Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2013, Blaðsíða 16
16 Lífsstíll 14. október 2013 Mánudagur J óhann Freyr Jónsson, betur þekktur sem „Jói Rækja“, er einn þeirra fjölmörgu einstaklinga sem þrífast hvað best utan hins hefðbundna ramma sem margir halda sig inn- an. Á ökutækjum hans má klárlega sjá að þar fer enginn vísitölumað- ur. Hann finnur sig best á tækj- um sem hann hefur annaðhvort smíðað sjálfur eða breytt að sín- um smekk. Mótorhjóladellan hefur loðað við Jóa frá því að hann man eftir sér og fljótlega eftir að hann fór að keyra um á mótorhjólum fóru að sjást í umferð breytingar og nýsmíði sem ekki hafði sést áður hér á landi. Dísilþríhjól Mesta athyglina hefur sjálfsagt vak- ið dísilþríhjólið sem Jói smíðaði fyrir nokkrum árum en um er að ræða fyrsta dísilhjólið sem notað hefur verið hér á landi. Í grunninn not- aði hann Mercedes Benz 300 dísil- bíl sem búinn var að þjóna tilgangi sínum vel með ríflega 600 þúsund kílómetra notkun á íslenskum veg- um. Bílinn skar hann niður og breytti í þríhjól eftir sínu höfði og nýtti það sem honum þótti flottast frá öðrum framleiðendum. Hann lá örlítið, sem fyrr, á eBay og lokaði sig af í nokkrar vikur, eða þar til hjólið var klárt. Rat Rod-æðið Eftir veru sína í Svíþjóð í vor, og heimsóknir á sýningar og bílasöfn þar, hófst í alvöru vinna við núver- andi verkefni Jóa sem er smíði á svokölluðum Rat Rod, eða Rottubíl. „Hugmyndin er búin að vera lengi að gerjast eftir að hafa séð slík fara- tæki í blöðum og á netinu í ýmsum útgáfum en það má segja að ég hafi ákveðið að láta vaða eftir þessa ferð,“ sagði Jói í samtali DV fyrir helgi. „Ég festi mér nokkuð óvenjulegan bíl í þetta verkefni en það er Opel Olympia Rekord árgerð 1959. Flest- ir bílar sem ég hef skoðað í þessari uppskrift eru mun eldri en ég verð að gera þetta fyrir mig og hafa þetta að- eins eftir mínu höfði.“ Stórar felgur og kraftmikil vél „Bíllinn hjá mér verður kíttaður í götuna, settur á 22 tommu felgur og fær einnig V8-mótor – svo sándið í honum verði í lagi. Annars mun ég svo leitast eftir því að hafa hann hrá- an í útliti og var því ánægður þegar ég datt niður á þennan bíl þar sem hann er mjög veðraður en alls ekk- ert ryðgaður. Það er lykilatriði í rottu- bransanum að það má alls ekki mála bílinn né gera hann félegan í út- liti á boddíi. Kram og felgur eru þó undantekning því þar má „blinga“ og gera vel við sig. Þá verður að sjálf- sögðu farið vel yfir stýri, bremsur og allan annan öryggisbúnað sem ekki sést því það eru hlutir sem maður vill alltaf hafa í lagi. Lykillinn að þessu er að bíllinn sé eins og hann hafi verið dreginn af túni eftir 50 ára útiveru, sé lagaður til brúks en sé samt bæði flottur og ljótur, hvernig sem sú út- skýring kemst svo til skila.“ Skemmtileg vinna „Ég stefni á að hafa bílinn kláran sumarið 2014 og verð þá vonandi fyrstur með þessa uppskrift á götun- ar hér heima en ég veit að margir eru í skúrum landsins að græja eitt- hvað og þetta á ábyggilega eftir að verða bóla á næstunni. Það er þó ekki kappsmál að verða með fyrstu íslensku rottuna, aðalatriðið er að smíða eitthvað fyrir sjálfan sig og hafa gaman af sköpuninni. Það er svo ferlega þreytt að keyra bara á Yaris eða einhverju álíka og því vil ég gera mér mitt eigið tæki og það er alveg ljóst að ég mæti ekki öðr- um svona á næstu umferðarljósum. Þetta snýst um að njóta lífsins að- eins öðruvísi en hinir og hafa gaman af því að vera ég.“ n Rokkurinn mundaður Hér er Jói að hefjast handa við nýjustu smíði sína og það er byrjað á því að skera í burtu það sem ekki á að nota úr efniviðnum. MynDiR BÓ Björgvin Ólafsson blaðamaður skrifar bilar@dv.is Smíðar ökutæki í frístundunum n Jóhann finnur sig best á tækjum sem hann býr til sjálfur Dísilþríhjól Jói hefur smíðað sér ófá mótorhjólin í gegnum tíðina en þetta er sennilega það frumlegasta. Hjólið í smíðum Hér er þríhjólið í smíðum en það er meðal annars sett saman úr gömlum Benz leigubíl. Rat Rod-upphafið Úr þessum bíl ætlar Jói nú að smíða svokallaðan Rat Rod-bíl en í grunninn notar hann hér 1959 árgerðina af Opel Olympia Rekord. Bjargvætturinn á afmæli Ford-verkjsmiðjurnar eru um þessar mundir að undirbúa 40 ára afmæli Mustang II-bílsins. Þessi litli og merkilegi bíll tók við af vöðvabílum eldri Mustang-bif- reiða þegar olíukreppan skall á og seldist betur en nokkur ann- ar Mustang hefur gert. Þó margir hafi á sínum tíma átt erfitt með að sætta sig við Mustang-nafnið á þessum bíl þá hafa menn gert sér grein fyrir því í dag að nafnið sjálft ætti sér ekki 50 ára sam- fleytta framleiðslusögu í dag hefði Mustang II ekki litið dags- ins ljós. Svarti sauðurinn er því loks að fá uppreisn æru og verður vel minnst á afmælisárinu 2014, þegar 50 ár eru liðin frá því að Mustang kom fyrst á sjónarsviðið og 40 ár síðan Mustang II kom fyrst í sölu. Nýr Mini Ný kynslóð Mini-bílanna er handan við hornið en 2014-ár- gerðin mun verða nýr liður í þeirri seríu. Þá liggur einnig fyr- ir að fljótlega verði kynntur nýr Cooper S-bíll og hafa nú náðst myndir af þeim bíl sem svo sannarlega lofa góðu. Bíllinn mun auk breytinga á skrokknum bera töluvert stærri felgur en forveri hans og því fylgja einnig mun stærri bremsur og betri fjöðrurnarbúnaður. Ein stærsta breytingin er þó í húddinu en frá og með næsta ári verður Mini út- búinn þriggja sýlindra-mótor í grunnútgáfu þó enn verði hægt að fá hann fjögurra sýlindra fyrst um sinn. Nýtt hraðamet Ford Racing mun á næsta ári tefla fram nýjum Daytona Prototype- bíl með EcoBoost V6-mótor. Bíll- inn mun keppa í TUDOR-sport- bílameistaramótinu sem mun leiða saman sportbílakappakstur og hinn ameríska Le-Mans og Grand-Am í eitt risastórt meist- aramót. Ford Racing hóf prufu- akstur fyrir komandi tímabil á Daytona í vikunni og setti þar nýtt hraðamet á bíl sínum með tímanum 40,364 sek. á 222,97 mílum. Gamla metið á braut- inni er búið að standa frá árinu 1987 en það met átti Bill Elliot á NASCAR-bíl. Hraði hans var 210,36 mílur. Ford Racing kem- ur því vel undirbúið til leiks fyrir komandi tímabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.