Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1977, Page 19
Verslimarskýrslur 1976
17
kg), svo sem eldsneyti og salti. Vörumagnið getur því aukist, þótt þyngd-
in vaxi ekki, ef magn dýru vörunnar vex, en þungavörunnar minnkar.
Lítil aukning á þungavöru hleypir þyngdinni miklu meira fram heldur
en stórmikil aukning á dýrum vörum, svo sem vefnaðarvöru. Skýringin
á þessu ósamræmi er því sú, að þungavörunnar gætir miklu minna á
móts við hinar dýrari í innflutningnum nú heldur en áður. í útflutn-
ingnum er aftur á móti minni munur á vörumagnsvísitölu og þyngdar-
vísitölu.
1. yfirlit sýnir innflutning og útflutning í hverjum mánuði 1974—
1976 samkvæmt verslunarskýrslum, en síðar í innganginum er yfirlit um
mánaðarlega skiptingu innflutnings (3. kafli) og útflutnings (4. kafli).
3. Innfluttar vörur.
Imports.
Tafla IV (bls. 28—212) sýnir innflutning 1976 i hverju númeri toll-
skrárinnar og skiptingu hans á lönd. Sýnd er þyngd í tonnum (auk þess
stykkja- eða rúmmetratala nokkurra vörutegunda), fob-verð og cif-verð.
Taflan er í tollskrárnúmeraröð og vísast í því sambandi til skýringa í 1.
kafla þessa inngangs og við upphaf töflu IV á bls. 28.
í töflu I á bls. 2—3 er sýnd þyngd og verðmæti innflutningsins fob
og cif eftir vörudeildum hinnar endurskoðuðu vöruskrár hagstofu Sam-
einuðu þjóðanna. í töflu II á bls. 4-—19 er sýnt verðmæti innflutningsins
eftir vöruflokkum sömu skrár með skiptingu á lönd.
1 sambandi við fob-verðstölur innflutnings skal þetta tekið fram:
Mismunur cif-verðs og fob-verðs er flutningskostnaður vörunnar frá út-
flutningsstaðnum ásamt vátryggingaiðgjaldi. Flutningskostnaður sá, sem
hér um ræðir, or ekki einvörðungu farmgjöld fyrir flutning á vörum frá
erlendri útflutningshöfn til íslands, heldur er í sumum tilfellum Iíka um
að ræða farmgjöld með járnbrautum eða skipum frá sölustað til þeirrar
útflutningshafnar, þar sem vöru er siðast útskipað á leið til íslands. Kem-
ur þá líka til umlileðslukostnaður o. fl. Fer þetta eftir því, við hvaða stað
eða höfn afhending vörunnar er iniðuð. Eitthvað kveður að því, að vörur
séu seldar cif íslenska innflutningshöfn. í slíkum tilfellum er tilsvar-
andi fob-verð áætlað af tollyfirvöldum.
Frá og með Verslunarskýrslum 1966 þarf innflutningur frá landi að
nema minnst 50 þús. kr„ til þess að hann sé tilgreindur sérstaklega i
töflu IV — nema um sé að ræða eitt land, sem svo er ástatt um.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvarannu bæði cif og fob eftir
vörudeildum. Ef skip og flugvélar er undanskilið nemur fob-verðmæti
innflutnings 1976 alls 73 884 591 þús. kr„ en cif-verðið 81 250 194 þús.
kr. Fob-verðmæti innflutnings 1976 að undanskildum skipum og flug-
vélum var þannig 90,9% af cif-verðmætinu. — Ef litið er á einstaka
2