Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1983, Side 30
28*
Verslunarskýrslur 1982
6—7 MW afli. Síðan með 6 MW afli eða minna til miðs árs 1980, með 9-10 MW
afli fram á haust, og eftir það með 11,5 MW meðalafli til áramóta. Á árinu 1981
fékkst afl sem hér segir: 12 MW þar til seint í maí, síðan 6 MW til júlíloka. í ágúst
var vélin ekki starfrækt vegna hreinsunar og viðgerðar á henni, en frá sept-
emberbyrjun og til ársloka fór aflið smáhækkandi úr 12 MW í 16 MW. Á árinu
1982 fékkst áfram 16 MW afl til októberloka. Boraðar voru á árinu 2 V2 hola til að
fá meiri gufu. Frá ársbyrjun 1979 tóku Rafmagnsveitur ríkisins við rekstri Kröflu-
virkjunar af Kröflunefnd. — Innflutningur til Kröfluvirkjunar nam 11,7 millj. kr.
1982. Sömu eða svipaðar reglur hafa gilt um niðurfellingu gjalda á innflutningi til
Kröfluvirkjunar og gilda um það, sem flutt er inn til virkjunarframkvæmda
Landsvirkjunar.
Bygging álbræðslu í Straumsvík hófst á árinu 1967. Samkvæmt 14. gr. samnings
ríkisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Limited frá 28. mars 1966, sem fékk
lagagildi með lögum nr. 76/1966, er mestallt, sem með þarf til byggingar
álbræðslunnar, undanþegið aðflutningsgjöldum og söluskatti. Þar eð hér var um
að ræða erlenda fjárfestingu og mikinn innflutning af sérstökum uppruna, var sá
háttur hafður á 1967 og 1968, að þessi innflutningur var ekki hafður með í
árlegum innflutningstölum Verslunarskýrslna. Hins vegar var hann frá og með
1968 meðtalinn í mánaðarlegum innflutningstölum, birtum í Hagtíðindum, sjá
nánar athugasemd neðst á bls. 69 í aprílblaði Hagtíðinda 1968. Til ársloka 1977
var innflutningur íslenska álfélagsins á fjárfestingarvörum tilgreindur sérstaklega
í Hagtíðindum mánaðarlega, en því var hætt frá ársbyrjun 1978. Að því er varðar
birtingu í Verslunarskýrslum var rekstrarvöruinnflutningur íslenska álfélagsins
frá upphafi talinn með öðrum innflutningi, enda var útflutningur áls, er hófst á
hausti 1969, tekinn með öðrum útflutningi. Innflutningi þessa aðila á fjárfest-
ingarvörum var hins vegar fram að 1977 sleppt í öllum töflum Verslunarskýrslna,
en frá og með 1977 er þessi innflutningur með talinn í öllum töflum Verslunar-
skýrslna. Til 1976 var í sérstöku yfirliti í inngangi Verslunarskýrslna birt sundur-
greining á innflutningi íslenska álfélagsins annars vegar á rekstrarvörum og hins
vegar á fjárfestingarvörum, en frá og með Verslunarskýrslum 1977 er slík skipting
ekki sýnd í þessu yfirliti. — Það skal tekið fram, að íslenska álfélagið hefur ekki
um nokkurra ára skeið flutt inn svo nefndar „verktakavörur“, sem um er rætt á
bls. 28* í Verslunarskýrslum 1981. — Innflutningur til þessa fyrirtækis á árinu
1982 nam alls 674,1 millj. kr. Þar af voru 11,7 millj. kr. fjárfestingarvörur,
aðallega til að ljúka uppsetningu þurrhreinsunarbúnaðar.
Ríkisstjórnin gerði á árinu 1975 samning við bandaríska fyrirtækið Union
Carbide Corporation um stofnun hlutafélags til byggingar og rekstrar járnblendi-
verksmiðju á Grundartanga í Skilmannahreppi í Borgarfjarðarsýslu, sbr. lög nr.
10 26. apríl 1975. Voru á því ári hafnar framkvæmdir til undirbúnings mann-
virkjagerð á Grundartanga, en með samningi 9. júlí 1976 gekk bandaríska fyrir-
tækið úr Járnblendifélaginu og framseldi hlutabréf sín í því til ríkisstjórnarinnar.
Var þá framkvæmdum hætt í bili. Jafnframt fóru fram viðræður við Elkem-
Spigerverket A/S í Osló, og leiddu þær til samningsgerðar — sem þó var ekki
endanleg — hinn 8. desember 1976. Gerðist þetta fyrirtæki hluthafi í fslenska
járnblendifélaginu h.f., með 45% hlutafjáreign, á móti 55% hlutafjáreign ríkis-
sjóðs. Sett voru nýlög, nr. 18 ll.maí 1977, um járnblendiverksmiðju íHvalfirði,
og um leið var gengið endanlega frá samningi við hinn norska meðeiganda. Vinna
til byggingar mannvirkja á Grundartanga hófst aftur síðla árs 1976. Fyrri ofn
verksmiðjunnar var tekinn í notkun í apríl 1979. Fyrsti útflutningur á kísiljárni