Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 25. júlí 2011 Mánudagur
Úrslit
Formúla 1
Þýskalandskappaksturinn
Nafn Lið Tími
1. Hamilton McLaren 1:37:30.334
2. Alonso Ferrari +00:03.980
3. Webber Red Bull +00:09.788
4. Vettel Red Bull +00:47.921
5. Massa Ferrari +00:52.252
6. Sutil Force India +01:26.208
7. Rosberg Mercedes hringaður
8. Schumacher Mercedes hringaður
9. Kobayashi Sauber hringaður
10. Petrov Renault hringaður
Staða ökumanna
Nafn Lið Stig
1. Sebastian Vettel Red Bull 216
2. Mark Webber Red Bull 139
3. Lewis Hamilton McLaren 134
4. Fernando Alonso Ferrari 130
5. Jenson Button McLaren 109
6. Felipe Massa Ferrari 62
7. Nico Rosberg Mercedes 46
8. Nick Heidfeld Renault 34
9. Vitaly Petrov Renault 32
10. Michael Schumacher Mercedes 32
Staða bílasmiða
Lið Stig
1. Red Bull 355
2. McLaren 243
3. Ferrari 192
4. Mercedes 78
5. Renault 66
6. Sauber 35
7. Force India 20
8. Toro Rosso 17
9. Williams 4
10. Lotus 0
Í
slenska landsliðið í körfu-
bolta tapaði fyrstu tveimur
leikjum sínum um helgina á
Norðurlandamótinu í körfu-
bolta sem fram fer í Sunds-
vall í Svíþjóð. Á laugardaginn
tapaði Ísland með tólf stiga mun
gegn gestgjöfum Svía, 74–62, og
á sunnudaginn steinlágu okkar
menn gegn Finnum með þrjátíu
og tveggja stiga mun, 108–76.
Finnar eru langsterkasta
Norðurlandaþjóðin í körfubolta
en þjálfari þess stýrði lengi Dirk
Nowitzki og félögum í þýska
landsliðinu. Finnarnir náðu tök-
um á leiknum strax í upphafi.
Þeir spiluðu mjög góða vörn
sem gerði okkar mönnum erfitt
fyrir í sókninni og leiddu Finnar
í hálfleik, 56–37.
Í seinni hálfleik bættu Finn-
arnir bara í en þeir hittu mjög
vel fyrir utan þriggja stiga lín-
una. Skotnýting þeirra var 50
prósent á móti 30 prósenta nýt-
ingu íslenska liðsins. Því fór sem
fór og stórt tap er staðreynd.
Jakob Örn Sigurðarson og
Hlynur Bæringsson, sem báð-
ir leika með Sundsvall og eru
því á heimavelli, skoruðu báð-
ir nítján stig gegn Finnum. Auk
þess tók Hlynur tíu fráköst. Pa-
vel Ermolinskij átti einnig fín-
an leik og skoraði 15 stig, tók 6
fráköst og gaf 5 stoðsending-
ar. Næstir komu Hörður Axel
Vilhjálmsson með 8 stig, Logi
Gunnarsson skoraði 7, Haukur
Helgi Pálsson sem lék sinn fyrsta
landsleik skoraði 5 stig, Brynjar
Þór Björnsson 2 og Finnur Atli
Magnússon 1.
Jón Arnór Magnússon var
ekki í liði Íslands í leiknum
vegna meiðsla sem hann hlaut
snemma leiks gegn Svíum í
fyrsta leik mótsins. Næsti leikur
Íslands er í dag, mánudag, gegn
Dönum.
Áttu ekki séns í Finna
n Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á NM í körfubolta
Stigahæstur Jakob Örn
Sigurðarson skoraði 19 stig gegn
Finnum eins og Hlynur Bæringsson.
MyNd AME
Stórleikur á
Skaganum
Fjórtánda umferðin í 1. deild
karla hefst á þriðjudaginn með
þremur leikjum. Stórleikur um-
ferðarinnar verður á Skipaskaga
þar sem tvö bestu lið deildar-
innar, hið taplausa lið ÍA og Sel-
foss, sem er í öðru sæti, mætast.
