Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Síða 9
Fermingar 9Helgarblað 2.–4. mars 2012 Gjöf náttúrunnar Pomegranate dagkremið inniheldur styrkjandi og verndandi andoxunarefni unnin úr Granateplum. Örvar frumu endurnýjun í húðinni og dregur úr hrukkumyndun. Húðin verður mýkri og sléttari. Árangur af vísindalegri rannsókn*- Eftir 28 daga notkun með Weleda Pomegranate dagkremi minnkuðu hrukkur um 14%, mýkt húðarinnar jókst um 11%, frumu endurnýjun í húðinni jókst um 16% og vörn húðarinnar gegn skaðlegum geislum (free radicals) var sýnileg. Weleda vörurnar eru Na True vottaðar. *Derma Consult Concept GMBH. Lesið meira um lífrænar húðvörur á weleda.is Í samhljómi við mann og náttúru Síðan 1921 Í samhljómi við mann og náttúru Síðan 1921 Súkkulaðibotn (1 stk.) n 100 ml sjóðandi vatn n 75 ml ósætt kakóduft(ekki hollenskt) n 50 ml mjólk (helst nýmjólk) n ½ tsk. vanilludropar n 200 ml hveiti n Rúmlega hálf teskeið matarsódi n Salt á hnífsoddi n 113 gr smjör, mjúkt n 125 ml púðursykur n 75 ml sykur n 4 stór egg Aðferð: 1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 23 cm. hring- form og setjið smjörpappír í botninn og dustið með hveiti. 2. Blandið saman kakó og sjóðandi vatni þar til það glansar og bætið þá mjólk og vanillu saman við. 3. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salti í annarri skál. 4. Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri með rafmagnsþeytara (eða í vél) þar til það er ljóst og létt og bætið þá eggjum saman við einu í einu og pískið vel saman eftir hvert egg. Þeytið þá saman við hveiti og kakóblöndunum til skiptis og byrjið og endið á hveitiblöndunni (deigið gæti litið út fyrir að hafa skilið). 5. Setjið deigið í formið og bakið í 20–25 mín- útur eða þar til prjónn sem stungið er í miðju kökunnar kemur út hreinn. Takið út og kælið á grind og takið svo úr forminu og kælið alveg. Hægt er að geyma botninn vel plastaðan við stofuhita í tvo daga eða í frysti í viku (jafnvel lengur en þá gæti hún orðið svolítið laus í sér). Púðursykurs- og kornflexmarengs (2 stk.) n 4 eggjahvítur n 100 gr sykur n 100 gr púðursykur n 70 gr kornflex n ½ tsk. lyftiduft Aðferð: 1. Hitið ofninn í 150°C og setjið smjörpappír í hliðarnar á tveimur 23 cm hringsmellu- formum og setjið á ofnplötur með smjör- pappír (enn betra ef þið eigið silíkonform, eða silíkonmottur en passið að það sé í sömu stærð og súkkulaðibotninn) 2. Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykrinum út í og þeytið í 8–12 mínútur. 3. Myljið kornflexið (gott að setja það í lítinn nestispoka og mylja með kökukefli) og hrærið varlega saman við eggjahvíturnar ásamt lyftiduftinu. 4. Setjið helminginn í hvort form og sléttið vel úr. Bakið við 150°C í klukkutíma og látið kólna í ofninum, passið að opna ekki ofninn fyrr en ofninn er orðinn alveg kaldur (annars gæti marengsinn fallið). Aths. ef hann fellur er það í lagi en setjið þá bara minna af rjómanum þegar kakan er sett saman. Karamellusósa n 150 ml sykur n 50 ml vatn n 1½ msk. smjör n 100 ml rjómi Aðferð: 1. Setjið sykur og vatn á pönnu og þegar hann er orðinn nokkuð brúnn er smjörinu bætt saman við (blandan mun bulla rosalega) og síðast rjómanum. Það er einnig hægt að gera þetta í potti en þá tekur það lengri tíma fyrir sykurinn að brúnast. Mokkarjómi n 500 ml rjómi n 2 msk. (kúfaðar) vanilluskyr, þetta græna – ekki skyr.is n 50 gr (5 msk. kúfaðar) flórsykur n 1 msk. espressókaffi (sterkt), kalt Aðferð: 1. Þeytið rjómann vel og blandið öllu hinu mjög varlega saman við með sleikju. Setjið saman kökuna Setjið súkkulaðibotninn fyrst á kökudisk og smyrjið með 1/3 af rjómanum, setjið þá marengsbotn ofan á og smyrjið