Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 25. júlí 2011 fimm á fundinn þannig að allir fengu eitthvert hlutverk. Hann var varaformaður og formaður í sinni deild.“ Óheppinn í viðskiptum Breivik reyndi fyrir sér í Versl- unarskólanum í Osló (Hand- elsgymnasium) og stundaði einnig nám í gegnum netið við American InterContinental University án þess þó að ljúka námi. Hann stundaði síðar nám við BI-viðskiptaháskól- ann, sem er sá stærsti sinn- ar tegundar í Noregi. Á fyrstu árum 21. aldarinnar reyndi hann fyrir sér í viðskiptum og setti nokkur fyrirtæki á lagg- irnar en ekkert þeirra varð langlíft. Eitt þessara fyrirtækja var tölvusala, og komst hann þannig í góð kynni við nútíma upplýsingatækni sem hann átti síðar eftir að nota til að dreifa áróðri sem beindist helst gegn fjölmenningu, sér í lagi mús- limum. Honum gramdist sér- staklega að heilu íbúðablokk- irnar í Osló voru undirlagðar af sómölskum innflytjendum og taldi það hneyksli að þeir skyldu hafa hlotið norskan ríkisborgararétt. Breivik var á þeirri skoðun að þessir inn- flytjendur gerðu ekkert nema sitja á sófum sínum og hirða félagslegar bætur. Hann taldi innflytjendurna því næst senda hluta bótanna á heima- slóðir þar sem þeir styddu við bakið á hryðjuverkasamtökum múslima. Lifði tvöföldu lífi Árið 2006 virðist Breivik hafa gefist upp á viðskiptaævintýr- um um sinn. Hann fluttist úr íbúð sinni og tók sér búsetu í íbúð móður sinnar þar sem hann ólst upp í vesturhluta Osló. Í handbók Breivik, 1.500 síðna stefnuyfirlýsingu og dag- bók, gerir hann grein fyrir því að það hafi verið fjárhagslegir erfiðleikar sem neyddu hann til að flytjast aftur til móð- ur sinnar. Þar þurfti hann að lifa tvöföldu lífi til leyna móð- ur sína áætlunum sínum, en hann hafði þá þegar hafið und- irbúning á fjöldamorðunum sem hann framkvæmdi síð- an á föstudaginn. Í stefnuyfir- lýsingu sinni, sem ber titilinn: 2083 – Evrópsk sjálfstæðisyfir- lýsing, er undirbúningi hans lýst nákvæmlega og urðu þær lýsingar æ nákvæmari eftir því sem styttist í voðaverkin sjálf. Til að byrja með mun hann hafa skipt áætlun sinni í marga hluta. Til að fela slóð sína safn- aði hann ætíð upplýsingum á USB-minnislykil fyrir hvern hluta áætlunarinnar. Þegar hver hluti var tilbúinn eyddi hann minniskubbnum. Hann náði að verða sér úti um skot- vopn, Glock-skammbyssu og hálfsjálfvirkan riffil auk hagla- byssu. Hann setti skotvopnin í kistu sem hann gróf í skógi svo móður hans myndi ekkert gruna. Hann pantaði sér einn- ig dulargervi, lögreglubúning, sem hann gróf í kistu. Enginn mátti vita um fyrirætlanir Brei- vik. Tók stera og varð vænisjúkur Á þessu ári hóf Breivik að neyta stera í miklu mæli svo hann yrði betur í stakk búinn líkam- lega til að fremja fjöldamorðin. Við það varð hann mjög væn- isjúkur en hann virðist á sama tíma hafa áttað sig á auka- verkunun- um. Hann skráði það í dagbók sína að hann hefði áhyggjur af árásargirni sinni, að hann væri orðinn fljótur að skipta skapi og einnig að hann hefði áhyggjur af ástandi lifrar sinnar. Vænisýki hans var umtals- verð en hann var meðal ann- ars viss um að Deltasveit lög- reglunnar hefði hann undir eftirliti. Eftir að hann fluttist til Rena og hóf að búa til sprengj- ur fékk hann áhyggjur af því að hjón sem leigðu honum hús ættu eftir að uppgötva sann- leikann um hvað hann væri að gera. „Ég er í djúpum skít!“ skrifaði hann í dagbók sína þann 18. júní þegar hann átti von á heimsókn frá frúnni sem þurfti að sækja eitthvað í bíl- skúrinn þar sem sprengjugerð- in fór fram. Hann náði að fresta heimsókninni og breiða yfir sprengjurnar í tæka tíð. Breivik sleit einnig öllum samskiptum við vini sína í Osló, ella myndu þeir ef til vill heimsækja hann til Rena og sjá áburðarsprengj- urnar. Sprengdi tilraunasprengju Breivik lýsti því af nákvæmni hvernig hann hafi smíðað fyrstu sprengjuna sína sem ófreskjan í eyjunni „Hann skaut á mig með skammbyssu. Ég fann kúluna þeytast fram hjá mér en hún hafnaði í steinum fyrir aftan mig. Ég bara hljóp. Fólk var skotið niður allt í kringum mig. Hann gætti þess að skjóta alla tvisvar. Hann skaut á vini mína sem syntu frá eynni, og hann skaut á þá sem að reyndu að fela sig í tjöldum eða í skóginum. Thorbjørn Vereide Framhald á næstu opnu Stoltenberg í minningarathöfn „Ef einn maður getur sýnt svo mikið hatur, hugsið ykkur alla ástina sem við getum sýnt.“ „Ég drep ykkur öll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.