Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2013, Page 13
Ég er lélegur
dansari
Lífsnauðsynleg
aðgerð
Ég vil
bara frið
Þorbjörg Helga Dýrfjörð finnst gaman að „head-banga“. – DVUgla Stefanía Jónsdóttir um kynleiðréttingu. – DVAldís Schram kærir föður sinn. – DV
Þjóðlegt íhald og áræðni í atvinnumálum
Spurningin
„Já, við ættum að gera það.“
Aron Freyr Kristjánsson
16 ára nemi
„Það fer eftir ástandinu sem þeir
eru í. Það þyrfti að vega og meta
það eftir því hvaðan þeir koma.“
Þór Blöndal Arngrímsson
16 ára nemi
„Já, við erum með nóg af plássi
fyrir þá.“
Lilja Karen Kjartansdóttir
16 ára nemi
„Já, það á að taka fleira fólk inn.
Það vantar starfsfólk.“
Friðbjörg Sigurgeirsdóttir
16 ára nemi
„Nei, það eru oft vandamál sem
fylgja þeim.“
Arnar Haraldsson
38 ára smiður
Ætti Ísland að
taka við fleiri
flóttamönnum?
1 „Varaði mig við því að til stæði að sprengja flugvélina sem ég
átti að fara með“ Aldís Schram
sagði frá viðburðaríku lífshlaupi sínu í
helgarblaði DV.
2 Handtóku mann í tengslum við hvarf Madeleine Breskir
rannsóknarlögreglumenn leita enn að
Madeleine McCann, stúlkunni sem hvarf
af hótelherbergi í Portúgal árið 2007.
3 „Þú hringir á lækni þegar einhver er veikur, en þegar
hann er andsetinn heldur þú
særingarathöfn“ Frönsk tánings-
stúlka sem ættingjar og vinir töldu að
væri andsetin var nær dauða en lífi þegar
henni var bjargað úr særingarathöfn.
4 Sá ekkert svindl Brynhildur Pétursdóttir þingmaður fylgdist með á
vettvangi þegar forsetakosningar fóru
fram í Aserbaídsjan.
5 Fékk í tána, eins og for-sætisráðherra Gissur Sigurðsson
útvarpsmaður hefur verið í þriggja
mánaða leyfi vegna sýkingar.
6 Ferðamaður tekinn tvisvar sama daginn í ofsaakstri Er-
lendur ökumaður var tvívegis tekinn fyrir
hraðakstur á Suðurlandi á laugardag,
fyrst á 134 kílómetra hraða, svo á 143.
Mest lesið á DV.is
É
g er þeirrar skoðunar að atvinnu
lífið vanti súrefni. Mín upplifun
er að þróttur þess dvíni þessa
dagana þegar það ætti að vera á
uppleið. Vissulega eru margir hlut
ir að gerast, atvinnuleysi minnkar en
heilt yfir er doði á mörgum sviðum.
Iðfyrirtæki í framleiðslu og þjónustu
merkja minni eftirspurn á lands
byggðinni og eina lífið í byggingar
iðnaðinum virðist vera í 101 Reykja
vík. Þar er aftur byrjað að blása í
blöðrur þegar við ættum að skapa
útflutningsverðmæti fyrir hagvöxt og
uppbyggingu heilbrigðisþjónustunn
ar í landinu.
Ég velti því fyrir mér hvort rík
isstjórnin og við sem stöndum að
meirihlutanum í þinginu séum að
standa okkur. Ég held að þrátt fyrir
mörg góð áratök sé hollt að viður
kenna að við getum gert betur og að
það liggur á að gera betur! Ég vakna
á hverjum morgni og velti fyrir mér
hvað ég geti gert til að ástandið lagist.
Fundahöld og spjall er ágætt en þar
gerist ekkert. Við verðum að láta verk
in tala. Erum við að gera það sem þarf
til að koma stóru verkefnunum í gang.
Í stað þess að fara í hefðbundna vörn
eigum við að viðurkenna að það þurfi
að sækja fastar. Við höfum rætt um að
draga lausa enda í höfn svo m.a. álver
í Helguvík komist í gang.
Afar lítið hefur breyst
Og á annað þúsund vel launuð störf.
Fólk spyr: Hvað er raunverulega að
gerast í því? Ég hef unnið að því verk
efni frá árinu 2009 og þar hefur afar
lítið breyst. Við sögðum í kosninga
baráttunni að framkvæmdir við virkj
anir í neðri hluta Þjórsár færu á stað
svo fljótt sem verða mætti. Þar er
ekkert að gerast og Landsvirkjun hef
ur ekki selt svo mikið sem 1 MW svo
lengi sem elstu menn muna. Sú stofn
un hefur mestan áhuga að senda raf
magnið til að Englendingar geti aukið
virðisauka með með því að nýta ork
una þar í framleiðslu, ekki hér. Við
ættum að tengja þá stofnun frekar við
samfélagið og sjá hvort ekki kvikn
aði á einhverjum perum við það.
Hvernig væri að þetta fyrirtæki okk
ar landsmanna setti á sína stefnuskrá
að skapa í landinu fjölbreytt og vel
launuð störf? Það er mikilvægara en
láta aðrar þjóðir njóta virðisaukans af
einni verðmætustu auðlind þjóðar
innar, grænu orkunni.
Tækifæri í skipasmíðum
En tækifærin bíða okkar mun víðar.
