Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1977, Side 38
36
Verslunarskýrslur 1976
1975 1976
Fatnaður .......................................................... — 117
Ýmsar vörur ..................................................... 946 807
Vörur keyptar innanlands vegna söluvarnings, svo og viðgerðir 4 020 6 240
Bankakostnaður.................................................... 14 45
Alls 51 263 64 085
4. Útfiuttar vörur.
Exports.
í löf!u V (bls. 213—228) er sýndur útflutningur á hverri einstakri
vörutegund eftir löndum. Rö8 vörutegunda í þessari töflu fylgdi á8ur
vöruskrá hagstofu Sameinuöu þjóSanna, en frá og me8 1970 er röS vöru-
tegunda í þessari töflu samkvæmt sérstakri vöruskrá Hagstofunnar fyrir
útflutning. Um þetta vísast til nánari skýringa í 1. kafla þessa inngangs og
við upphaf töflu V á bls. 213.
í töflu I á bls. 2—3 er sýnd þyngd og verðmæti útflutningsins eftir
vörudeildum hinnar endurskoðuðu vöruskrár hagstofu Sameinuðu þjóð-
anna. I töflu III á bls. 20—27 eru verðmætistölur útflutnings svarandi
til 2ja fyrstu tölustafa hinnar G stafa tákntölu hvers vöruliðs í vöru-
skrá Hagstofunnar fyrir útflutning, með skiptingu á lönd.
í töflu VI á bls. 229 er verðmæti útflutnings skipt eftir vinnslu-
greinum hvert áranna 1972—76. Er hér um að ræða sérstaka flokkun
útflutnings, sem gerð hefur verið ársfjórðungslega frá og með ársbyrjun
1970. Hefur þessi flokkun verið birt í Hagtíðindum fyrir hvern ársfjórð-
ung, en í Verslunarskýrslum er hún aðeins birt fyrir heil ár.
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn i
verslunarskýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um
borð í skip (fob) í þeirri höfn, er þær fara fyrst frá samkvæmt sölu-
reikningi útflytjanda. Þessi regla getur ekki átt við ísfisk, sem íslensk
skip seljci i crlendum höfnum, og gilda því um verðákvörðun hans i
verslunarskýrslum sérstakar reglur. Til ársloka 1967 var, auk löndunar-
og sölukostnaðar o. fl„ dregin frá brúttósöluandvirði isfisks ákveðin fjár-
hæð á tonn fyrir flutningskostnaði, en þessu var hætt frá og með árs-
byrjun 1968. Á árinu 1976 fylgdi Fiskifélag íslands þessum reglum við út-
reikning á fob-verði ísfisks (og loðnu í bræðslu) út frá brúttósöluandvirði
hans, og var hann tekinn í útflutningsskýrslur samkvæmt því (hundraðs-
lölur tilgreindar hér á eftir miðast allar við brúttósöluandvirði): Bretland:
A isuðum karfa: Löndunarkostnaður kr. 1.00 á kg, tollur 2%, sölukostn-
aður 3%, hafnargjöld o. fl. 2,1%. Á ísuðum þorski, ýsu og ufsa: Löndunar-
kostnaður kr. 1.00 á kg, tollur 3,7%, sölukostnaður 3%, hafnargjöld o. fl.
2,1%. Á öðrum ísfiski: Löndunarkostnaður kr. 1.00 á kg, tollur 15%,
sölukostnaður 3%, hafnargjöld o. fl. 2,1%. V-Þijskaland: Á isaðri síld og