Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Síða 8
8 Fermingar 2.–4. mars 2012 Helgarblað H árfylgihlutir af ýmsu tagi hafa lengi verið nátengdir fermingargreiðslum stúlkna. Fylgihlutirnir í ár eru af ýms- um toga, en mikið er um falleg hár- bönd af ýmsum gerðum. Einnig eru blóm vinsæl í ár og þá í alls konar stærðum og gerðum. f ermingarstúlkur eru margar hverjar farnar að prófa sig áfram þegar kemur að því að farða sig. DV hefur tekið saman nokkur góð ráð fyrir stelpur sem vilja líta vel út á ferming- ardaginn með aðstoð smá förðunar. Fermingarförðun á í öllum tilfellum að vera náttúruleg og látlaus. Undirstöðuatriðin Undirstaða að fallegri förðun er heil- brigð húð. Áður en farði er borinn á andlitið er mikilvægt að bera rakakrem á húðina og leyfa því að liggja þar í um það bil tíu mínútur eða þangað til að húðin hefur tekið við rakanum. Í náttúrulegri förðun er best að nota brúna tóna. Er þar átt við brúna mask- ara, brúna augnskugga og svo fram- vegis. Við erum með brúna húð og brúnir tónar falla því vel að okkar nátt- úrulega húðlit. Þeir sem DV ræddi við voru allir sammála um þetta lykilatriði. Til að koma í veg fyrir að það mynd- ist skil á andliti og hálsi er lykilatriði að setja örlítið af farðanum eða litaða dagkreminu niður á hálsinn. Veldu réttu vöruna Þegar kemur að því að velja förðunar- vörur fyrir unga húð er sniðugt að velja vörur sem innihalda steinefni og eru næringarrík fyrir húðina. Þar má nefna sem dæmi litað dagkrem sem gefur húðinni náttúrulegt yfirbragð án þess að mikið beri á förðuninni. Kinnalitur gefur húðinni náttúru- legan ljóma og frískleika. Varast skal þó að nota of mikið sólarpúður til þess að halda útlitinu sem náttúrulegustu. Fallegt gloss má nota sem kinna- lit, þú setur bara smá gloss á fingur og „doppar“ honum á kinnarnar. Þá færðu fallegan ljóma og líka flottan „high lighter“. Brúnkukrem frekar en ljós Ef bera á brúnkukrem í andlit er gott að setja kremið í litla bómullarskífu og strjúka því yfir andlitið. Þannig dreif- ist kremið jafnt og þétt yfir húðina og dregur úr hættunni á að það mynd- ist flekkir í andlitinu. Passið líka að setja smá á eyrun svo að þau séu ekki í öðrum lit. Þegar búið að er bera brúnkukrem- ið á er gott að bíða í um það bil tuttugu mínútur og strjúka síðan yfir húðina með höndunum og koma þannig í veg fyrir að línur og flekkir myndist. Svo er mikilvægt að muna að þvo sér vel um hendurnar svo að þær verði ekki alltof dökkar. Litlu hlutirnir skipta máli Naglalakk í skemmtilegum lit getur gert mikið. Til dæmis getur fjólu- blátt við ljós föt komið vel út. Eins má nefna að sniðugt er fyrir ljóshærðar stelpur sem eru með ljós augnhár að nota brúnan maskara á fermingardag- inn. Svartur maskari getur einfaldlega reynst of mikill. Þessir litlu hlutir geta skipt miklu máli fyrir heildarútlit förð- unarinnar og er sniðugt að æfa sig vel fyrir stóra daginn. Ef fermingarstúlkan ætlar að vera í hvítu að ofan á fermingardaginn er sniðugt að hún sé búinn að fara í ferm- ingarfötin þegar hún farðar sig. Þannig kemur hún í veg fyrir að farðinn smitist í fötin og skilji eftir leiðindalit. Fallegir fylgihlutir fyrir ferminguna n Poppaðu upp greiðsluna! Falleg hárbönd Hárbönd af ýmsum toga eru vinsæl í hártískunni. Blóm Blóm í hár eru inn. Eru spari- skórnir óþægilegir? Flest fermingarbörn fá glænýja spariskó fyrir stóra daginn og stundum vill svo óheppilega til að þeir reynast óþægilegir. Ef skórnir eru úr leðri má nota barnapúður til þess að mýkja þá. Barnapúður dugar líka til þess að eyða vondri lykt úr skóm. Ef ekkert dugar má reyna að fara með skóna til skó- smiðs sem getur reynt að víkka skóna með sérstökum aðferðum. Olía á feita húð Flest ungmenni glíma við feita húð á unglingsaldri og þá er tilhneiging til þess að sneiða hjá snyrtivörum sem innihalda olíur. En réttu teg- undirnar af olíu geta hjálpað í baráttunni við ofvirka fitukirtlana. Lótusolían frá Clarins er ein þeirra sem hentar unglingnum afar vel. Húðin kemst í jafnvægi og verður mjúk og slétt. Litadýrð fyrir ungmeyjar Litadýrðin er allsráðandi í nýrri vörulína frá snyrtivörufyrirtæknu MAC. Til að lífga upp á fermingar- fötin má velja úr nokkrum fallegum bleik- um tónum á varirnar eða setja örlítinn bleikan kinna- lit á vangana. Fyrir lengra komna er hægt að velja úr ferskum litum í augn- skuggum. Umbúðirnar eru sumar- legar og flottar og minna á langa heita sumardaga fulla af lífi og fjöri. förðunarráð fyrir fermingarstúlkur n Náttúruleg og látlaus förðun á fermingardaginn „Ef bera á brúnku- krem í andlit er gott að setja kremið á litla bómullarskífu og strúkja því yfir andlitið. Einfalt og náttúrulegt Ferm- ingarförðun á í öllum tilfellum að vera náttúruleg og látlaus. Gloss sem kinnalitur Fallegt gloss má nota sem kinnalit, þú setur bara smá gloss á fingur og „doppar“ honum á kinnarnar. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is förðun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.