Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1967, Qupperneq 40
38*
Verzlunarskýrslur 1966
ferðabifreiðum. Fob-gjald á þeim hefur verið 30% síðan i ársbyrjun
1963, en þó 65%, ef akstur þeirra er aukastarf viðkomandi eiganda.
Með lögum nr. 17 4. maí 1966, um breyting á lögum nr. 7/1963
um tollskrá o. fl., var ákveðin talsverð lækkun tolla á nokkrum bygg-
ingarvörum (svo sem á tilbúnum húsum, innréttingum o. fl.), í sam-
bandi við áætlun rikisins um byggingar íbúðarhúsa í Reykjavík. Að
öðru leyti var í þessum lögum aðallega kveðið á um tæknilega sam-
ræmingu tolltaxta o. þ. h.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innflutt-
nm vörum sem hér segir, í millj. kr.: i965 1966
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá* 1) ............................ 1 741.2*) 2187.8
Benzíngjald2) .................................................... 166.1 227.3
Gúmmígjald2) ......................................................... 10.3 12.1
Fob-gjald af bifreiðum og bifhjólum ................................ 123.3 18ík0
Ails 2 040.9 2 616.2
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjanda — en
ekki til endursölu — er ekki meðtalinn í ofan greindum fjárhæðum.
Hinn almenni söluskattur á innlenduin viðskiptum var óbreyttur frá
árinu áður, 7%%. Samkvæmt j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, um söluskatt,
skal söluskattur af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjenda leggjast
á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum og 10% áætlaðri álagn-
ingu. Tekjur af þessu gjaldi voru 45,1 millj. kr. 1965, en 75,4 millj.
kr. 1966.
Ofan greindur samanburður á tekjum af gjöldum á innfluttum
vörum sýnir 28,2% hækkun þeirra frá 1965 til 1966. Heildarverðmæti
innflutnings hælckaði hins vegar um 16,1% frá 1965 til 1966. Sé inn-
flutningi skipa og flugvéla sleppt bæði árin —en á þeim eru engin gjöld
— er hækkun innflutningsverðmætisins 18,3%.
Hér á eftir er sýnd skipting cif-verðmætis innflutningsins 1966
eftir tollhæð, bæði í beinum tÖlum og hlutfallstölum. Er allt árið miðað
við tolltaxtana eins og þeir voru frá og með maí 1966, en þá lækkaði
tollur á nokkrum vörum, eins og áður ségir. í eftirfarandi yfirliti er
ekki tekið tillit til niðurfellingar og endurgreiðslu tolls samkvæmt
heimildum i 3. gr. tollskrárlaga, en þær skipta þó nokkru máli, aðallega
i tollflokkum 35%, 30% og 25%. — Sams konar yfirlit var birt fyrir
árið 1963 — er ný tollskrá gekk í gildi — í Verzlunarskýrslum þess árs,
*) Lci8rétt tala frá þeirri, sem cr á bls. 36* í Verzlunarskýrslum 1965.
1) Innifalin i aðflutningsgjöidum eru: 5% hluti til JöfnunarsjóCs sveitarfélaga (84,6
millj. kr. 1965 og 104,2 millj. kr. 1906), tollstöSvagjald og byggingarsjóSsgjald (hvort mn sig
Vi% af aSflutningsgjöldum, samtuls 1965 17,5 millj. kr. og 1966 21,4 mlllj. kr.), sjónvarps-
tollur (1965 29,9 millj. kr. og 1966 40,3 millj. kr.) og gjald til Rannsóknarstofnunar bygg-
ingariðnaBarins samkvæmt 53. gr. laga nr. 04/1965, um rannsóknir i þágu atvinnuveganna
(%% aSflutningsgjald af timbri, sementi og steypustyrktarjámi, 0,9 millj. kr. 1965 og 1,2
millj. kr. 1966).
2) Rennur beint til vcgamála.