Fréttablaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 30
4 • LÍFIÐ 6. FEBRÚAR 2015 Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? Hönnun h inna ný ju umbúða kemur frá Danmörku og hefur verið staðfærð fyrir íslenskan markað. Tuborg Gold hefur einn- ig verið þekktur sem „The Gol- den Lady“ og ástæðu þessarar nafngiftar má rekja til ársins 1958 þegar hin fræga danska leikkona Annette Strøyberg varð kynn- ingaraðili bjórsins eða svonefnd gullstúlka eins og það var kallað. Gullstúlkurnar voru talsmenn Tuborg Gold frá 1958 ti l árs- ins 1996 en síðan þá hafa þær birst sem skuggamyndir á um- búðum Tuborg Gold í Danmörku. Í ár mun The Golden Lady birt- ast í fyrsta sinn í hillum Vínbúða landsins. Útlitið er vísun í sjötta áratug- inn þar sem fágun og glæsileiki er allsráðandi með hinni forkunnar- fögru gullstúlku. Umbúðirnar eru gullinslegnar og búa yfir fáguðu yfirbragði, líkt og bjórinn sjálfur. „Tuborg Gold er bruggaður á Íslandi undir handleiðslu Tuborg í Danmörku. Hann er ferskur, gull- inn lagerbjór með lítilli beiskju og hefur löngum verið rómaður fyrir glæsileika, virðingu og síðast en ekki síst fyrir sitt sígilda bragð sem svíkur engan,“ segir Guð- mundur Mar Magnússon, Brugg- meistari Ölgerðarinnar, en Tu- borg Gold fæst í öllum Vínbúð- um landsins. TUBORG GOLD Í NÝJUM KLÆÐUM Tuborg Gold er nú kominn í nýjar umbúðir sem eiga rætur sínar að rekja allt aftur til sjötta áratugarins. Gullstúlkurnar voru talsmenn Tuborg Gold frá 1958 til ársins 1996. H vað felst í því að vilja bæta kynlífið sitt? Eru það kyn- lífsráð þar sem kaupa skal græju eða er það ný stelling eða ný stað- setning? Nýlega auglýsti ég eftir pörum sem langar að fá smá inn- spýtingu í kynlífið sitt. Þau upp- lifa ekki að raunverulegt vanda- mál sé til staðar heldur bara vantar eitthvað. Stundum er þetta einhver nánd, tími, nenna, þor eða jafnvel barnapössun. Það er mikill misskilningur að í kynlífs- ráðum felist frumleg útfærsla á kynlífi. Ég hef talað um þetta áður og á meðan svona hlutir eru reglulega kynntir þá mun ég halda áfram að tala um það. Á hverjum einasta degi les ég kynlífsráð til þess fallið að „krydda“ kynlíf para. Kynlífs- ráðin bókstaflega drjúpa af hverri einustu vefsíðu. Eitt ráðið stakk upp á því að þræða kleinu- hring upp á beinstífan liminn, borða hann svo rólega af og …? (Það minntist enginn á píkuna í þessu samhengi en ég sé fyrir mér kleinu sem hliðstæða út- færslu.) Ég er ekki með það á hreinu af hverju þetta átti að vera sexí eða sérstaklega gott krydd í kynlífið. Ég meina, sjáðu þetta fyrir þér, einhver læðist inn í svefnherbergið með brakandi poka úr bakaríinu, lokkar typp- ið upp í fulla reisn og í stað þess að læða votum vörum að honum þá er djúpsteiktum og glassúrs- húðuðum kleinuhring troðið upp á hann. Þú fylgist með tönn- um fljúga um kónginn og narta í klístrað bakkelsið sem nú skartar typpahárum og einhverju hvítu sem er ekki krem frá bakaríinu. Þú nærð að halda stinningu á meðan á átinu stendur en svo um leið og því lýkur horfir þú á glansandi og klístraðan liminn og hvað svo? Bólfélaginn er nú sadd- ur og örugglega þyrstur (nema hann hafi líka farið eftir ráðinu að setja mjólk í naflann og lepja hana) og með bullandi samvisku- bit að hafa fórnað