Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2013, Síða 4
4 Fréttir 11. nóvember 2013 Mánudagur
Ráðuneytið svarar ekki
n Fyrirspurnum um fjármögnun pyntingasveita ekki svarað
U
tanríkisráðuneytið hefur ekki
svarað ítrekuðum fyrirspurnum
DV varðandi hvort og þá hvern-
ig ráðuneytið hyggist bregðast
við nýlegum fregnum þess efnis að ís-
lenska ríkið hafi tekið þátt í því að fjár-
magna þjálfun pyntingasveita í Írak.
Eins og DV greindi frá í síðasta mánuði
tók ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks þátt í því að fjármagna
þjálfun pyntingasveita í Írak á árunum
2005 og 2006, í gegnum sérstakt þjálf-
unarverkefni Atlantshafsbandalagsins
í Írak sem bar skammstöfunina NTM-I.
Ísland veitti tugum milljóna í þjálf-
unarverkefnið sem gekk opinberlega
út á að þjálfa öryggissveitir í landinu
(ISF), þar á meðal sérsveitirnar Special
Police Commandos, en hlutverk þeirra
var meðal annars að beita grimmileg-
um pyntingum til þess að komast yfir
upplýsingar.
22. október sendi DV fyrirspurn á
utanríkisráðuneytið þar sem meðal
annars var spurt hvernig ráðuneytið
hygðist bregðast við þessum fregnum,
og hvort til greina kæmi að taka mál-
ið upp á vettvangi Atlantshafsbanda-
lagsins. Í svari frá Urði Gunnarsdóttur,
upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, var
þessum hluta fyrir spurnarinnar ekki
svarað, en málið reifað á almennum
nótum. Af svörunum mátti ráða að ís-
lenskum yfirvöldum hafi ekki verið
fullkunnugt um hvað hefði falist í fjár-
hagsaðstoð við NTM-I. Þá kom fram
að þjálfunarverkefnið hafi miðað „að
því að auka menntun öryggissveit-
anna og efla getu þeirra til þess að tak-
ast á við hryðjuverkaárásir.“
DV ítrekaði fyrirspurn sína 28.
október en fékk ekkert svar. Fyrir-
spurnin var því ítrekuð í þriðja sinn 6.
nóvember, en þar var vísað í umfjöll-
un DV um málið og beðið um svör við
eftir farandi: „Hvernig hyggst ráðu-
neytið bregðast við þessum upplýs-
ingum? Kemur til greina að taka það
upp á vettvangi NATO?“ Ekkert svar
hafði borist þegar blaðið fór í prentun
á sunnudagskvöld. n
Vafi um lögmæti styrkja
n Endurskoðandi getur ekki sannreynt hvort fjárframlög til flokksins hafi staðist lög
E
ndurskoðandi Sjálfstæðis-
flokksins getur ekki sannreynt
hvort framlög til flokksins hafi
verið lögum samkvæm. Þetta
kemur fram í útdrætti Ríkis-
endurskoðunar úr ársreikningi Sjálf-
stæðisflokksins fyrir árið 2012. Endur-
skoðendur annarra stjórnmálaflokka
sem eiga sæti á Alþingi áttu ekki í
vandræðum með að sannreyna hvort
framlög til þeirra flokka hefðu verið
lögum samkvæm, ef marka má árs-
reikninga þeirra flokka.
Í sérstakri athugasemd frá endur-
skoðanda Sjálfstæðisflokksins sem
fylgir ársreikningi flokksins segir að
stjórnendur hafi leitast við að greina
þau félög, „sem eru í ríkiseigu og
þeirra félaga sem eru tengd í samræmi
við ákvæði laga um fjármál stjórn-
málaflokka, sem flokkurinn hefur af
þeim sökum ekki heimild til móttöku
styrktarframlaga.“ Niðurstaða þeirra
umleitana var eftirfarandi: „Erfitt reyn-
ist að sannreyna hvort það hafi tekist
með tæmandi hætti.“ Hvorki náðist í
endurskoðanda Sjálfstæðisflokksins
né Jónmund Guðmarsson, fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins við
vinnslu þessarar fréttar.
