Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1977, Page 52
50*
Verslunarskýrslur 1976
eða flugvélar, eða í pósti, — en ekki þegar einstakir hlutar vörusendingar
eru endanlega tollafgreiddir og afhentir innflytjanda. — í júlí 1970 tók
til starfa Almenna tollvörugeymslan h.f. á Akureyri, og í júní 1976 hóf
starfsemi Tollvörugeymsla Suðurnesja h.f., Keflavík. Vörur, sem fara um
þær, eru teknar í innflutningsskýrslur á sama hátt og vörur, sem fara
um tollvörugeymslu i Reykjavík.
7. Tollar og önnur gjöld á innflutningi.
Customs duties etc.
Hér skal gerð grein fyrir þeim gjöldum, sem voru á innfluttum
vörum á árinu 1976.
Með lögum nr. 6 5. mars 1974 tók ný tollskrá gildi, í stað tollskrár
í lögum nr. 1/1970. Á bls. 50* í inngangi Verslunarskýrslna 1974 var
gerð grein fyrir þeim breytingum, er fólust í þessari nýju tollskrá, og
vísast til þess. Hliðstætt því, er átti sér stað 1975 (sjá texta á bls. 49*—
50* í inngangi Verslunarskýrslna 1975), voru tollbreytingar 1976 því
nær einvörðungu þær, er samkvæmt tollskrá 1974 skyldu eiga sér
stað frá ársbyrjun 1976, þ. e. árleg 10% lækkun frá „upphaflegum" tolli
á svo nefndum verndarvörum frá EFTA-löndum og EBE-löndum. Hlið-
stæð lækkun var ákveðin fyrirfram frá ársbyrjun 1976 á verndarvörum
innfluttum frá löndum utan EFTA og EBE.
Innflutningsgjald á bensíni hækkaði frá 4. maí 1976 úr kr. 16,00 í
kr. 17,59 á litra, frá 19. ágúst 1976 í kr. 18,38 á lítra og frá 18. desember
1976 í kr. 19,96 á lítra (sbr. reglugerðir nr. 120, 316 og 408/1976). Gjald
á hjólbörðum og gúmmíslöngum hélst óbrejdt á árinu 1976, kr. 45,00 á kg.
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum hélst óbreytt á árinu
1976, að því undanskildu, að með reglugerð nr. 119 30. apríl 1976, sem
tók gildi sama dag, var lagt 75% gjald á snjósleða í tollskrárnúmeri
87.02.32 og jeppabifreiðar í tollskrárnúmeri 87.02.37, og þetta 75% gjald
hækkaði 1. júli 1976 í 90%. Frá 15. febrúar 1976 var innheimt gjald
af gasolíu og brennsluolíu, kr. 1,33 á kg (sbr. lög nr. 6 13. febr. 1976).
Að öðru leyti visast til greinargerðar á þessum stað i inngangi Verslunar-
skýrslna 1972—75.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innfluttum
nörum sem hér segir, í millj. kr.:
1975») 1976
Aðflutningsgjöld satnkvœmt tollskrá1 2) ................. 10 640,2 12 522,6
Bensíngjald3)............................................ 1 639,7 1 777,3
Gúmmígjald3) ............................................ 62,0 62,4
Innilutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum............... 622,5 1 174,0
Gjald af gas- og brennsluolium .......................... - 429,0
Alls 12 964,4 15 965,3
1) 1 Verslunarskýrslum 1975 var 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af aðflutnings-
gjöldum 1975, kr. 524,8 millj. kr., ekki talinn mcð tekjum af innfluttum vörum
það ár. Hér er þetta leiðrétt.
2) Innifalin i aðflutningsgjöldum eru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (1975
524,8 millj. kr., 1976 617,5 millj. kr.), Byggingarsjóðsgjald sem er %% af aðflutn-
ingsgjöldum (1975 52,5 millj. kr., 1976 61,8 millj. kr.), sérstakt gjald til Rannsókna-
stofnunar hyggingariðnaðarins (1975 19,1 millj. kr., 1976 23,5 millj. kr.) og sjón-
varpstollur (1975 72,4 millj. kr., 1976 87,8 millj. kr.).
3) Rennur óskipt til vegamóla.