sykurátakinu sínu í eitthvert typpanart. Tekur svo eldheitt kynlíf við? Ég er ekki svo viss. Kannski frekar kjána- hrollur og sturtuferð. Þegar við erum að tala um að krydda kynlífið okkar þá förum við stundum fimm skref fram- úr okkur í stað þess að byrja á byrjuninni og kanna, hvað okkur vantar til að geta stundað kynlíf. Erum við sátt og getum við talað saman? Er hlustað á þig og hlust- ar þú á bólfélagann? Það er gott að skoða líka hvernig þið tengist utan kynlífs. Allt kynlíf byrjar í heilan- um og til að kveikja á kynfærum þá þarf að kveikja á heilanum (en einnig að slökkva). Ykkar sam- líf krefst athygli ykkar beggja og þeirrar skuldbindingar að gleyma stað og stund og vera bara hér og nú. Um leið og þú finnur höfuðið svífa burtu frá kynlífinu þá þarftu að geta tekið stefnuna aftur inn í þig og ykkur. Það má einnig spyrja sig að því hvernig kynlíf okkur lang- ar til að stunda? Það má játa að áhugi sé takmarkaður fyrir sumum kynlífsathöfnum og stund- um getur líka verið gott að fá að vera bara þiggjandi eða gefandi. Fylgstu með, ég mun fjalla meira um þetta og ekki með kynlífsráð- um sem valda kjánahrolli heldur þeim sem auka nánd og efla sam- skipti. LISTIN AÐ KRYDDA KYNLÍFIÐ Fjölnota kaffi mál Það er umhverf- isvænt og hag- kvæmt því mörg kaffihús bjóða afslátt af kaffi í fjölnota- máli. HOLLRÁÐ HELGARINNAR Nýjar rannsóknir benda á sterk tengsl á milli offitu og streitu. Þegar þú ert undir of miklu andlegu álagi breytist matarhegðun þín. Þú finnur aukna löngun í sykur og ert líklegri til að leita meira í ruslfæði en holl- an mat. Mundu eftir þessu á hverj- um einasta degi og vandaðu þig þegar þú kaupir í matinn. Streituráð vikunnar er í boði Streituskólans – www.stress.is STREITURÁÐ VIKUNNAR Offi ta og streita Ekki tekur langan tíma að skella í þessa dásemd og gott að eiga vel umfram af sultunni í kælinum. Chia-makkarónur með jarðarberjasultu – 10 stk. KÖKUR 150 g kókosflögur t.d. frá Himneskri hollustu 100 g möndlumjöl 4 msk. erythritol frá Now 3 msk. kókosolía t.d. frá Himneskri hollustu eða Cocofina 1 tsk. vanilludropar t.d. frá Now salt á hnífsoddi Stilltu ofninn í 180°C. Settu kókos- flögurnar í blandara í 10 sekúndur eða þar til þær verða aðeins fínni. Settu þær síðan í skál með möndlu- mjölinu og saltinu. Bræddu kókosolíuna í örbylgjunni og bættu henni saman við kókos- flögurnar og settu síðan restina af hráefnunum saman við. Notaðu skeið og settu um 1 msk. á smurða bökunarplötu fyrir hverja makkarónu. Notaðu puttann og gerðu smá dæld í miðju hverrar köku. Settu sultu í dældina og bak- aðu í um 30 mínútur eða þar til þær hafa fengið á sig fallegan gylltan lit. SULTA 200 g frosin jarðarber 4 msk. erythritol 2 msk. chia-fræ 1 tsk. vanilludropar frá Now Settu öll hráefnin í pott. Stilltu á vægan hita og eldaðu í um 10 mínútur eða þar til berin eru orðin maukuð og chia-fræin farin að þykkja blönduna. Settu blönduna í blandara í 10 sekúndur eða þar til hún verður slétt. SYKURLAUSAR CHIA-MAKKARÓNUR með heimalagaðri jarðarberja-chia-sultu Gunnar Már Kamban einkaþjálfari og bókahöfundur 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 1 -A 0 6 8 1 7 F 1 -9 F 2 C 1 7 F 1 -9 D F 0 1 7 F 1 -9 C B 4 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.