með 1/3 af rjómanum og dreifið karamellu yfir með skeið, passið að setja ekki of mikið (hún á ekki að þekja). Setjið þá seinni marengsbotninn ofan á og smyrjið með afganginum af rjómanum og dreifið karamellu yfir með skeið eða eins og ég gerði, og sést á myndinni, með rjómasprautu og gerði fyrst lóðréttar línur, þá láréttar ofan á og svo á ská og aftur á ská í hina áttina og gott að láta hverja línu fara aðeins niður kökuna á hliðunum. Einföld kaka á fermingarborðið Þ egar baka þarf margar sortir af kökum í ferming- arveisluna er best að þær séu sem einfaldastar og þægilegastar í framleiðslu. Það er samt ekki verra að það líti út fyrir að hafa tekið langan tíma að útbúa þær. Matreiðslumaðurinn Sigur- rós Pálsdóttir, sem starfað hefur á Vox Restaurant og verið yfirmaður veitingadeildar Lifandi markað- ar, gefur hér lesendum DV upp- skrift að einni slíkri köku, þriggja hæða súkkulaði- og marengsköku með mokkarjóma og karamellu. Eins og nafnið gefur til kynna og myndirnar sýna er um að ræða massífa köku sem lítur alls ekki út fyrir að vera einföld í fram- leiðslu. Sigurrós fullyrðir þó að svo sé. „Hún er mjög einföld og það tók mig rosalega stuttan tíma að gera hana,“ segir hún sann- færandi við blaðamann sem slefar yfir myndum af herlegheitunum. Sigurrós segir að þar sem hægt sé að gera botnana töluvert áður en kakan er gerð, þá sé kakan tilvalin í fermingarveisluna. Það er gott að geta undirbúið það sem hægt er tímanlega, enda í mörg horn að líta þegar nær dregur fermingar- deginum. „Það er hægt að baka súkkulaðibotninn löngu áður, plasta hann og frysta. Svo er hægt að gera marengsinn alveg tveimur vikum áður ef maður geymir hann í lofttæmdum umbúðum. Svo þarf bara að setja rjómann á og setja hana saman daginn sem hún er borin fram.“ Þriggja hæða súkkulaði- og marengskaka með mokkarjóma og karamellu Ljúffeng Kakan er samansett þannig að neðsta lagið er súkkulaðibotn, rjómi, marengsbotn, rjómi og karamella, marengsbotn, rjómi og karamella Gefðu gömlu fermingarfötin E f það eru einhverjir þarna úti í samfélaginu sem vilja styðja fermingarbörn eingöngu, þá getum við haft milligöngu um það,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Nú stytt- ist óðum í fermingarnar en um 4.300 börn eru nú á fermingaraldri. Fjölskylduhjálpin hefur reynt að koma fátækum fjölskyldum ferm- ingarbarna til hjálpar í formi matar- gjafa, fata eða gjafabréfa. Ásgerður Jóna segir að hún fái margar fyrir- spurnir um hvort Fjölskylduhjálpin geti hjálpað fermingarbörnum eða aðstandendum þeirra sérstaklega. „Við hjálpuðum um 15 börnum í fyrra þannig að hvert barn fékk 30 þúsund krónur,“ segir Ásgerður Jóna sem seg- ir þörfina þó miklu meiri. „Við gátum líka eitthvað styrkt fjölskyldur ferm- ingarbarna með matargjöfum. Mál- ið er að þörfin í dag er orðin meiri en hún var fyrir tveimur árum. Ástandið er alveg skelfilegt. Maður veit ekki al- mennilega hvað maður á að segja.“ „Já, fólk getur sannarlega komið til okkar með föt,“ segir Ásgerður. Hún segir alltaf einhver fermingar- föt berast en upplagt sé að óska eft- ir þeim sérstaklega. Margir í þessu samfélagi hafi nóg milli hand- anna, bæði fé og föt. Hún segir að þeir sem myndu vilja styrkja ferm- ingarbörn eða fjölskyldur þeirra með peningagjöfum geti treyst því að peningarnir fari til þeirra sem sannarlega hafi þörf fyrir þá. „Þeir sem koma til að fá aðstoð eru með bréf frá prestunum og staðfestingu á því að þeir þurfi á hjálpinni að halda,“ segir hún. n Fjölskylduhjálpin óskar eftir fötum Þörfin er brýn Þeir sem eru aflögufærir geta komið fötum eða peningum til Fjölskyldu- hjálparinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.