Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1987, Síða 40
38
Verslunarskýrslur 1986
Frá 24. júní 1986 er innheimt sérstakt jöfnunargjald af innfluttum kartöflum,
50% af tollverði, og vörum unnum úr kartöflum, 40% af tollverði (sbr.
reglugerðir nr. 289 og 451/1986).
Miklar tollalækkanir urðu 1. mars 1986 og voru þessar helstar: Tollar á bflum
lækkuðu úr 70% í 10% og tollar á margs konar heimilistækjum og búsáhöldum
úr 40—80% í 15%, en á útvarps- og sjónvarpsviðtækjum úr 75% í 40%. Tollur á
hjólbörðum lækkaði úr 40% í 10% og jafnframt var svonefnt gúmmígjald af
hjólbörðum fellt niður.
Með lögum nr. 9/1985 voru felld úr gildi ákvæði laga um gjald af gas- og
brennsluolíum og tollar á sömu vörum voru felldir niður, hvort tveggja frá 1.
apríl 1985.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru innheimtar tekjur af innflutt-
um vörum sem hér segir, í þús. kr.:
1985 1986
Tollar1) ..................................................... 2 993 608 2 891 902
Gjaldafbifreiöumogbifhjólum .......................................... 131 588 337 172
Jöfnunargjald ........................................................ 217 850 282 743
Jöfnunarálag á hús og húshluta ......................................... 6 968 12 505
Tollafgreiðslugjald................................................... 104 455 141 148
Gjald af gas- og brennsluolíum ............................... 1 503 66
Gjald af fóðurblöndum og hráefni í þær ....................... 786
Fóðurgjald, grunngjald................................................. 91 081 164 035
Vörugjald ............................................................. 54 458 52 627
Sérstakt vörugjald ........................................... 1 322 557 1 622 609
Jöfnunargjald af kartöflum og vörum úr þeim .................. - 22 070
Samtals 4 924 854 5 526 877
Hér á eftir er cif-verðmœti innflutnings 1985 og 1986 skipt eftir tollhœð, bæði í
beinum tölum og hlutfallstölum. í yfirliti þessu er ekki tekið tillit til niðurfell-
ingar og endurgreiðslu tolls samkvæmt heimildum í 3. gr. tollskrárlaga, en þær
skipta þó nokkru máli. Þá er og innflutningur til virkjunarframkvæmda,
flugstöðvarbyggingar, til íslenska álfélagsins og íslenska járnblendifélagsins,
sem er tollfrjáls, ekki talinn vera með 0% toll, heldur er hann flokkaður til
þeirra tolltaxta, sem er á viðkomandi tollskrárnúmerum. Þessir vankantar rýra
nokkuð upplýsingagildi yfirlitsins hér á eftir.
Frá ársbyrjun 1980 hefur innflutningur á svo nefndum verndarvörum frá
EFTA/EBE-löndum verið tollfrjáls. í yfirlitinu hér á eftir er heildarverðmæti
þessa innflutnings tilfært fyrir hvort áranna, 1985 og 1986. Vörur þær, er hér um
ræðir, eru allar með einhvern verðtoll, þegar þær eru fluttar inn frá löndum utan
við EFTA/EBE-svæðin. í hverjum verðtollstaxtaflokki hér á eftir eru annars
vegar vörur, sem eru með sama verðtolli hvaðan sem þær koma, og hins vegar
vörur, sem eru aðeins með verðtolli, þegar þær eru fluttar inn frá löndum utan
EFTA/EBE-svæða.
1) Mcðtalinn er hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og byggingariðnaðarsjóðsgjald.