Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 25. júlí 2011 Miðbærinn í klóm eignarhaldsfélaga Tryggvagata 10, Fiskhöllin Byggt: 1918. Eigandi: Cent ehf. Staða: Eigandi krafinn um tímaáætlun varðandi úrbætur. Dagsektir eða viðhald á kostnað eiganda í framhaldinu. Frakkastígur 16 Byggt: 1923. Eigandi: F-16 ehf. Staða: Skal sækja um byggingarleyfi ella sæta dagsektum. H úsið að Tryggvagötu var metið ónýtt og var samþykkt bygging- arleyfisumsókn árið 2010 vegna nýbyggingar á lóðinni og niður- rif á húsinu sem þar stendur. Við þá af- greiðslu var skilyrði sett um að niðurrif yrði ekki heimilað sérstaklega heldur innifalið í endanlegu byggingarleyfi. Leyfið yrði svo ekki gefið út nema fyrir lægi dagsett tímaáætlun um bygging- arhraða á lóðinni. Málið hefur verið í biðstöðu þar sem slíkar áætlanir og sérteikningar hafa ekki legið fyrir. Skipulags- og byggingarsvið Reykja- víkurborgar lagði fram tillögu um að byggingarfulltrúinn í Reykjavík myndi krefja eigendur um nákvæma tíma- áætlun. Ef hún verður ekki lögð fyrir verður væntanlega lögð fram tillaga um að beita eigendur dagsektum. H úsið á Frakkastígnum komst í eigu Frjálsa Fjárfestingarbankans eftir að fyrrverandi eigendur fóru í þrot með húsið. Árið 2005 var samþykkt umsókn um að stækka húsið og innrétta þar fjórar íbúðir. Eigendurnir fóru í þrot og ekk- ert varð af fyrri áætluðum áformum. Húsið er óhæft til notkunar eftir að tvenn hæðar- skil voru rifin úr húsinu og hefur húsið síðan þá verið í vanhirðu. Frjálsi Fjárfest- ingarbankinn eignaðist húsið árið 2007 eftir nauðungarsölu en fór síðar sjálfur í gjald- þrot. Eftir það er eignarhaldsfélagið F-16 ehf. skráður eigandi. Engar framkvæmdir hafa verið hafnar við húsið og var lagt til við skipulagsráð að veita lóðarhafa 21 dags frest frá tilkynningu þar um til þess að velja á milli þess að sækja um byggingarleyfi til þess að endurbyggja húsið í upprunalegri eða eitthvað breyttri mynd, innan heimilda gildandi deiliskipulags. Ef eigandi verður ekki búinn að koma til móts við borgaryfir- völd kemur til greina að leggja á dagsektir. Vatnsstígur 4 Byggt: 1901. Eigandi: Íbúðalánasjóður, áður S33 ehf. Staða: Óljós. Baldursgata 32 Byggt: 1928. Eigandi: Baldursgata ehf. Staða: Dagsektir á eigendur.Veghúsastígur 1 Byggt: 1899. Eigandi: Ottó ehf. Staða: Eigandi krafinn um tímaáætlun varðandi úrbætur. Barónsstígur 28 Byggt: 1905. Eigandi: B-28 ehf. Staða: Nauðungarsala. V atnsstígur 4 var í eigu eignar- haldsfélagsins S33 ehf. Búið er að heimila niðurrif hússins en gert var ráð fyrir heildstæðri uppbyggingu á horni Laugavegar og Vatnsstígs. Ljóst er að S33 ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en það var gert í mars á þessu ári, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Eignin var sett í nauðungarsölumeð- ferð en Landsbankinn var skráður lóð- arhafi. Íbúðalánasjóður átti svo hæsta boð í eignina. Reykjavíkurborg mun taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að leggja dagsektir á Íbúðalánasjóð á grundvelli fyrirætlana sjóðsins um uppbyggingu og nauðsynlegar tíma- bundnar viðgerðir. H úsið hefur staðið autt í lengri tíma, eða nær samfellt í um sex ár. Lítið hefur verið gert til að endurbæta það eftir bruna árið 2008 og hafa eigendur hússins verið beittir dagsektum af Reykjavíkurborg sem hlaupa á fleiri milljónum króna. Samkvæmt ákvörðun skipulagsráðs frá því í maí hefur verið ákveðið að senda eigendum greiðsluáskorun fyrir dag- sektunum í heild sinni. Ef ekki verður búið að ganga frá greiðslu og gengið að skilyrðum Reykjavíkurborgar um niðurrif og uppbyggingu verður óskað eftir nauðungarsölu af hálfu borgar- yfirvalda. Annað hús við hliðina, að