Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Blaðsíða 23
Ísland er Í dauðafæri Sport 23Helgarblað 6.–8. september 2013 Ari Freyr Gylfi Þór Birkir Már Birkir Hannes Þór Kári Eiður Smári Aron Einar Kolbeinn Helgi Valur Ragnar X herdan Shaqiri er einn hættulegasti leikmaður Sviss. Hann er saman- rekinn orkubolti sem skapaði sér nafn með því að spila sig inn í byrjunarlið Basel í heimalandinu. Í dag er þessi örfætti leikmaður á mála hjá Evrópu- og Þýska- landsmeisturum Bayern München. Hann hefur leikið 34 leiki í Evrópukeppnum og skorað í þeim fimm mörk. Shaqiri er þekktur fyrir hraða sinn, með og án bolta – og er stór- hættulegur á kantinum. Shaqiri fæddist í Kosovo 1991, sem tilheyrði þá gömlu Júgóslavíu en fjölskyldan, albönsk, flúði átök- in í landinu og fluttist til Sviss 1992. Þess má geta að það gildir einnig um annan sterkan leik- mann svissneska liðsins, Granit Xhaka – sá fæddist líka í Kosovo. Xhaka leikur á miðjunni með Bor- ussia Mönchengladback í þýsku Bundesligunni og er fæddur árið 1992. Þeir Shaqiri og Xhaka eru báð- ir lykilmenn í svissneska U-21 árs liðinu sem lagði Ísland og komst í úrslitaleik loka- keppni EM 2011. Þar tap- aði liðið fyrir Spánverjum. Þriðji maðurinn á myndinni, sá ljóshærði, sem vert er að fylgjast með er Valon Behrami, miðvallar leikmaður Napoli á Ítalíu. Hann er einmitt fæddur í Kosovo, merkilegt nokk, en hraktist úr landi ásamt fjölskyldu sinni, eins og hinir tveir. Behrami lék í þrjú ár með West Ham en hefur annars leikið á Ítalíu. Ef ekki hefði verið fyrir stríðs- átök í heimalandinu væri staðan hugsanlega sú að þeir væru allir leikmenn albanska liðsins, sem Ís- land mætir einmitt á þriðjudag. baldur@dv.is Fylgstu með þessum n Þrír lykilmenn í svissneska landsliðinu eru fæddir í Kosovo Vissir þú … … að 11 af 23 leikmönnum í hópi Sviss leika með félögum sem spila í Meistara- deild Evrópu í vetur. … að leikur Sviss og Íslands fer fram á Stade de Suisse í Bern. Völlurinn var reistur á grunni Wankdorf-leikvangsins en þar fór einmitt úrslitaleikur HM 1954 fram. … að Stade de Suisse er heimavöllur Young Boys sem Grétar Rafn Steins- son lék með og tekur 32 þúsund manns í sæti. … að Mario Gavranovic og Gökhan Inler eru markahæstu leikmenn Sviss í undankeppninni, með tvö mörk hvor. … að Gylfi Þór Sigurðsson er markahæsti leik- maður Íslands í undankeppn- inni með þrjú mörk. … að Svisslendingar hafa 9 sinnum tekið þátt í lokakeppni HM, þar af árið 2006 og 2010. … að Svisslendingar hafa landað einum heimsmeistaratitli í fótbolta, það gerðist á HM í strandfótbolta í Dúbaí árið 2009. … að Ísland hefur skorað jafn mörg mörk í undankeppninni og Frakkar, Spánverj- ar, Svisslendingar og Rússar, en fleiri mörk en Grikkland, Tyrkland, Tékkland, Wales og Danmörk. n Mikilvægir leikir gegn Sviss og Albaníu framundan n Ísland á enn fína möguleika á 2. sætinu í riðlinum Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss É g geri ráð fyrir mjög erfiðum leik á móti Sviss. Það er samt ákveðin jákvæðni í kringum landsliðið okkar og við höfum verið að spila ágætlega þrátt fyrir þetta tap á móti Slóveníu í sumar,“ segir Tryggvi Guðmundsson, leik- maður HK og markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi. Tryggvi á von á mikilli mótspyrnu þegar Ísland mætir Sviss og á von á að mikið muni mæða á varnarmönn- um Íslands. Hann hefur þó litlar áhyggjur af sóknarmönnum Íslands enda séu frábærir leikmenn í öllum stöðum þar. „Ég held að það sé al- veg ljóst að Svisslendingar séu með sterkasta liðið í riðlinum. Akkilesar- hæll íslenska landsliðsins núna og síðustu ár er varnarleikur liðsins. Við erum með nóg af flottum mönn- um fram á við sem eru að slá í gegn víða – það vantar ekki. En varnar- leikurinn er höfuðverkurinn og Lars Lagerbäck hefur sagt það sjálfur að því miður sé ekki nógu gott úrval af varnarmönnum á Íslandi. Fótboltinn snýst að stóru leyti um að verjast og við gætum lent í því hlutverki gegn Sviss á útivelli,“ segir Tryggvi. Að- spurður um möguleika Íslands gegn Albaníu segir Tryggvi að í ljósi síð- ustu leikja liðsins ætti að vinnast sig- ur gegn Albaníu, svokallaður skyldu- sigur. „Maður veit svo sem lítið um lið Albaníu – það er ekki svo mik- ið af þekktum Albönum í Evrópu- boltanum. En við unnum þá úti og ættum þar af leiðandi að eiga góða möguleika heima.