Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1977, Side 46
44*
Verslunarskýrslur 1976
Sundurgreining söluandvirðis eftir vörutegundum 1975 og 1976 fer
hér á eftir, i þús. kr. Númer samkvæmt flokkunarskrá útflutnings (sjá
töflu V) er tilgreint í sviga:
1975 1976
Grásleppuhrogn niðurlögð (18.31) 3 427 3 993
Annað lagmcti úr sjávarafurðum 2 108 2 457
Reyktur fiskur ót. a. (49.29) 262 305
Kindakjöt fryst (51.10) 1 776 2 071
Ostur (57.10) 2 218 2 582
Aðrar landbúnaðarafurðir 374 436
Reyktur lax (79.41) 2 161 2 519
Vörur úr loðskinnum (80.10) 8 543 10 012
Gœrur fullsútaðar (81.10) 4 255 5 088
Ullarteppi (83.10) 8 035 10 236
Vettlingar prjónaðir (84.10) 18 513 28 622
Peysur prjónaðar (84.40) 36 997 57 268
Ytri fatnaður, prjónaður og ofinn (84.50 og 88.10) . .. 31 217 51 978
Skrautmunir og húsbúnaður úr postulíni (89.58) .. .. 9 807 11 965
Silfur og gullsmíðavörur (89.80.10) 11 527 12 642
Islenskar iðnaðarvörur ót. a 5 814 7 963
Ýmsar vörur 11 750 16 683
Alls 158 784 226 820
5. Yiðskipti við einstök lönd.
External trade by countries.
í töflum II og IV er innflutningurinn sundurgreindur á lönd, í fyrr
nefndu töflunni eftir ca. 175 vöruflokkum liinnar endurskoðuðu vöruskrár
hagstofu Sameinuðu þjóðanna, en í síðar nefndu töflunni eftir hverju ein-
stöku tollskrárnúmeri.
I töflum III og V er útflutningurinn sundurgreindur á lönd, í fyrr-
nefndu töflunni nokkuð samandreginn, en í siðar nefndu töflunni
eftir dýpstu sundurgreiningu útfluttra vara.
í 8. yfirliti í inngangi er sýnt, hvernig verðmæti innfluttra og út-
fluttra vara hefur skipst síðustu þrjú árin eftir löndum. Aftari dálkar
yfirlitsins sýna þátt hvers lands hlutfallslega í utanríkisverslun Islands
samkvæmt verslunarskýrslum.
Það er framleiðsluland, ekki innkaupsland, sem tekið er í innflutn-
ingsskýrslur. Oftast fer þetta saman. Á aðflutningsskýrslu skal tilgreina
bæði framleiðsluland og innkaupsland. Vanti hið fyrr nefnda, er innkaups-
landið tekið sem framleiðsluland, nema ástæða sé til að ætla, að varan
sé ekki framleidd í innkaupslandinu. Svo er oft um t. d. ávexti, og þunga-
vöru, svo sem olíu, bensín, salt o. fl. Er þá reynt að afla upplýsinga um
framleiðsluland, ef ekki er þegar vitað um það. Hins vegar kveður óhjá-
kvæmilega eitthvað að því, að á skýrslu sé tekið innkaupsland í stað fram-
leiðslulands. — Á hliðstæðan hátt er það notkunarland útfluttrar vöru,
en ekki söluland, sem tekið er í útflutningsskýrslur. Eitthvað er um það,
að notkunarland vöru sé annað en landið, þar sem kaupandi er. Komi