Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1977, Side 20
18*
V erslunarskýrslur 1976
flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og cif-verðs er mjög mismun-
andi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa, ef litið er á ein-
stakar vörutcgundir.
Til þess að fá vitneskju um, hvernig mismunur cif- og fob-verðs
skiptist á vátryggingu og flutningskostnað, er tryggingaiðgjald áætlað
1% af cif-verði flestra vara, nema á sekkjavöru í vörudeildum 04, 06, 08,
og 56, þar er tryggingaiðgjald reiknað 0,83% af cif-verði. Svo er
einnig á kolum (32). Tryggingaiðgjald á timbri i vörudeildum 24 og 63
er reiknað 0,94% af cif-verði, á salti (í 27. vörudeild) 0,55%, og á olium
og bensíni (í 33. vörudeild) 0,55%. Á bifreiðum í 73. vörudeild er trygg-
ingaiðgjald reiknað 2,75% af cif-verði. — Að svo miklu leyti sem trygg-
ingaiðgjald kann að vera of liátt eða of lágt í 2. yfirliti, er flutningskostn-
aður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of hátt.
Innflutningsverðmæti 21 skips, sem flutt var inn 1976 (tollskrárnr.
89.01.22 og 89.03.00), nam alls 2 249 788 þús. lu\, og fer hér á eftir skrá
yfir þau:
Rúmlestir Innflutn.verð
brúttó þús. kr.
1. Skeiðsfoss frá V-Þýskalandi, farskip ...................... 1 513 281 716
2. Mávur frá Spáni, farskip .................................. 1 413 185 800
3. Gyllir ÍS—261 frá Noregi, skuttogari......................... 431 516 918
4. Skipsbolur frá Noregi ....................................... 370 210 592
5.—14. Tíu flotprammar frá Ðretlandi ................................ 39 14 147
15.—19. Fimm þangskurðarprammar frá Bandaríkjunum........... 55 53 556
20. Edda frá Spáni, farskip ................................... 1 379 191 717
21. Herjólfur frá Noregi, ferjuskip ........................... 1 038 795 342
Samtals 6 238 2 249 788
í verði skipa eru talin öll tæki, sem talin eru hluti af þeim, svo og
heimsiglingarkostnaður. Fyrir getur komið, að tæki, sem talin eru í inn-
flutningsverði, séu keypt hér á landi og því tvitalin í innflutningi. —
19 fyrst talin skip eru talin með innflutningi júnímánaðar, en hin
með innflutningi desembermánaðar.
Á árinu 1976 voru fluttar inn 13 flugvélar að verðmæti alls 2 166 691
þús. kr. Með innflutningi júnímánaðar er talin 1 sviffluga og 1 flugvél
frá Danmörku að verðmæti 6 494 þús. kr., 1 sviffluga, 1 þyrla og 2 flug-
vélar frá Bandaríkjunum að verðmæti 40 012 þús. kr. Með innflutningi
desembermánaðar er talin 1 sviffluga og 1 flugvél frá Danmörku að verð-
mæti 2 195 þús. kr., 2 flugvélar frá Bretlandi að verðmæti 6 295 þús. kr.
og 1 þyrla og 2 stórar flugvélar frá Bandaríkjunum að verðmæti
2 111 695 þús kr.
í 3. yfirliti er sýnd árleg neysla nokkurra vara á hverju 5 ára skeiði,
siðan um 1880 og á hverju ári siðustu árin, bæði í heild og á hvern
einstakling. Að því er snertir kaffi, sykur og tóbak er miðað við innflutt
magn og talið, að það jafngildi neyslunni. Sama er að segja um öl framan
af þessu timabili, en eftir að komið var á fót reglulegri ölframleiðslu i