Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1977, Qupperneq 21
Verslunarskýrslur 1976
19*
landinu er hér miðað við innlent framleiðslumagn. — Vert er að hafa
það í huga, að innflutt vörumagn segir ekki rétt til um neyslumagn, nema
birgðir séu hinar sömu við byrjun og lok viðkomandi árs, en þar getur
munað miklu.
Tölurnar, er sýna áfengisneysluna, þarfnast sérstakra skýringa. Árin
1881—1935 er miðað við innflutt áfengismagn og talið, að það jafngildi
neyslunni. Þá er og allur innfluttur vínandi talinn áfengisneysla, þó að
hluti hans hafi farið til annarra nota. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi
um, live stór sá hluti hefur verið, en hins vegar má gera ráð fyrir, að
meginhluti vinandans hafi á þessu tímabili farið til drykkjar. — Frá
árinu 1935 er miðað við sölu Áfengisverslunar ríkisins á sterkum drykkjum
og léttum vinum og hún talin jafngilda neyslunni, en vinandainnflutning-
urinn er ekki meðtalinn, enda er sá hluti lians, sem farið hefir ti! fram-
leiðslu sterkra drykkja hjá Áfengisversluninni, talinn í sölu hennar á
brenndum drykkjum. Þó að eitthvað af vínandainnflutningi hennar
kunni að hafa farið til neyslu þar fram yfir, er ekki reiknað með því í
töflunni, þar sem ógerlegt er að áætla, hversu mikið það magn muni vera.
Hins vegar má gera ráð fyrir, að það sé mjög lítið hlutfallslega. — Inn-
flutningur vínanda siðan 1935 er sýndur í töflunni, en hafður i sviga, þar
sem hann er ekki með i neyslunni. — Það skal tekið fram, að áfengi,
sem áhafnir skipa og flugvéla og farþegar frá útlöndum taka með sér inn
í landið, er ekki talið í þeim tölum, sem hér eru birtar, en þar inun vera
um að ræða mikið magn. Þetta ásamt öðru, sem hér kemur til greina, gerir
það að verkum, að tölur 3. yfirlits um áfengisneysluna eru ótraustar, eink-
um seinni árin. — Mannfjöldatalan, sem notuð er til þess að finna neysl-
una hvert ár, er meðaltal fólksfjölda í ársbyrjun og árslok. Fólkstala fyrir
1976, sem við er miðað, er 220 100.
Hluti kaffibælis af kaffineyslunni samkvæmt yfirlitinu var sem hér
segir síðustu árin (100 kg): 1973: 192, 1974: 159, 1975: 126, 1976: 110.
4. yfirlit sýnir verðmæti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vöru-
deildum. Fyrr i þessum kafla er gerð grein fyrir skiptingu innflutnings
skipa og flugvéla á júní og desember, en hann er eins og áður segir
aðeins tekinn á skýrslu tvisvar á ári.
í 5. gfirliti er sýnd sérstök skipting innflutnings 1976 eftir
notkun vara og flokkun landa, sem flutt er inn frá. Frá og með Versl-
unarskýrslum 1970 var tekin upp ný flokkun innflutningsins eftir notk-
un, sem Efnahagsstofnunin gerði tillögu um. Þessi nýja flokkun, sem
skýrir sig að miklu leyti sjálf, er svipuð þeirri eldri, en miklu ýtarlegri,
enda eru vöruliðir hennar 69 að tölu, á móti 34 í eldri flokkuninni. Fvrir-
varar þeir, sem gerðir voru við eldri flokkunina (sjá hls. 17*—18* i
inngangi Verslunarskýrslna 1969) eiga einnig við þá nýju. Um leið og
þessi nýja vöruflokkun var tekin upp, var landaflokkun yfirlitsins færð til
raunhæfara horfs. — Þess skal getið, að þessi flokkun innflutnings er nú
gerð ársfjórðungslega, en birting á niðurstöðum hennar er ekki enn hafin.