tollvörugeymslu eftir
komu þeirra til landsins i farmrými skips eða flugvélar, eða i pósti, —
en ekki þegar einstakir hlutar vörusendingar eru endanlega tollafgreiddir
og afhentir innflytjanda.