Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1977, Page 23
Veralunarskýislur 1976
21
2. yfirlit (frh.). Sundurgreining á cif-verði innflutningsins 1976, eftir vörudeildum.
o b G > !*i i •55 ö « ó> u S C «
n 52 £ S ti
b K > M Jk a
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
82 Húsgögn 460 774 5 250 59 018 525 042
83 Ferðabúnaður, handtöskur o. þ. h 110 867 1 210 8 941 121 018
84 Fatnaður annar en skófatnaður 2 175 309 22 953 97 041 2 295 303
85 Skófatnaður 827 871 8 927 55 908 892 706
86 Vísinda-, mæli-, ljósmyndatæki, o.fl.* 1 247 204 13 123 51 986 1 312 313
89 Ýmsar iðnaðarvörur ót. a 2 412 851 26 413 202 060 2 641 324
9 Vörur og viðskipti ekki flokkuð eftir tegund .. 18 175 188 389 18 752
Samtals 78 301 070 853 025 6 512 578 85 666 673
Alls án skipa og flugvéla 73 884 591 853 025 6 512 578 81 250 194
•) Heiti vörudeildar etytt, sjá fullan texta á bls. 24* £ inngangi.
Innflutningur til framkvæmda Landsvirkjunar, Kröflunefndar og til
íslenska álfélagsins h.f. Innflutningur 1976 til framkvæmda Landsvirkj-
unar nam alls 1 309,7 millj. kr., og er hann meðtalinn i öllum töflum versl-
unarskýrslna, eins og verið hefur. Af þessari fjárhæð eru um 1 230 millj.
kr. vegna hinnar nýju stórvirkjunar, Sigölduvirkjunar. — Samkvæmt
lögum nr. 59/1965, um Landsvirkjun, með siðari breytingum, eru felld
niður aðflutningsgjöld, söluskattur og vörugjald af efni, tækjum og vélum
til viðkomandi framkvæmda, þó ekki af vinnuvélum. Frá og með Sigöldu-
virkjun eru greidd full gjöld af vinnuvélum við innflutning, en ríkis-
sjóður endurgreiðir þau síðar eftir ákveðnum reglum (þó ekki að fullu
i raun).
Með lögum nr. 21 10. apríl 1974 var ríkisstjórninni heimilað að fela
væntanlegri Norðurlandsvirkjun eða öðrum aðila að reisa og reka jarð-
gufuaflsstöð við Kröflu eða austanvert Námafjall í Suður-Þingeyjarsýslu,
með allt að 55 megawatta afli. í kjölfar þessara laga voru sumarið 1974
hafnar könnunarboranir við Kröflu, og 1975 hófst bygging mannvirkja
þar. Innflutningur lil þessarar nýju stórvirkjunar hófst á árinu 1975. Var
þar aðallega um að ræða timbur og járn og var sá innflutningur ekki
lekinn saman sérstaklega af Hagstofunni. En frá og með janúar 1976 er
innflutningur til Kröflunefndar gerður upp mánaðarlega á sama hátt
og það, sem flutt er inn af Landsvirkjun og Islenska álfélaginu. Innflutn-
ingur til framkvæmda við Kröflu nam 1976 alls 2 803,0 m. kr. Sömu eða
svipaðar reglur gildn um niðurfellingu gjalda á innflutningi til Kröflu-
virkjunar og gilda um það, sem flutt er inn til Sigölduvirkjunar.
Bygging álbræðslu í Straumsvik hófst á árinu 1967. Samkvæmt 14.
gr. samnings rikisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Limited frá 28.