Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1983, Síða 11
Verslunarskýrslur 1982
9*
mennum hækkunum. Farmgjöld íyr'wslórflutning á frystum fiski til Evrópulanda,
sem samið er um sérstaklega milli hlutaðeigenda, hækkuðu frá ársbyrjun til
ársloka úr $ 136 í $ 140 á tonn („liner terms“), en sömu farmgjöld til Bandaríkj-
anna hækkuðu á árinu úr $ 110 í $ 116 á tonn „free out“. Til viðbótar farmgjaldi á
frystum fiski var haldið áfram að reikna leiðréttingu vegna breytilegs olíuverðs, þ.
e. olíuviðauka vegna hækkunar og olíufrádrátt vegna lækkunar olíuverðs frá
umsaminni viðmiðun. Viðbætur/lækkanir voru breytilegar frá einni ferð til ann-
arrar eftir breytingum olíuverðs. Olíuviðauki til Bandaríkjanna nam í árslok
$ 0,50 á tonn (vegið meðaltal), en að því er varðar flutning til Evrópu var þá
olíufrádrátturfráfarmgjaldi $ 1,34 að meðaltali. —Hér er í stórum dráttum getið
breytinga, sem urðu hjá Eimskipafélagi íslands á árinu 1982, en líkt mun hafa
verið upp á teningnum hjá öðrum skipaútgerðum með millilandaflutninga.
Gjaldeyrisgengi. Á bls. 9*—10* í inngangi Verslunarskýrslna 1981 er skýrt frá
breytingum á gengi íslensku krónunnar á árinu 1981. í árslok 1981 var dollar-
gengi kr. 8,161 kaup og kr. 8,185 sala, en í árslok 1982 var það kr. 16,600 kaup og
kr. 16,650 sala. Frá ársbyrjun til ársloka 1982 hækkaði þannig gengi Bandaríkja-
dollars um 103,4% gagnvart íslenskri krónu. í janúarbyrjun 1982 var almenn
gengisskráning felld niður og gengi ekki skráð fyrr en 14. janúar, en þá hafði gengi
krónunnar með nýrri skráningu lækkað um 12% frá síðustu skráningu, en það
samsvarar 13,6% meðalhækkun á gengi erlendra gjaldmiðla. Síðan hélst meðal-
gengi erlendra gjaldmiðla tiltölulega stöðugt fram í marsbyrjun, en eftir það var
gengið látið síga um 3—5% á mánuði fram til ágústmánaðar. Frá 12. ágúst var
gengisskráning felld niður og hófst ekki aftur fyrr en 23. ágúst. Vegið meðalgengi
krónunnar var þá 14,3% lægra en verið hafði, þegar skráning var felld niður, sem
samsvarar 16,7% hækkun á vegnu meðalgengi erlendra gjaldmiðla gagnvart
krónunni. í fréttatilkynningu Seðlabankans sagði, að þessi gengisfelling væri
ákveðin vegna aflabrests og versnandi afkomu sjávarútvegs og til að hamla gegn
vaxandi viðskiptahalla, er á árið leið, bæði vegna minnkandi útflutningsfram-
leiðslu og aukins innflutnings. Síðustu fjóra mánuði ársins hélt gengi krónunnar
enn áfram að síga svarandi til hækkandi framleiðslukostnaðar og verðbólgu í
landinu. — Að því er varðar mánaðarlegt gengi dollars á árinu 1982 vísast til
neðanmálsgreina við töflu um útflutning og innflutning eftir mánuðum, sem
birtist í hverju blaði Hagtíðinda.
Miðað við miðgengi dollars var, eins og áður segir, um að ræða 103,4% hækkun
á gengi hans gagnvart krónunni frá árslokum 1981 til ársloka 1982, en það
samsvarar 50,8% lækkun á gengi krónunnar gagnvart dollar. Samsvarandi hækk-
un á gengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyris-
kaupum og -sölu (dollar meðtalinn), er samkvæmt útreikningum Seðlabanka
íslands, 99,1% á kaupgengi og 88,2% á sölugengi. Árið 1982 var meðalgengi
dollars gagnvart krónunni kr. 12,524 kaup og kr. 12,559 sala, og er það 72,9%
hækkun frá meðalgengi dollars 1981, miðað við miðgengi. Samkvæmt útreikn-
ingum Seðlabankans er hækkun frá 1981 til 1982 á ársmeðalgengi allra erlendra
gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og -sölu, 69,0% á
kaupgengi og 59,4% á sölugengi. Þótt ýmsir fyrirvarar komi hér til, mun þetta
hlutfall komast næst því að sýna áhrif gengisbreytinga á verðmætistölur Verslun-
arskýrslna 1982. — Hér skal á það bent, að mikið kveður að því, að innflutningur
— og í enn ríkara mæli útflutningur — sé verðskráður og greiddur í gjaldmiðli
annars lands en þess, sem selur hingað eða kaupir héðan vörur.