Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1983, Blaðsíða 37
Verslunarskýrslur 1982
35*
í töflu VI á bls. 255 er verðmæti útflutnings skipt eftir vinnslugreinum hvert
áranna 1978—82. Er hér um að ræða sérstaka flokkun útflutnings, sem gerð hefur
verið ársfjórðungslega frá og með ársbyrjun 1970. Hefur þessi flokkun verið birt í
Hagtíðindum fyrir hvern ársfjórðung, en í verslunarskýrslum er hún aðeins birt
fyrir heil ár.
Einsog greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn íverslunarskýrsl-
um talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um borð í skip (fob) í þeirri
höfn, er þær fara fyrst frá samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Þessi regla getur
ekki átt við ísfisk, sem íslensk skip selja í erlendum höfnum, og gilda því um
verðákvörðun hans í verslunarskýrslum sérstakar reglur. Til ársloka 1967 var,
auk löndunar- og sölukostnaðar o. fl., dregin frá brúttósöluandvirði ísfisks
ákveðin fjárhæð á tonn fyrir flutningskostnaði, en þessu var hætt frá og með
ársbyrjun 1968. Á árinu 1982 fylgdi Fiskifélag íslands þessum reglum við út-
reikning á fob-verði ísfisks (og kolmunna í bræðslu) út frá brúttósöluandvirði
hans, og var hann tekinn í útflutningsskýrslur samkvæmt því (hundraðstölur
tilgreindar hér á eftir miðast allar við b^ú(tósöluandvirði):
Selgía, Bretlandog V-Pýskalanr/í ’Á öllúm ísfiski: Löndunarkostnaður kr. 0,10
á kg, hafnargjöld o. fl. 5,3%, tollur 2% áísuðum karfa, 3,7% á ísuðum þorski, ýsu
og ufsa, og 15% á öðrum ísfiski, sölukostnaður 3% í Bretlandi og-rnóvember í
Belgíu-, en 2% í V-Þýskalandi,og í desember í Belgíu. Danmörk: Löndunarkostn-
aður kr. 0,10 á kg, hafnargjöld o. fl. 5,3%, tollur 3,7% á ísuðum þorski, ýsu og
ufsa, en 12,4% á öðrum ísfiski. Á kolmunna í bræðslu: 8,5% hafnargjöld o. fl.
Færeyjar: Á ísfiski: 5% hafnargjöld o. fl.
Það skal tekið fram, að fiskiskip, sem selja ísfisk erlendis, nota stóran hluta af
andvirðinu til kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl., svo og til greiðslu á skips-
hafnarpeningum, en slíkt er ekki innifalið í áður nefndum frádrætti til útreiknings
á fob-verðmæti. Skortir því mjög mikið á, að gjaldeyri svarandi til fob-verðs sé
skilað til bankanna.
Útflutningsverðmœti 6 skipa, sem seld voru úr landi 1982 (í nr.
93.20.00—93.40.00 í töflu V), nam alls 58 991 þús. kr., ogfer hér á eftir skrá yfir
þau:
Rúmlestir Útflutn.verðm.
brúttó þús. kr.
Bakkafoss til Líbanons, farskip ..................................... 2 725 16 067
Drífa SU-4 til Danmerkur, fiskiskip ............................ 88 1 875
Selfoss til Panama, farskip ......................................... 3 135 2 127
Sigfús Bergmann GK-38 til Danmerkur, fiskiskip ................. 154 6 560
Lagarfoss til Kýpur, farskip ........................................ 1 600 15 855
ísnes til Ítalíu, farskip ........................................... 2 831 16 507
Samtals 10 533 58 991
4 fyrst töldu skipin eru talin með útflutningi júnímánaðar, hin 2 með útflutningi
desembermánaðar.
Á árinu 1982 voru 3 flugvélar seldar úr landi, að verðmæti alls 8 944 þús. kr.
Með útflutningi júnímánaðar eru taldar 2 flugvélar seldar til Bandaríkjanna, að
verðmæti 2 304 þús. kr., en 1 flugvél (Boeing-720) seld til írlands, að verðmæti
6 640 þús. kr., er talin með útflutningi desembermánaðar.
í 6. yfirliti er sýndhlutfallsleg skipting á verðmæti útfluttra afurða eftir uppruna,
þ. e. í meginatriðum eftir atvinnuvegum. Frá ársbyrjun 1970 kom til framkvæmda
endurskoðuð og bætt flokkun á útfluttum afurðum eftir uppruna. Hafa niður-