Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1983, Síða 20
18*
Verslunarskýrslur 1982
78. vörudeild er tryggingaiðgjald reiknað 2,50% af cif-verði. — Að svo miklu
leyti sem tryggingaiðgjald kann að vera of hátt eða of Iágt í 2. yfirliti, er flutnings-
kostnaður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of hátt.
Innflutnmgsverdmæíi 15 skipa, sem flutt voru inn 1982 (tollskrárnr.
89.01.51—53), nam alls 302 026 þús. kr., og fer hér á eftir skrá yfir þau:
Rúmlestir Innflutn. verðm.
brúttó þús. kr.
Baldur EA-108 frá Bretlandi, skuttogari 295 9 763
Skipaskagi AK-102 frá Bretlandi, skuttogari 301 12817
Einar Benediktsson BA-377 frá Bretlandi, skuttogari ... 295 5 458
Haförn GK-90 frá Bretlandi, skuttogari 296 11 641
Krossanes SU-4 frá Danmörku, skuttogari 267 14 407
Stakfell PH-360 frá Noregi, skuttogari 499 50 685
Hafrenningur GK-38 frá Danmörku, fiskiskip 296 12 338
Akraborg frá Spáni, bflferja 999 32 124
Keflavík frá Danmörku, farskip 1 600 57 431
Askja frá Noregi, farskip 498 24 812
Suðurland frá V-Þýskalandi, farskip 1 000 21 362
Drangur frá Noregi, flóabátur 64 16 004
Jón Póröarson BA-180 frá Noregi, fiskiskip 191 18 701
Jón E Bjarnason SF-3 frá Noregi, fiskiskip 104 11 453
Farsæll GK-162 frá Svíþjóð, fiskiskip 35 3 030
Samtals 6 740 302 026
í verði skipa eru talin öll tæki, sem talin eru hluti af þeim, svo og heimsiglingar-
kostnaður. Fyrir getur komið, að tæki, sem talin eru í innflutningsverði, séu keypt
hér á landi og því tvítalin í innflutningi. — 11 fyrst talin skip eru talin með
innflutningi júnímánaðar, en hin með innflutningi desembermánaðar.
Á árinu 1982 voru fluttar inn lAflugvélar að verðmæti alls 7 015 þús. kr. Með
innflutningi júnímánaðar er talin 1 flugvél frá Svíþjóð að verðmæti 656 þús. kr., 1
flugvél frá Bretlandi að verðmæti 128 þús. kr. og 9 flugvélar frá Bandaríkjunum
að verðmæti 5 977 þús. kr. Með innflutningi desembermánaðar eru taldar 2
flugvélar frá Danmörku að verðmæti 168 þús. kr. og 1 flugvél frá Frakklandi að
verðmæti 86 þús. kr.
í 3. yfirliti er sýnd árleg neysla nokkurra vara á hverju 5 ára skeiði, síðan um
1880 og á hverju ári síðustu árin, bæði í heild og á hvern einstakling. Að því er
snertir kaffi, sykur og tóbak er miðað við innflutt magn og talið, að það jafngildi
neyslunni. Sama er aðsegja um öl framan af þessu tímabili, en eftir að komið var á
fót reglulegri ölframleiðslu í landinu hefur hér verið miðað við innlent fram-
leiðslumagn. Síðan árið 1972 hefur innflutningur á óáfengu öli (í tollskrárnr.
22.03) verið talsverður (546 tonn 1982), og er það innflutta magn talið með í
tölum um ölneysluna síðan 1972. Aðflutt áfengt öl kemur ekki fram í innflutn-
ingstölum. — Vert er að hafa það í huga, að innflutt vörumagn segir ekki rétt til
um neyslumagn, nema birgðir séu hinar sömu við byrjun og lok viðkomandi árs,
en þar getur munað miklu.
Tölurnar, er sýna áfengisneysluna, þarfnast sérstakra skýringa. Árin
1881—1935 er miðað við innflutt áfengismagn og talið, að það jafngildi
neyslunni. Þá er og allur innfluttur vínandi talinn áfengisneysla, þó að hluti hans
hafi farið til annarra nota. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi um, hve stór sá hluti
hefur verið, en hins vegar má gera ráð fyrir, að meginhluti vínandans hafi á þessu
tímabili farið til drykkjar. — Frá árinu 1935 er miðað við sölu Áfengisverslunar
ríkisins á sterkum drykkjum og léttum vínum og hún talin jafngilda neyslunni, en