“ Þegar Tryggvi er spurður hvort hann sé reiðu búinn að spá fyrir um úrslit leikjanna gegn Sviss og Albaníu, segir hann: „Á maður ekki bara að vera bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar og segja að við náum í gott jafntefli í Sviss, 1–1, og svo tökum við Albaníu á heima- velli, 2–1.“ einar@dv.is Leikir sem eru eftir n 6. sept Noregur – Kýpur n 6. sept Sviss – Ísland n 6. sept Slóvenía – Albanía n 10. sept Ísland – Albanía n 10. sept Noregur – Sviss n 10. sept Kýpur – Slóvenía n 11. okt Slóvenía – Noregur n 11. okt Albanía – Sviss n 11. okt Ísland – Kýpur n 15. okt Noregur – Ísland n 15. okt Sviss – Slóvenía n 15. okt Kýpur – Albanía Jafntefli og sigur n Tryggvi Guðmundsson á von á stífri pressu Skellti Aroni á bekkinn Fantasy É g byrjaði á þessu eiginlega löngu áður en þetta fór að verða vinsælt á Íslandi,“ seg- ir Stefán Þór Pálsson, stuðn- ingsmaður Liverpool og sigur vegari í Fantasy-deild DV fyrir ágústmánuð. Stefán mætti á skrif- stofur DV á miðvikudag og tók á móti verðlaunum fyrir sigurinn. Hann fékk glæsilegan Mitre-fót- bolta frá versluninni Jóa útherja og 20 þúsunda króna gjafabréf frá Tapas-barnum. Númer 318 í heiminum Í leiknum velja þátttakendur sitt draumalið í ensku úrvalsdeildinni á vefnum Fantasy.premierleague. com. Þátttakendur hafa yfir tak- mörkuðum fjármunum að ráða og því er ómögulegt að raða öll- um bestu leikmönnum deildar- innar í sama liðið. Því þarf að sýna ákveðna útsjónarsemi til að ná góðum árangri. Stefán gerði það og gott betur. Hann fékk 232 stig í ágúst, níu stigum meira en næsti maður og var ótvíræður sigur vegari mánaðarins. Til marks um gott gengi Stefáns má nefna að hann er í sæti númer 318 í heiminum en rúmlega 2,8 milljónir manna eru skráðar í leikinn á heimsvísu. 1.535 eru skráðir í Fantasy-deild DV. Missir ekki af Liverpool-leik Þó að Stefán hafi tekið þátt lengi hefur hann yfirleitt aðeins gert það til gamans. Í viðtali við DV segir hann að eftir góða byrjun sé keppnis skapið komið og hann muni án efa fylgjast meira með gangi mála í enska boltanum en undanfarin ár. Hann hefur þó fylgst vel með sínum mönnum í Liverpool og varla misst af Liver- pool-leik undanfarin fimmtán ár eða svo. Önnur lið hafa þó setið á hakanum en í ljósi velgengninnar í Fantasy segir Stefán að nú þurfi hann að fylgjast betur með öðrum liðum. Stefán er hógvær þegar hann er spurður hver lykillinn sé að góð- um árangri í þessum vinsæla leik. „Þetta er smá grís. Ég var mjög heppinn og hitti vel á framherjana í hverri umferð; Benteke í fyrstu umferð, Soldado í annarri umferð. Svo valdi ég Yaya Toure sem fyrir- liða í 3. umferðinni og hann skilaði inn fjölda stiga.“ Stefán klikkaði þó illa í 2. um- ferðinni þegar hann setti Aron Einar Gunnarsson, leikmann Car- diff, á bekkinn, en Aron átti sann- kallaðan stórleik gegn Manchester City og skoraði mark og fékk 9 stig. Vegleg verðlaun DV mun veita sigurvegurum hvers mánaðar í Fantasy-deild DV verðlaun allt til loka tímabils- ins í maí. Stóru verðlaunin, 42 tomma Panasonic FHD LED- sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöð- inni, verða svo veitt sigurvegara vetrarins, þeim sem fær flest stig á tímabilinu. Um sérlega glæsi- legt sjónvarp er að ræða en verð- mæti þess er 209.990 krónur. n einar@dv.is Stefán Þór er sigurvegari ágústmánaðar í Fantasy-leik DV Sigurvegari Stefán tók stoltur við vinningnum – Mitre-fótbolta frá Jóa útherja og gjafabréfi frá Tapas-barnum. MyNd SIGTRyGGuR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.