Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1987, Side 8
6
Verslunarskýrslur 1986
skiptast á 233 vöruflokka (,,groups“, táknaðir xxx), og þeir ganga upp í 63
vörudeildir (,,divisions“, táknaðar xx), sem að lokum mynda 10 vörubálka
(,,sections“, táknaðir x).
A árinu 1986 bættust eftirfarandi númer við flokkunarskrá útflutnings:
18.70.00 (niðursoðnar fisksúpur), 49.26.00 (þurrkuð rækja), 69.96.00 (lifandi
kanínur), 89.37.00 (áburðarpinnar), 89.39.00 (óunnið polyamíd) og 89.55.40
(steinull).
Gjaldmiðilsbreyting o. fl. Með Iögum nr. 35 29. maí 1979 voru sett lög um
breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils. Þar var ákveðið, að frá og með 1. janúar
1981 skyldi verðgildi krónunnar hundraðfaldað, þ. e. 100 gamlar krónur skyldu
verða jafngildi einnar nýrrar krónu. Frá og með Verslunarskýrslum 1981 eru
allar fjárhæðir í nýjum krónum, og þar sem birtar eru tölur tilheyrandi fyrri
árum hefur öllum verðmætistölum verið breytt í nýjar krónur, nema að hluta til í
yfirlitum á bls. 9*—10* og 26*.
í Verslunarskýrslum 1986 eru lönd ekki sérgreind í töflum IV og V, nema
innflutningur frá þeim eða útflutningur til þeirra nemi minnst 100 þús. kr.
Aðaltafla innflutnings, tafla IV, er í tollskrárröð. Aðaltafla útflutnings, tafla
V, var frá og með Verslunarskýrslum 1970 sett í röð nýrrar vöruskrár
Hagstofunnar fyrir útflutning, sem tekin var í notkun í ársbyrjun 1970. Töflu III
var breytt til samræmis við þetta, og eru því útfluttar vörur í henni í sömu röð og í
töflu V, en saman dregnar, þannig að verðmætistölur svara til 2ja fyrstu stafa
hinnar 6 stafa tákntölu hvers vöruliðs í vöruskrá útflutnings. Hér vísast að öðru
Ieyti til liðs 3 í skýringum við töflu V.
Varðandi form og uppsetningu á aðaltöflum innflutnings (IV) og útflutnings
(V) vísast að öðru leyti til skýringar í upphafi hvorrar töflu. Einkum er vísað til
liða 3—5 í skýringum við töflu IV.
Cif-verð, fob-verð o. fl. Fram að 1951 var innflutningurinn í verslunarskýrsl-
um eingöngu talinn á cif-verði, þ. e. á verði vöru í útflutningslandinu (fob-verð),
að viðbættum kostnaði, sem á fellur, þar til hún er affermd á ákvörðunarstað. Er
hér aðallega um að ræða flutningsgjald og vátryggingu. Síðan í Verslunarskýrsl-
um 1951 hefur innflutningurinn einnig verið gefinn upp á fob-verði í nokkrum
töflum. Svo er nú í töflum I og IV og í 2. yfirliti í inngangi. í þeim kafla
inngangsins, sem fjallar sérstaklega um innfluttar vörur, verður vikið nánar að
fob-verðmæti innflutningsins og mismuni þess og cif-verðmætisins.
Innflutningstölur verslunarskýrslna eru afleiðing umreiknings í íslenska mynt
á sölugengi, en útflutningstölur eru miðaðar við kaupgengi, sjá nánar aftast í
þessum kafla.
Innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda, sem Hag-
stofan fær samrit af. Hvað varðar innflutning skipa og flugvéla, fær Hagstofan —
auk tollskýrslna — jafnframt upplýsingar beint frá hlutaðeigandi innflytjendum
skipa og flugvéla. Upplýsa þeir, hver sé smíðakostnaður eða kaupverð hvers
skips eða flugvélar. Þar við leggst áætlaður heimflutningskostnaður og kemur þá
fram verðmætið, sem tekið er í verslunarskýrslur. Skipainnflutningurinn var frá
og með árinu 1949 og til ársins 1984 tekinn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. með
innflutningi júnímánaðar og desembermánaðar, nema þegar sérstök ástæða var
til annars, í sambandi við gengisbreytingar. Sömu reglu var fylgt um flugvélainn-
flutninginn. Frá og með árinu 1985 er innflutningur skipa og flugvéla tekinn á
skýrslu ársfjórðungslega, þ. e. með skýrslum fyrir mars, júní, september og
desember. I kaflanum um innfluttar vörur síðar í innganginum er gerð nánari
grein fyrir innflutningi flugvéla og skipa 1986. Útflutt skip og flugvélar hafa að