Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 6
Þ rátt fyrir að flestir tengi ferm- inguna við kristna trú þá má segja að fermingin sé eins konar manndómsvígsla og líklega jafn gömul mann- legu samfélagi. Félagshópar, fjöl- skyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga með siðum og venjum og tengist þessi vígsla því kynþroskatímabilinu. Hún táknar að einstaklingurinn er ekki lengur barn og er kominn í hóp fullorðinna og öðlast þar með réttindi og skyldur. Þessi athöfn hefur því lengi verið innbyggð í samfélög manna og alvar- an sem fylgir vígslunum undirstrikar félagslegt mikilvægi þeirra. Lestur og skrift skilyrði Orðið ferming er dregið af latnesk orðinu „confirmare“ sem þýðir að staðfesta en með kirkjulegri ferm- ingu staðfestir einstaklingurinn skírnarheit og játast kristinni trú. Fermingin er, eins og flestir helgisiðir kristinnar kirkju, sótt í Nýja testa- ment Biblíunnar og er sakramenti sem þýðir helg athöfn eða náðargjöf. Þótt það hafi tíðkast lengi var fermingin gerð að skyldu hér á landi árið 1741. Urðu þá öll börn að ferm- ast en skilyrðið var að þau kynnu undirstöðuatriði kristni og að lesa. Fermingin var því eins konar loka- próf í lestri. Eftir 1880 bættust nýjar greinar í fermingarundirbúninginn en þá áttu börn einnig að kunna að skrifa og reikna. Fermingin veitti viss borgaraleg réttindi en hún og altarisganga voru til að mynda skilyrði fyrir hjóna- vígslu. Fermingarskylda var svo af- numin með trúfrelsinu sem fylgdi stjórnarskránni 1874. Árið 1946 var ákveðið að að- greina trúfræðslu kirkjunnar frá kristnifræði skóla en börnin héldu þó áfram að ganga til prests og fá þar fræðslu um játningar og trúfræði kirkjunnar. Í seinni tíð hefur ferm- ingarfræðsla kirkjunnar gengið út á að efla með unglingunum tilfinn- ingu fyrir helgi mannlífsins og mik- ilvægi kristinnar lífsskoðunar fyrir nútímamanninn. Borgaralegar fermingar njóta vaxandi vinsælda Fram til ársins 1988 fóru allar ferm- ingar fram í kirkjum en ári seinna hóf Siðmennt að standa fyrir borg- aralegum fermingum. Ungmenni sem fermast borgaralega eru studd í því að vera heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og börn í kristinni fermingar- fræðslu þurfa börn sem fermast borgalega að sækja námskeið þar sem ýmislegt er til umræðu.  Meg- intilgangur þeirra er að efla heil- brigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virð- ingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Síðustu ár hafa borgaralegar fermingar notið vax- andi vinsælda en á síðasta ári voru 195 börn fermd borgaralega. Upplýsingar: Vísindavefurinn og Siðmennt 6 Fermingar 2.–4. mars 2012 Helgarblað Hvað þýðir ferming? n Manndómsvígsla er gömul hefð n Ferming í kristinni trú er staðfesting á skírn Manndómsvígsla Ferming og aðrar manndómsvígslur tákna að einstaklingurinn er ekki lengur barn og er kominn í tölu fullorðinna. Fermingarhefðir Guðbjörg Jóhannesdóttir, prestur og formaður Prestafélagins, fræddi blaða- mann um nokkrar hefðir og siði sem tengjast fermingunni: n Áður fyrr var það siður að fjölskylda stóð upp með fermingarbarninu. Þetta var mörgum dýrmætur síður en olli líka stundum óþægindum. Það stóð jafnvel hálf kirkjan upp með einu barni en ein manneskja með öðru. Þetta var einn af þeim siðum sem lagði áherslu á fjöl- skylduna sem slíka en í dag gengur það út á að allir séu samankomnir til að fagna þessum áfanga. n Annar gamall siður var að fjölskylda hvers barns gekk með því til altaris. Nú hefur það að mestu verið lagt niður og meiri áhersla á að allir komi saman að altarinu og að hin kristna fjölskylda sameinist. Eins og með fyrra atriðið þá léttir þetta sumum börnum lífið því börn í dag eru í mjög mismunandi samsettum fjölskyldum og það getur verið erfitt fyrir börnin að velja