Ríkisendurskoðun í vafa
Ríkisendurskoðun hefur birt útdrætti
úr ársreikningum stjórnmálasamtaka
fyrir árið 2012 á vefsíðu sinni. Þar kem-
ur fram að Ríkisendurskoðun hafi far-
ið yfir reikninga flokkanna og athugað
hvort þeir væru í samræmi við ákvæði
laga um fjármál stjórnmálasamtaka
og frambjóðenda. Með þeim útdrætti
fylgir athugsemd í líkingu við þá sem
endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins
gerði: „Sú könnun hefur ekki gefið til-
efni til athugasemda en tekið skal fram
að vegna örðugleika við að sannreyna
tengsl félaga innbyrðis ábyrgist stofn-
unin ekki að könnunin sé tæmandi.“
Því má ljóst vera að hvorki endur-
skoðandi Sjálfstæðisflokksins né Ríkis-
endurskoðun, sem fer með löggilt
eftir litshlutverk í þessum málaflokki,
treysta sér til þess að segja til um hvort
styrkveitingar til flokksins hafi ver-
ið lögum samkvæmar. Þeir löggiltu
endurskoðendur sem DV hafði sam-
band við voru sammála um að það
ætti ekki að vera erfitt að sannreyna
hvort um tengsl sé að ræða. „Þetta á
ekki að vera sérstaklega flókið, við höf-
um aðgang að fyrirtækjaskrá og þar
á allt slíkt að liggja fyrir,“ sagði einn
endurskoðendanna í samtali við DV.
Einsdæmi
Sjálfstæðisflokkurinn fékk alls
155 milljónir króna í framlög frá
ríki, sveitarfélögum, lögaðilum og
einstaklingum í fyrra, að því er fram
kemur í ársreikningi. Þá hafði hafði
flokkurinn 61 milljón króna í aðrar
tekjur á tímabilinu. Flokkurinn fékk
rúmar sautján milljónir í styrki frá
fyrirtækjum (lögaðilum) en 32 millj-
ónir frá einstaklingum. Framsóknar-
flokkurinn fékk rúmar sjö milljónir í
styrki frá fyrirtækjum á meðan aðrir
flokkar fengu mun minna.
Þannig fékk Samfylkingin rúmar
tvær milljónir í styrki frá fyrirtækjum
á meðan Vinstri hreyfingin - grænt
framboð fékk ekki nema 300 þús-
und krónur. DV hefur farið yfir árs-
reikninga þeirra flokka sem eiga sæti
á Alþingi. Sú yfirferð leiðir í ljós að
endurskoðendur þeirra flokka sáu
ekki ástæðu til þess að gera sérstak-
an fyrirvara um það hvort fjárfram-
lög til flokkanna hefðu verið lögum
samkvæm. Þá ræddi DV við nokkra
endurskoðendur annarra stjórn-
málaflokka sem sæti eiga á þingi en
þeir sögðust hafa gengið úr skugga
um lögmæti styrkveitinga til þeirra
flokka.
Sjávarútvegsfyrirtæki styrkja
Eins og greint hefur verið frá fékk
Sjálfstæðisflokkurinn rúmar sautján
milljónir í styrki frá fyrirtækjum á ár-
inu 2012. Samkvæmt lögunum sem
tóku gildi árið 2006 mega framlög
lögaðila nema allt að 400 þúsundum
króna á ári. Fjölmörg fyrirtæki nýttu
heimildina upp í topp þegar kom
að styrkveitingum til Sjálfstæðis-
flokksins. Á meðal þeirra voru fjöl-
mörg fyrir tæki í sjávarútvegi, þar á
meðal HB Grandi, Samherji, Ísfélag
Vestmannaeyja, Bergur-Huginn og
Rammi hf.
