Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1983, Page 39
Verslunarskýrslur 1982
37*
sjávarafurðum. Hér er um að ræða töluliði nr. 30, 40,41 og 48 í töflu III, og auk
þess getur verið eitthvað af hvalafurðum í nr. 49 (sjávarafurðir ót. a.).
Flokkun þessi á útfluttum vörum eftir uppruna, sem eins og áður segir kom til
framkvæmda frá ársbyrjun 1970, var ákveðin í samráði við landbúnaðarráðu-
neytið, sjávarútvegsráðuneytið og iðnaðarráðuneytið, og auk þess var flokkun
þessi borin undir þær stofnanir hinna þriggja aðalatvinnuvega, sem hér eiga hlut
að máli. — Frá og með árinu 1977 er lagmeti (nr. 18 í töflu III) flokkað með
iðnaðarvörum, en ekki sjávarvörum. Hafa tölur 6. yfirlits um útfluttar afurðir af
fiskveiðum og af iðnaði verið færðar til samræmis við þessa breytingu ár(n
1971—76, en eldri tölur yfirlitsins eru látnar standa óbreyttar.
í 7. yfirliti er sýnt, hvernig magn og verðmæti útflutnings 1982 skiptist á
mánuði.
Vörusala íslensks markaðar h.f. íslenskur markaður h.f. hóf í ágúst 1970
verslun með íslenskan varning í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Stærstu hlut-
hafar í þessu fyrirtæki eru Samband ísl. samvinnufélaga (28,6%) og Álafoss h.f.
(24,3%). Glit h.f., Osta- og smjörsalan og Sláturfélag Suðurlands eiga hvert um
sig 10% hlutafjárins, en aðrirhluthafar, um 20 talsins, eru aðallega framleiðendur
iðnaðarvöru. Áðalviðskiptamenn íslensks markaðar eru flugfarþegar, sem eru á
förum úr landi, en auk þess er nokkuð um, að kaupendur panti vörur og fái þær
sendar í pósti. Hvorki vörusala á staðnum né póstsending til útlanda er tekin í
útflutningsskýrslur. Að meðaltali hefur um 90% sölunnar verið í erlendum
gjaldeyri, og hefur sú sala numið sem hér segir (í þús. nkr.). 1971: 692,7, 1972:
721,9, 1973: 827,3, 1974: 880,2, 1975: 1 587,8, 1976: 2 268,3, 1977: 3 145,4,
1978:6 081,4,1979:8 319,8,1980: 8 947,4,1981:12 186,7 og 1982:25 968,0.
Sundurgreining söluandvirðis eftir vörutegundum 1980—82 fer hér á eftir, í
þús nkr. Númer samkvæmt flokkunarskrá útflutnings (sjá töflu V) er tilgreint í
sviga:
1980 1981 1982
Grásleppuhrogn niöurlögð (18.31) 145,8 203,4 400,4
Annað lagmeti úr sjávarafurðum 81,8 114,1 224,2
Reyktur fiskur ót. a. (49.29) 19,0 26,6 52,1
Kindakjöt fryst (51.10) 75,6 105,5 208,2
Ostur (57.10) 94,4 131,6 260,3
Aðrar landbúnaðarafurðir 15,9 22,2 44,0
Reyktur lax (79.41) 92,0 128,3 252,3
Vörur úr loðskinnum (80.10) 129,1 211,4 355,4
Gærur fullsútaðar (81.10) 102 8 106,4 290,0
Ullarteppi (83.10) 627,4 810,9 1 693,5
Vettlingar, húfur, treflar ofl., prjónað (84.10, 84.50) .... 1 161,0 1 532,8 1 030,2
Peysur prjónaðar (84.40) 2 067,1 2 866,1 6 844,3
Ytri fatnaður, prjónaður og ofinn (84.50 og 88.20) ... 2 625,8 3 423,7 8 391,7
Skrautmunir og húsbúnaður úr postulíni (89.58) 316,2 431,2 2 995,0
Silfur- og gullsmíðavörur (89.80.10) 301,4 349,4 518,2
íslenskar iðnaðarvörur ót. a 277,3 438,3 717,1
814,8 1 284,8 1 691,1
Alls 8 947,4 12 186,7 25 968,0