Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1983, Side 45
Verslunarskýrslur 1982
43*
Reykjavík. Á þessu voru augljósir annmarkar, sem aukast með vaxandi ísfiskút-
flutningi, og því var þessu breytt frá og með Verslunarskýrslum 1970. Þessi
útflutningur er nú í sérstökum lið í töflu VII.
Tafla VII sýnir verðmæti innflutnings í pósti. Mjög lítið er um útflutning í pósti
og því nær eingöngu frá Reykjavík. —Póstbögglar, sem sendir eru að gjöf, hvort
heldur hingað til lands eða héðan frá einstaklingum, eru ekki teknir með í
verslunarskýrslur.
í töflu VII kemur fram cif-verðmæti vara, sem fóru um tollvörugeymsluna í
Reykjavík. Tollvörugeymslan h.f., sem fékk heimild ráðherra til að reka almenna
tollvörugeymslu í Reykjavík (sbr. lög nr. 47/1960 og reglugerð nr. 56/1961), hóf
starfsemi í ágúst 1964. Aðalhlutverk hennar er að skapa innflytjendum aðstöðu til
að fá, að vissu marki, einstakar vörusendingar tollafgreiddar smám saman eftir
hentugleikum. Að sjálfsögðu eru það aðallega tiltölulega fyrirferðarlitlar vörur,
og vörur með háum tolli, sem færðar eru í tollvörugeymslu. — Það skal tekið fram,
að Hagstofan telur allar vörur í vörusendingu fluttar inn, þegar þær eru færðar í
tollvörugeymslu eftir komu þeirra til landsins í farmrými skips eða flugvélar, eða í
pósti, — en ekki þegar einstakir hlutar vörusendingar eru endanlega tollafgreiddir
og afhentir innflytjanda. — í júlí 1970 tók til starfa Almenna tollvörugeymslan
h.f. á Akureyri, og í júní 1976 hóf starfsemi Tollvörugeymsla Suðurnesja h.f.,
Keflavík. Vörur, sem fara um þær, eru teknar í innflutningsskýrslur á sama hátt og
vörur, sem fara um tollvörugeymslu í Reykjavík.
7. Tollar og önnur gjöld á innflutningi.
Customs duties etc.
Hér skal gerð grein fyrir þeim gjöldum, sem voru á innfluttum vörum á árinu
1982.
í ársbyrjun 1980 kom til framkvæmda síðasti áfangi 10% árlegrar lækkunar frá
upphaflegum tolli á svo nefndum verndarvörum frá EFTA- og EBE-löndum.
Vörur þær, er hér um ræðir, urðu þar með tollfrjálsar frá viðkomandi löndum.
Innflutningsgjald ábensíni hækkaði frá6. febrúar 1982 úr kr. 1,70 íkr. 2,09, frá
12. júní 1982 í kr. 2,33 og frá 15. nóvember 1982 í kr. 3,06 á lítra (sbr. reglugerðir
nr. 14, 263 og 614/1982). Gjald á hjólbörðum og gúmmíslöngum hélst óbreytt á
árinu 1982, kr. 0,45 á kg, svo og innflutningsgjald á gas- og brennsluolíu, kr.
0,0133 á kg. 50% innflugningsgjaldið á bifreiðum og bifhjólum hélst einnig
óbreytt á árinu 1982, en 35% gjaldið (sbr. reglugerð nr. 453/1981) var fellt niður.
f stað þess kom frá 30. apríl 1982 nýtt sérstakt gjald, sem fer stighækkandi, bæði
eftir eigin þyngd bifreiða í kg og sprengirými þeirra í cm3. Gjaldið var frá 5% af
bifreiðum 700—800 kg með sprengirými 1001—1300 cm3 upp í 30% af bifreið-
um þyngri en 1 500 kg og með meira sprengirými en 3000 cm3. Af bifhjólum var
gjaldið 10%. Frá 23. ágúst bættust 7% við hvern gjaldflokk. Ökutæki með
burðarþol 6 tonn og þar yfir, almenningsbifreiðar, sjúkrabifreiðar og bifreiðar til
sérstakrar notkunar eru undanþegnar þessu gjaldi (sbr. reglugerðir nr. 225 og
466/1982). — Að öðru leyti vísast til greinargerða á þessum stað í inngangi
verslunarskýrslna fyrir hvert ár 1972—81.
Með lögum nr. 65 16. júlí 1975 var lagt 12% svo kallað vörugjald á fjölmargar
innfluttar vörur og á sömu innlendar vörur að svo miklu leyti sem þær eru