Skömmu fyrir alþingiskosningarn-
ar 2009 var upplýst að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði þegið samtals 55
milljónir króna í styrki frá FL Group
og Landsbankanum í október 2006.
Skömmu áður hafði lögum um fjár-
stuðning til stjórnmálaflokka ver-
ið breytt þannig að þeir máttu ekki
þiggja hærri styrki en 300 þúsund
krónur frá lögaðilum. Þáverandi
endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins
gerði sérstakar athugasemdir við
styrkina en framkvæmdastjóri flokks-
ins, þá Kjartan Gunnarsson, virti þær
að vettugi.
Möguleg lögbrot
Samkvæmt 9. grein laga um fjár-
mál stjórnmálasamtaka og fram-
bjóðenda skulu stjórnmálasam-
tök árlega skila Ríkisendurskoðun
ársreikningum sínum árituðum af
endurskoðendum, og skal Ríkis-
endurskoðun yfirfara þá. Þá kem-
ur fram í 6. grein sömu laga að
óheimilt sé „að veita viðtöku fram-
lögum frá fyrir tækjum að meiri
hluta í eigu, eða undir stjórn, ríkis
eða sveitarfélaga.“ Endurskoðandi
Sjálfstæðisflokksins gat ekki sann-
reynt hvort flokkurinn hafi fengið
styrki frá slíkum félögum, né heldur
hvort flokkurinn hafi fengið styrki
frá tengdum aðilum.
Samkvæmt lögunum mega
stjórnmálaflokkar ekki þiggja styrki
frá tengdum aðilum en í 2. grein
laganna er fjallað sérstaklega um
tengda aðila. Þar kemur fram að
þar sé átt við lögaðila þar sem svo
háttar til „að sami aðili eða sömu
aðilar eiga meiri hluta hlutafjár,
stofnfjár eða atkvæðisréttar í báð-
um eða öllum lögaðilunum, enda
nemi eignarhlutur hvers þeirra
um sig a.m.k. 10% af hlutafé, stofn-
fé eða atkvæðafjölda í viðkomandi
lögaðilum.“ n
Vafi um lögmæti Endurskoðandi Sjálf-
stæðisflokksins getur ekki sannreynt hvort
styrkveitingar til flokksins hafi verið lögum
samkvæmar.
Hæstu styrkirnir Jónmundur Guðmarsson er framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en flokkurinn er það stjórnmálaafl sem þáði mest
af styrkjum frá fyrirtækjum á síðasta ári. „Erfitt reynist að
sannreyna hvort
það hafi tekist með tæm-
andi hætti.
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. –
400.000
Þorbjörn hf. – 400.000
Vesturgarður ehf. – 400.000
Skipti hf. – 400.000
Samherji hf. – 400.000
Skeljungur hf. – 400.000
Rammi hf. – 400.000
N1 hf. – 400.000
Mannvit hf. – 400.000
Lýsi hf. – 400.000
Juris slf. – 400.000
Ísfélag Vestmannaeyja hf. – 400.000
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. –
400.000
HB Grandi hf. – 400.000
Gjögur hf. – 400.000
Flugfélagið Atlanta ehf. – 400.000
Brim hf. – 400.000
Bergur-Huginn ehf. – 400.000
Tryggingamiðstöðin hf. –390.000
Brimrún ehf. – 350.000
1912 ehf. – 300.000
Gámaþjónustan hf. – 300.000
Gullberg ehf. – 300.000
Hafnarbakki -Flutningatækni ehf. –
300.000
MP banki hf. – 300.000
Vátryggingafélag Íslands hf. – 300.000
Helstu bakhjarlar Sjálfstæðisflokksins
n Fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki á lista þeirra sem veittu hæstu styrkina
SPC Special Police Commandos-sveitir
heyrðu undir NTM-I-verkefnið. MyNd REuTERS