Baldursgötu 34, hefur einnig vakið at- hygli fyrir slæmt ásigkomulag og hafa nágrannar kvartað mikið undan stöðu mála við borgaryfirvöld. H úsið hefur staðið autt í nokk- urn tíma, neglt er fyrir glugga og viðhaldi virðist ábótavant, segir í umsögn Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar um húsið. Lagt hefur verið til að bygging- arfulltrúi krefji eigendur um nákvæma tímaáætlun um úrbætur. Ef slík áætlun fæst ekki má búast við því að lagt verði til að eigendur verði beittir dagsektum. Eigendur hússins hafa áfrýjað ákvörð- un skipulagsráðs um að synja erindi um breytingu á deiliskipulagi. Ljóst er að ekki ríkir eining á milli borgaryfir- valda og eigenda hússins um uppbygg- ingu á svæðinu. Í deiluskipulagi sem hefur verið ógilt var gert ráð fyrir að heim- ilt væri að rífa húsið og byggja 3 hæða hús með kjallara og risi inn- an byggingarreits. Unnið er að nýju deiluskipulagi innan borgarinnar en ekki er ljóst hvort einhverjar breyt- ingar verði gerðar á reitnum. Síðasti þekkti eigandi hússins er B28 ehf. en farið var fram á nauðungarsölu á hús- inu af hálfu Íslandsbanka. Embætti byggingarfulltrúa hefur haft afskipti af húsinu og meðal annars hreinsað lóðina. Í ágúst 2009 var eigendum skrifað bréf þar sem tilmælum var beint til þeirra um nauðsynlegar lag- færingar á húsinu. Reykjavíkurborg fékk engin viðbrögð af hálfu eigenda. Þegar nauðungarsölumeðferð á hús- inu er lokið mun borgin líta til fyrir- ætlana nýrra eigenda á húsinu áður en ákveðið verður hvort leggja eigi dagsektir á eigendur vegna ástands eignarinnar. Dagsektir gætu lagst á innan skamms: Borgin vill tímaáætlun Allir eigendur fara í þrot: Óhæft til notkunar Eigandinn fór í þrot: Borgin íhugar sektir á ÍLS Sektaðir fyrir milljónir króna: Staðið autt í fleiri árDagsektir á næsta leiti:Óeining um næstu skref Húsið í nauðungarsölu: Beðið eftir nýjum eigendum borgin að bíða eftir niðurstöðu slíkra meðferða áður en hægt er að grípa til ráðstafana. Hluti húsanna virðist vera á leiðinni til bankanna eða Íbúða- lánasjóðs þar sem þau eru í nauðung- arsölumeðferð. Gera má ráð fyrir að eftir að bank- arnir eignist húsin muni þeir reyna að selja þau. Víst er að bankarnir munu þurfa að afskrifa stóran hluta af þeim skuldum sem hvíla á húsunum þar sem þau eru mörg hver mikið veð- sett. Oft voru fasteignirnar veðsett- ar miðað við framtíðaruppbyggingu sem vonir stóðu til að yrðu að veru- leika en eru í dag óraunhæfar. Innan Reykjavíkurborgar standa vonir til þess að eðlilegt verð myndist á hús- unum þannig að uppbyggingin geti hafist sem fyrst. Tillögur um dagsektir Sumir eigendur þeirra húsa sem gerðar hafa verið athugasemdir við hafa skilað inn greinargerðum og framtíðaráætlunum til borgarinn- ar. Samkvæmt Helgu munu þeir sem ekki sýna viðbrögð sjá fram á að til- lögur um dagsektir verður lagðar til við skipulagsráð. Aftur á móti verða ekki lagðar fram tillögur um dagsektir gagnvart þeim sem hafa samband við borgina, sýna viðleitni og leggja fram einhvers konar áætlanir um uppbygg- ingu á eignum sínum. Ástand húsanna í miðbænum er mjög misjafnt og eru mál þeirra mis- jafnlega langt á veg komin í ferlinu innan borgarinnar. Helsti þröskuld- inn á leiðinni að því að ónýt hús séu rifin virðist vera að liggja þarf fyr- ir hvað eigi að gera á reitunum áður en húsin eru rifin. Ítarlegar áætlanir þar um þurfa að liggja fyrir af hálfu eigenda og þurfa þær áætlanir að vera samþykktar af hálfu borgaryfir- valda. Gangur mála við frágang þess- ara áætlana virðist vera hægur og því standa mörg hús í lengri tíma í miðbæ Reykjavíkur sem hafa verið metin ónýt og á að rífa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.