Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1983, Page 50
48*
Verslunarskýrslur 1982
framleiddar innanlands. Frá 1. janúar 1976 vargjald þetta lækkað í 10%, en frá 7.
maí 1976 (sbr. lög nr. 20/1976) varþað hækkað í 18% ogfrá20. febrúar 1978 var
það lækkað í 16%. Samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 96 8. sept. 1978 skiptist
vörugjald þetta í 2 gjaldflokka, 16% og 30%. Frá ársbyrjun 1979 var 16% gjaldið
hækkað í 18%, en ekki varð breyting á 30% gjaldinu. Með bráðabirgðalögum nr.
84 16. október 1979 (reglugerð nr. 515/1979) var 18% vörugjaldið hækkað í
24% frá 12. september 1979. (sbr. einnig lög nr. 107/1978,74/1979,33/1980 og
80/1980), og með bráðabirgðalögum nr. 79/1982 var 24% vörugjaldið hækkað í
32% og 30% vörugjaldið í 40% á tímabilinu frá og með 23. ágúst 1982 til og með
28. febrúar 1983 (sbr. reglugerð nr. 467/1982). Með lögum nr. 77/1980, sem
tóku gildi 1. janúar 1981, var lagt 7% vörugjald á sælgæti og kex og 30% á öl og
gosdrykki. 30% gjaldið Iækkaði í 17% frá 1. maí 1981 (reglugerð nr. 234/1981).
Þessi gjöld komu til viðbótar 24% vörugjaldi skv. lögum nr. 80/1980. Vörugjald á
innfluttum vörum er reiknað af tollverði þeirra. Hráefni, helstu rekstrarvörur og
ýmsar brýnar neysluvörur eru undanþegnar gjaldi þessu, en hins vegar er það t. d.
yfirleitt tekið af fjárfestingarvörum. Tekjur af vörugjaldi renna óskiptar í ríkis-
sjóð.
Með lögum nr. 83 18. maí 1978 var ákveðið, að innheimta skyldi 3% jöfnunar-
gjald í ríkissjóð af tollverði (cif-verði) innfluttrar vöru, er tollar hefðu verið
lækkaðir af eða felldir niður vegna aðildar íslands að EFTA og vegna samnings
íslands við EBE. Tekjum af þessu gjaldi skyldi ráðstafað í fjárlögum ár hvert að
hluta til eflingar iðnþróun, þó skyldi tekjum af því 1978 ráðstafað af ríkisstjórn-
inni. Lög nr. 83/1978 giltu til ársloka 1980, en ákvæði þeirra voru tekin upp í lög
nr. 78/1980 (reglugerð nr. 628/1980), sem öðluðust gildi 1. janúar 1981. — Frá
1. janúar 1982 er innheimt svo nefnt jöfnunarálag á innflutt hús og húshluta og
nemur það 12% af tollverði.
Með bráðabirgðalögum nr. 66 5. september 1980 (sbr. lögnr. 26/1981) varlagt
sérstakt tímabundið innflutningsgjald á sælgæti (40%) og kex (32%). Með lögum
nr. 5 27. febrúar 1982 var40% gjaldið lækkað í 32% 1. mars 1982, í 24% 1. júní
1982, í 16% 1. september 1982 og í 8% 1. desember 1982, en 32% gjaldið
lækkaði samtímis í 24%, 18%, 12% og 8%.
Með lögum nr. 5/1982, sem tóku gildi 1. mars 1982, var einnig ákveðið að
leggja svo nefnt tollafgreiðslugjald á innfluttar vörur. Þetta gjald nemur ýmist 1 %
af tollverði vörunnar eða kr. 50—200 fyrir hverja tollafgreiðslu. Undanþegnar
gjaldinu eru tollfrjálsar vörur, vörur sem fara um tollvörugeymslur og póstsend-
ingar, sem afgreiddar eru án aðflutningsskýrslu (sbr. reglugerðir nr. 56 og 57/
1982).