Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1983, Side 51
Verslunarskýrslur 1982
49*
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur afinnfluttum vörum sem
hér segir, í þús. kr.:
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) ...
Bensíngjald2) ...........................
Gúmmígjald2) ............................
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum
Gjald af gas- og brennsluolíum ..........
Vörugjald ...............................
Jöfnunargjald af innflutningi ...........
Innflutningsgjald á sælgæti og kexi .....
1981 1982
852 739 1 282 569
169 967 272 006
1 707 1 095
132 804 106 287
4 774 4 617
377 992 663 479
37 847 66 625
16 488 17 156
AIls 1 594 318 2 413 834
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda — en ekki til
endursölu — er ekki meðtalinn í framan greindum fjárhæðum. — Hinn almenni
söluskattur á innlendum viðskiptum sem hafði 16. september 1979 orðið alls 22 %
að meðtöldum viðaukum, hækkaði í 23,5% 14. apríl 1980, þegar við hann bættist
1,5% orkujöfnunargjald (sbr. lög nr. 12/1980).
Síðan í ársbyrjun 1977 (sbr. lög nr. 111/1976) hafa 8% af andvirði 18%
söluskattshluta runnið í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en í ríkissjóð sjálfan allt
andvirði 2% söluskattshlutaog92% afandvirði 18% söluskattshluta. Samkvæmt
j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, um söluskatt, skal söluskattur af vörum til eigin nota
eða neyslu innflytjanda leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum
og 10% áætlaðri álagningu. Tekjurafþessu gjaldi námu 100 739þús. kr. 1981, en
167 259 þús. kr. 1982, hvort tveggja áður en hluti Jöfnunarsjóðs dregst frá.
Hér á eftir er cif-verðmæti innflutnings 1981 og 1982 skipt eftir tollhæð, bæði í
beinum tölum og hlutfallstölum. í yfirliti þessu er ekki tekið tillit til niðurfellingar
og endurgreiðslu tolls samkvæmt heimildum í 3. gr. tollskrárlaga, en þær skipta þó
nokkru máli. Pá er og innflutningur til framkvæmda Landsvirkjunar, Kröflu-
virkjunar, íslenska álfélagsins og íslenska járnblendifélagsins, sem er tollfrjáls,
ekki talinn vera með 0% toll, heldur er hann flokkaður til þeirra tolltaxta, sem er á
viðkomandi tollskrárnúmerum. Þessir vankantar rýra nokkuð upplýsingagildi
yfirlitsins hér á eftir.
Eins og áður segir féll EFTA/EBE-tollur niður á viðkomandi vörum frá árs-
byrjun 1980. í yfirlitinu hér á eftir er heildarverðmæti þessa innflutnings tilfært
með einni tölu fyrir hvort áranna, 1981 og 1982. Vörur þær, er hér um ræðir, eru
allar með einhvern verðtoll, þegar þær eru fluttar inn frá löndum utan við
EFTA/EBE-svæðin. í hverjum verðtollstaxtaflokki hér á eftir eru annars vegar
vörur, sem eru með sama verðtolli hvaðan sem þær koma, og hins vegar vörur,
sem eru aðeins með verðtolli, þegar þær eru fluttar inn frá löndum utan EFTA/
EBE-svæða.
1) Innifalin í aðflutningsgjöldum eru 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (1981 41 393 þús. kr., 1982 63 622 þús.
kr.), jöfnunarálag á hús og húshluti, aðeins árið 1981 10 950 þús. kr., tollafgreiðslugjald, aðeins árið 1981
38 502 þús. kr., byggingariðnaðargjald til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (1981 1 481 þús. kr., 1982
2 139 þús. kr.), aðflutningsgjöld af sjónvarpstækjum (1981 23 399 þús. kr., 1982 21 928 þús. kr.).