Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1987, Page 9
Verslunarskýrslur 1986
T
jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárslega en ársfjórðungslega frá og með árinu
1985. í kaflanum um útfluttar vörur síðar í innganginum er gerð grein fyrir sölu
skipa og flugvéla úr landi 1986.
Útflutningurinn er í verslunarskýrslum talinn á söluverði afurða með umbúð-
um, fluttra um borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fyrst fara frá. Er hér yfirleitt
miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Sé um að ræða greiðslu
umboðslauna til erlends aðila og það heimilað í útflutningsleyfinu, er upphæð
þeirra dregin frá, til þess að hreint fob-verð komi fram. Fob-verð vöru, sem seld
er úr landi með cif-skilmálum, er fundið með því að draga frá cif-verðmætinu
flutningskostnað og tryggingu, ásamt umboðslaunum, ef nokkur eru. Nettó-
verðið til útflytjandans er fob-verðið samkvæmt verslunarskýrslum að frádregn-
um gjöldum á útflutningi. Með lögum nr. 24/1986, sem tóku gildi 15. maí 1986,
voru felld niður 5,5% almennt útflutningsgjald af sjávarafurðum og 3,25% gjald
af söltuðum grásleppuhrognum. Gjöld þessi voru þó lögð á afurðir sem
framleiddar höfðu verið fyrir gildistöku laganna. Einu gjöldin, sem síðan eru á
útflutningi, eru 1% „fullvinnslugjald" á lagmeti og 3% gjald á söltuðum
matarhrognum og frystum þorskhrognum.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks í verslunarskýrslum gilda sérstakar
reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar vörur síðar í inngangi
þessum.
Nokkuð er um það, að útflutningsverðmæti sé áœtlað í skýrslunum, einkum
þegar vara er seld í umboðssölu eða á uppboðsmarkaði. Hér er fyrst og fremst
um sölu á ferskum fiski að ræða. Þótt reynt sé að leiðrétta þetta eftir á getur
þetta valdið ónákvæmni, einkum um tímasetningu útflutningsins.
Það segir sig sjálft, að í verslunarskýrslur koma aðeins vörur, sem afgreiddar
eru af tollyfirvöldum á venjulegan hátt. Kaup íslenskra skipa og flugvéla
erlendis á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í verslunarskýrslum, og
ef slíkar vörur eru fluttar inn í Iandið, koma þær ekki á skýrslu, nema að svo
miklu Ieyti sem þær kunna að vera teknar til tollmeðferðar.
Pyngd útfluttrar vöru hefur ávallt verið tekin nettó í verslunarskýrslur.
Innfluttar vörur voru taldar nettó fram að 1951, en frá og með því ári voru þær
taldar brúttó, þ. e. með ytri umbúðum. Vegna ýmissa annmarka á að miða
innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að reikna þyngd hans nettó frá og með
1. maí 1963, er ný tollskrá kom til framkvæmda.
Farmgjöld. Sem fyrr voru almenn flutningsgjöld í millilandasiglingum skráð í
erlendum gjaldeyri og fylgdu sjálfkrafa breytilegu gengi erlendra gjaldmiðla. Á
árinu 1983 til ársins 1985 fóru farmgjöld verulega lækkandi vegna mikillar og
harðnandi samkeppni. Eins og greint var frá í Verslunarskýrslum 1985 var
áætlað, að meðalfarmgjöld í stykkjavöruflutningum hefðu lækkað um tæp 20%
mælt í SDR frá ársmeðaltali 1983 til meðaltals 1985. Þessi þróun snerist að hluta
við á árinu 1985 en þá voru farmgjaldataxtar stykkjavöru hækkaðir um 8% í
apríl 1985 og aftur um 8% í júní sama ár. Þrátt fyrir þessar hækkanir á
farmgjaldatöxtum lækkuðu greidd meðalfarmgjöld fyrir stykkjavöruflutninga
um rúm 4% frá meðaltali ársins 1984 til meðaltals ársins 1985 mælt í SDR.
Þannig má gera ráð fyrir að meðalfarmgjöld í stykkjavöruflutningum hafi
lækkað um tæp 25% frá ársmeðaltali 1983 til ársmeðaltals 1985. Frá meðaltali
1985 til meðaltals 1986 má reikna með að greidd farmgjöld í stykkjavöruflutn-
ingum hafi hækkað um 12% mælt í SDR. Hafa verður í huga að verulegar
innbyrðis gengissveiflur hafa orðið á milli erlendra mynta á tímabilinu. Þannig
lækkaði verðgildi SDR gagnvart DEM um rúm 14% frá meðaltali árs 1985 til