hvaða fjölskyldumeðlimir gangi til altaris með þeim. n Áður fyrr voru börnin látin læra utan- bókar og hlýtt yfir í kirkjunni. Sá siður er ekki lengur viðhafður en stundum eru þau látin fara með ritningarvers. Að vera hlýtt yfir getur verið mikið kvíðaefni fyrir suma og getur eyðilagt athöfnina fyrir þeim. Lögð er áhersla á að allir séu jafnir, allt kapp lagt á að börnunum líði sem best og þá er stundum frekar hafður sá háttur á að versin eru lesin fyrir þau. n Í eina tíð voru stúlkur bæði með hvíta hanska og hálsklúta. Í dag er allur gangur á því hvort þær séu með hanska en klútarnir sjást ekki lengur. Ástæða fyrir klútunum var til að hylja kraga kjólanna en í dag eru kyrtlarnir renndir upp í háls og klútarnir óþarfir. n Kyrtillinn er alls staðar notaður. Eins og með siði í athöfninni þá jafnar hann stöðu barnanna auk þess sem hann er táknmynd fyrir trúna. Þau ganga fram í honum og játa opinberlega fyrirætlun sína að lifa eftir góðum siðum. Það er því regla að vera í honum en eina undantekning sem gefin hefur verið er ef stúlkurnar klæðast íslenskum búningum. n Mjög löng og gömul hefð er varðandi klútinn inni í sálmabókinni. Hann á rætur sínar að rekja til þess að áður fyrr, þegar barn var skírt, var það þerrað með klút. Sami klútur var settur inn í sálmabók við fermingu og loks yfir ásjónu við andlát. Þó svo þessi siður hafi verið aflagður þá eru þó margar stúlkur sem hafa enn klút í sálmabókinni. Er það líklega að áeggjan ömmu eða annarra fjölskyldumeðlima af eldri kynslóð. „Á seinustu ára- tugum hefur ferm- ingarfræðsla kirkjunnar gengið út á að efla með unglingunum tilfinningu fyrir helgi mannlífsins og mikilvægi kristinnar lífs- skoðunar fyrir nútíma- manninn. Fróðleiksmolar um ferminguna Í bók Árna Björnssonar, Merkisdagar á mannsævinni, er ýmis fróðleikur um fermingar á Íslandi. Þar fjallar hann meðal annars um fermingarveislur og gjafir: „Um fermingarveislur og fermingargjafir sést ekki getið fyrr en eftir miðja 19. öld. […] Veisluhöld og gjafir til ferminga aukast jafnt og þétt eftir því sem efnahagur þjóðarinnar batnar og kaupmáttur almennings eykst. Nokkur afturkippur verður samt öðru hverju eins og á kreppuárum fjórða áratugarins. […] Fermingarveislur voru oftast fyrir heimilis- fólkið eitt ásamt nánustu ættingjum og kunningjum. Framan af fólust þær einkum í kaffi, súkkulaði, kökum og tertum en um miðja 20. öld verða matarveislur algengar. Stórveislur voru fátíðar. Fermingargjafir voru af ýmsum toga, í fyrstu er einkum getið um bækur og flíkur, seinna peninga, skartgripi og snyrtidót. Í sveitum gat einnig verið um að ræða kind, hest og reiðtygi. Á þriðja áratugnum verða vasaúr vinsæl fyrir þá sem höfðu ráð á og á fjórða áratugnum koma armbandsúr til sögunnar. […] Reiðhjól varð einnig dæmigerð fermingargjöf á fjórða og fimmta áratugnum. Fermingarskeyti komu til sögunnar um svipað leyti. Um og eftir miðja 20. öldina fer að bera á því að gefin séu húsgögn, mynda- vélar og svefnpokar eða annar ferðabúnaður. Eftir 1970 verða alls konar hljómflutnings- tæki sífellt algengari sem fermingargjafir. Utanlandsferðir fóru þá líka að færast í vöxt.“ Einnig segir í áðurnefndri bók Árna Björnssonar þjóðháttafræðings: „Á seinustu áratugum hefur ferming orðið meiri félagslegur viðburður en áður því það er engin bein skylda sem rekur menn til þess að fermast. Börn öðlast engin ný réttindi við ferminguna og skólaskyldu er ekki lokið eins og áður var. Hvorki verða þau sjálfráða né komast út á vinnumarkaðinn. […] Það liggur oft ekki mikil trúsannfæring á bak við ferm- inguna í dag, þó það geri það vissulega hjá sumum, en meginástæðan fyrir fermingunni virðist vera fylgi við ríkjandi siði og venjur. Fermingin er gamall þjóðarsiður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.