Skagamenn hafa níu stiga for-
ystu á Selfoss á toppnum en
Selfyssingar hafa einnig verið
á miklu skriði og aðeins tapað
einum leik frá því þeir lágu gegn
ÍA í þriðju umferð.
É
g er mjög hamingjusam-
ur og ánægður að vinna
loksins stórmót,“ seg-
ir Axel Bóasson úr GK,
nýkrýndur Íslandsmeist-
ari í höggleik, en DV náði tali af
honum í gær, skömmu eftir að
hann vann sinn fyrsta Íslands-
meistaratitli. Axel lék manna
best á Hólmsvelli í Leiru þar
sem mótið fór fram í ár. Hann
jafnaði vallarmetið á fyrsta degi
og leiddi frá fyrsta degi, allt til
síðasta pútts. Hann fór hringina
fjóra á samtals tveimur undir
pari en hann kórónaði frábæra
spilamennsku sína á erfiðri
helgi með erni á lokaholunni.
Kristján Þór Einarsson, GKJ,
varð annar en hann veitti Axel
harða samkeppni á lokadeg-
inum og náði meðal annars að
jafna Axel en lét kné ekki fylgja
kviði.
Kom yfirvegaður inn í
mótið
„Þetta var orðið svolítið tæpt
þarna á tímabili en þá sýndi
maður bara klærnar,“ segir Axel
við DV. Hann lék manna best
við erfðar aðstæður í Leirunni
þessa helgina en mikið rok setti
svip sinn á mótið. Sjálfur seg-
ist hann hafa komið rólegur og
yfirvegaður inn á Íslandsmót-
ið eftir að hafa unnið keppn-
ina um högglengsta kylfinginn í
vikunni sem leið að mótinu.
„Þar fann ég „drive-in“ mín
aftur og fór að slá hátt og langt.
Svo mætti ég bara rólegur inn í
fyrsta daginn og fann líka pútt-
in mín en ég hafði átt erfitt með
þau í vikunni á undan. Fyrsta
daginn spilaði ég í fyrsta sinn á
ferlinum skollalaust golf og átti
þar enn nokkuð inni til að bæta
mig. Á öðrum degi spilaði ég
bara nokkuð vel en þriðji dag-
urinn var einhver mesti þolin-
mæðisdagur sem maður hefur
þurft að upplifa. Það var storm-
ur allan tímann og það var ekk-
ert verið að gera völlinn auð-
veldan fyrir mann. Þar var ég
að setja mikilvæg pútt í. Þar var
mikilvægast að vera ekki að fá
skolla og tvöfalda skolla. Passa
sig á að gera ekki of mörg mis-
tök,“ segir Axel.
Ástarsamband við Leiruna
Axel leiddi þegar lokahringur-
inn var hálfnaður en ekki leið
á löngu þar til Kristján Þór Ein-
arsson var búinn að jafna Axel.
„Ég vissi eftir tólftu holu að
hann væri búinn að jafna mig.
Þá þurfti ég að fara að sækja en
ekkert vildi ofan í. En svo datt
fugl niður á fimmtándu og þá
fór ég að finna mig aftur,“ segir
Axel. „Ég rotaði þetta bara svo
endanlega með erni á átjándu
en til að vera heiðarlegur skal
ég viðurkenna að það pútt átti
aldrei að fara ofan í,“ segir hann
og hlær við.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Axel gengur vel í Leirunni
en þar vann hann sitt fyrsta
karlamót og varð Íslandsmeist-
ari í holukeppni. „Ég og Leiran
erum mjög góðir vinir. Við eig-
um gott samband,“ segir hann
og hlær en hvað gefur það hon-
um að vera orðinn Íslands-
meistari 21 árs gamall?
„Ég er bara stoltur. Þetta er
mikill heiður og það er gaman
að geta loksins sagt við stóra
frænda að maður sé orðinn Ís-
landsmeistari,“ segir Íslands-
meistarinn í höggleik 2011,
Axel Bóasson.
Ólafía Þórunn bar af
Meðalaldur Íslandsmeistar-
anna í ár er aðeins 19,5 ár því
Íslandsmeistari kvenna í högg-
leik 2011 er Ólafía Þórunn Krist-
insdóttir úr GR. Hún bar höfuð
og herðar yfir keppinauta sína
í Leirunni og endaði með því
að vinna með níu högga mun.