Fiskiskipastóllinn er orðinn gamall
og þar liggja tækifæri til að hefja aft
ur skipasmíðar innanlands. Smíði
fiskiskipa er aftur að færast frá Aust
urAsíu til Vesturlanda og má segja
að bylgjan sé nú komin að Tyrklandi.
Hefjum aftur til virðingar skipasmíði
hjá íslenskum fyrirtækjum sem búa
yfir þekkingu og vel menntuðum
starfsmönnum sem geta tekist á við
endurnýjun fiskiskipaflotans. Til þess
þarf þrek og áræði. Veita greininni
ívilnanir sem aðrar þjóðir hika ekki
við og treysta þekkinguna og verð
mætasköpunina í landinu. Íslensk
fyrirtæki geta smíðað fiskiskip allt
að 45 metrum. Hágæða smíði eins
og best gerist í heiminum er raun
verulegur kostur á Íslandi. Með því
að tryggja samkeppnishæfni, öryggi í
afhendingu, gæðum og kostnaði má
byggja aftur upp sterka grein í skipa
smíðum í landinu.
Ég varpa því fram að ívilnanir gætu
í formi viðbótarúthlutunar í kvóta til
þeirra útgerða sem létu byggja skip
sín í landinu. Þar mætti hugsa sér
100 þorskígildistonn til þeirra út
gerða sem færu „Íslensku leiðina“. Á
móti kemur gjaldeyrissparnaður þar
sem aðeins hluti nýsmíði er greidd
ur með gjaldeyri en hinn hlutinn með
íslenskum skattskyldum krónum og
minna atvinnuleysi. Hugsum út fyr
ir rammann og verum óhrædd við
að styrkja okkar fyrirtæki eins og all
ar aðrar þjóðir gera. Hér liggja ónýtt
tækifæri.
Hér er engu að tapa
Önnur mikilvæg leið tengist fjár
festingaleið Seðlabankans. Allir sýna
íslenskum knattspyrnumönnum í út
löndum áhuga. Íslenskir knattspyrnu
menn í útlöndum fá 20% meira fyrir
gjaldeyri sem þeir nota til fjárfestinga
í húsnæði og íbúðum í landinu en
innlend fyrirtæki sem stunda millj
arða samkeppnisiðnað á erlendum
mörkuðum og þeim stendur fjár
festingaleið Seðlabankans ekki opin.
Fjárfestingaleið til gjaldeyrissköpunar
er önnur útfærsla á tækifærum meðan
atvinnulífið er bundið í höftum. Hún
byggir á því að nýta fjárfestingaleið
Seðlabankans til að auka gjaldeyris
tekjur þjóðarinnar með því að heim
ila framleiðendum í tækjabúnaði að
skipta gjaldeyri yfir í krónur á mark
aðsvirði. Hundruð milljarðar króna í
eigu erlendra aðila – „Snjóhengjan“ er
föst í höftum í landinu. Fengju erlend
ir aðilar að selja innlendum framleið
endum krónur á markaðsvirði flyst
krónueign frá aðila sem lítinn áhuga
hefur á eignum á Íslandi til framleið
anda í iðnaði sem myndu nota aukn
ar tekjur til fjárfestinga í þekkingu og
iðnaði í landinu og þannig byggja enn
frekar undir útflutning og gjaldeyr
issköpun. Höftin og undantekningar
eru vandmeðfarnar en á meðan við
erum föst í þeim verðum við að huga
að þeim framleiðendum í landinu
sem halda tryggð við að reka fyrirtæk
is sín hér heima.
Fjárfestingaleiðin er fyrir fyrir
tæki sem eru skráð erlendis og
flytja gjaldeyri til landsins en fyrir
tækin í landinu sitja ekki við sama
borð. Þannig má færa fyrir því rök
að 10.000.000 velta í evrum hjá
innlendu fyrirtæki sé kaupverðið
1,6 milljarður króna en með fjár
festingaleið Seðlabankans þá fær
íslenskt fyrirtæki skráð erlendis
2,1 milljarð króna í gegnum fjár
festingaleið Seðlabankans. Þannig
er tryggum heimafyrirtækjum hegnt
fyrir þjóðlega íhaldssemi sína með
því að bera 500 m.kr. minna úr být
um en íslensk fyrirtæki skráð í út
löndum sem flytja hagnað sinn heim
en greiða ekki skatta eða annað af
þeim hagnaði. Það að leyfa íslensk
um framleiðslufyrirtækjum að skipta
nettó útflutningstekjum sínum með
þessum hætti stórbætir samkeppnis
hæfni þeirra gagnvart erlendum
keppinautum og getur ekki annað en
aukið gjaldeyristekjur þjóðarbúsins.
Hér er því engu að tapa. Meðan við
spilum í höftum verðum við að gefa
rétt fyrir þá sem vilja efla byggðirnar
og fjárfestingu í landinu.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðis flokksins. n
Andlitsmálning Það var rífandi stemning á Laugardalsvelli á föstudag, þegar Ísland lagði Kýpur. Þessi myndarlegi piltur lét ekki sitt eftir liggja og studdi liðið til sigurs, ásamt
10 þúsund samlöndum. Mynd SigTryggur AriMyndin
Umræða 13Mánudagur 14. október 2013
„Ég velti því fyrir mér
hvort ríkisstjórnin
og við sem stöndum að
meirihlutanum í þinginu
séum að standa okkur.
Kjallari
Ásmundur
Friðriksson
Alþingismaður