Hún fór hringina fjóra á átta yfir
pari en næst kom Íslandsmeist-
arinn frá því í fyrra, Tinna Jó-
hannsdóttir, á sautján yfir pari.
Tinna sló vallarmetið á fyrsta
degi en gekk skelfilega á öðr-
um degi og þá tók Ólafía foryst-
una. Í samtali við mbl.is sagði
Tinna ástæðuna fyrir slöku
gengi á öðrum degi hafa verið
að hún meiddi sig í hendinni í
fyrsta hring. Tinna lék langbest
á lokadeginum en þá fór hún
hringinn á tveimur yfir pari og
vann sex högg á Ólafíu. Forysta
Ólafíu var þó svo rosaleg að það
dugði ekki til að snerta nýja Ís-
landsmeistarann, Ólafíu Þór-
unni Kristinsdóttur úr GR, sem
vann með níu högga mun.
„Ég og Leiran erum
mjög góðir vinir“
n Axel Bóasson Íslandsmeistari karla í höggleik 2011 n Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
sópaði upp kvennaflokknum n Meðalaldur Íslandsmeistaranna 19,5 ár
Pepsi-deildin
Þór - Víkingur 6-1
1-0 Ármann Pétur Ævarsson (11.), 2-0
David Diztl (35.), 3-0 David Diztl (38.), 3-1
Viktor Jónsson (46.), 4-1 Sveinn Elías
Jónsson (53.), 5-1 Clark Keltie (90.+2 víti),
6-1 Ragnar Hauksson (90.+3).
Fram - ÍBV 0-2
0-1 Andri Ólafsson (36.), 0-2 Þórarinn Ingi
Valdimarsson (77.).
Stjarnan - Keflavík 2-3
1-0 Baldvin Sturluson (19.), 1-1 Einar Orri
Einarsson (20.), 1-2 Magnús Þórir
Matthíasson (51.), 2-2 Halldór Orri
Björnsson (57. víti), 2-3 Hilmar Geir
Eiðsson (82.).
Grindavík - Fylkir 1-4
1-0 Matthías Örn Friðriksson (6.), 1-1
Ingimundur Níels Óskarsson (51.), 1-2
Andrés Már Jóhannesson (55.), 1-3 Andri
Þór Jónsson (75.), 1-4 Tómas Joð
Þorsteinsson (85.).
KR - Breiðablik 4-0
1-0 Guðjón Baldvinsson (2.), 2-0 Skúli Jón
Friðgeirsson (27.), 3-0 Óskar Örn Hauksson
(42.), 4-0 Kjartan Henry Finnbogason (71.
víti).
Staðan
1 KR 11 8 3 0 25:7 27
2 Valur 11 7 2 2 16:6 23
3 ÍBV 11 7 1 3 16:9 22
4 Stjarnan 12 5 3 4 22:20 18
5 Fylkir 12 5 3 4 20:21 18
6 Keflavík 12 5 2 5 17:17 17
7 FH 11 4 4 3 23:16 16
8 Breiðablik 12 4 3 5 20:24 15
9 Þór 12 4 2 6 17:23 14
10 Grindavík 12 3 2 7 15:26 11
11 Víkingur R. 12 1 4 7 9:21 7
12 Fram 12 1 3 8 7:17 6
Best í Leirunni Axel Bóasson vann sinn fyrsta
Íslandsmeistaratitil og Ólafía Þórunn Kristins-
dóttir rúllaði yfir stöllur sínar í Leirunni.
MyNd SHA/GoLf.iS
Efstu karlar
Kylfingur Skor
1. Axel Bóasson, GK -2
2. Kristján Þór Einarsson, GKJ +1
3.-5. Ólafur Már Sigurðsson, GR +3
3.-5. Heiðar Davíð Bragason, GÓ +3
3.-5. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG +3
Efstu konur
Kylfingur Skor
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +8
2. Tinna Jóhannsdóttir, GK +17
3. Signý Arnórsdóttir, GK +22
4. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +23
5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +24
Íslandsmótið
í höggleik